Jón Ársæll sýknaður í Hæstarétti Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2022 18:06 Jón Ársæll Þórðarson, sjónvarpsmaður. Aðsend Hæstiréttur hefur sýknað sjónvarpsmanninn Jón Ársæl af skaðabótakröfum dánarbús konu sem hann tók viðtal við fyrir sjónvarpsþættina Paradísarheimt sem sýndir voru hjá Ríkissjónvarpinu. Landsréttur dæmdi Jón fyrr á árinu til að greiða konunni átta hundrað þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Þar áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Jón en málið var upprunalega höfðað gegn honum, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu og vildi konan fjórar milljónir í miskabætur vegna birtingar viðtals sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Eins og áður segir var viðtalið birt í Paradísarheimt en þeir voru unnir af Jóni og Steingrími og fjölluðu um fanga og fyrrverandi fanga. Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Sjá einnig: Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“ Konan lést á árinu og tók dánarbú hennar við málsrekstrinum. Í úrskurði Hæstaréttar, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að umfjöllunin um konuna hafi ekki verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Þar að auki hafi ekki verið haldið fram að upplýsingum um konuna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Þá kemur fram í úrskurðinum að þegar litið sé heildstætt á þær upplýsingar sem konan veitti í viðtölunum, sem hafi meðal annars verið um brot hennar, neyslu og fangelsisvist, sé ekki talið að þær upplýsingar hafi verið umfram það sem hún sjálf upplýsti. Því sé ekki hægt að segja að vinnubrögð Jóns hafi verið í ósamræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þar að auki hafi hann ekki brotið gegn friðhelgi einkalífsins í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður. Því hafi skylda til greiðslu miskabóta ekki skapast. Því var Jón Ársæll sýknaður og málskostnaður felldur niður á öllum dómstigum. Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þar áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Jón en málið var upprunalega höfðað gegn honum, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu og vildi konan fjórar milljónir í miskabætur vegna birtingar viðtals sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Eins og áður segir var viðtalið birt í Paradísarheimt en þeir voru unnir af Jóni og Steingrími og fjölluðu um fanga og fyrrverandi fanga. Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Sjá einnig: Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“ Konan lést á árinu og tók dánarbú hennar við málsrekstrinum. Í úrskurði Hæstaréttar, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að umfjöllunin um konuna hafi ekki verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Þar að auki hafi ekki verið haldið fram að upplýsingum um konuna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Þá kemur fram í úrskurðinum að þegar litið sé heildstætt á þær upplýsingar sem konan veitti í viðtölunum, sem hafi meðal annars verið um brot hennar, neyslu og fangelsisvist, sé ekki talið að þær upplýsingar hafi verið umfram það sem hún sjálf upplýsti. Því sé ekki hægt að segja að vinnubrögð Jóns hafi verið í ósamræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þar að auki hafi hann ekki brotið gegn friðhelgi einkalífsins í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður. Því hafi skylda til greiðslu miskabóta ekki skapast. Því var Jón Ársæll sýknaður og málskostnaður felldur niður á öllum dómstigum.
Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira