Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2022 18:35 Stóriðjufyrirtæki eins og álverið í Straumsvík þurfa að kaupa sér heimildir til þess að losa gróðurhúsalofttegundir. Á sama tíma hefur ríkið tekjur af sölu losunarheimilda vegna stóriðju og flugs. Heimild sem bætt var inn í fjárlagafrumvarpið gerði ríkinu kleift að nýta sér þær heimildir til þess að draga úr eigin skuldbindingum í sameiginlegu markmiði með Evrópusambandinu og Noregi. Vísir/Vilhelm Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. Tillöguna um að heimila ráðstöfun losunarheimilda sem tilheyra íslenska ríkinu í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (ETS) til móts við loftslagsskuldbindingar íslenska ríkisins er að finna í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar sem var birt á Alþingisvefnum í gærkvöldi. Hún er lögð fram fyrir þriðju og síðustu umræðu um fjárlagafrumvarpið. ETS-kerfið svonefnda nær yfir stóriðnað og flug. Samkvæmt því þurfa rekstraraðilar að kaupa losunarheimildir á síhækkandi verði. Samhliða því fá ríki losunarheimildir endurgjaldslaust sem þau geta selt. Álverin þrjú, járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga og kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka heyra meðal annars undir kerfið hér á landi. Losun stóriðjunnar fellur þannig ekki undir losun á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Tillaga fjárlaganefndar byggir á sérstöku sveigjanleikaákvæði sem níu ríki í Evrópu mega nýta sér og veitir heimild til þess að nota takmarkaðan hluta ETS-losunarheimildanna til þess að standa skil á skuldbindingum um samdrátt í losun á beinni ábyrgð viðkomandi ríkis á tímabili Parísarsamkomulagsins frá 2021 til 2030. Tilgangur ákvæðisins er að auðvelda ríkjum með ströng losunarmörk og takmarkaða möguleika á hagkvæmum aðgerðum til að draga úr losun að standast skuldbindingar sínar. Í nefndarálitinu segir að með heimildinni sem lagt er til að verði bætt í fjárlagafrumvarpið yrði mögulegt að ráðstafa óseldum losunarheimildum sem yrðu annars boðnar upp í ETS-kerfinu til að jafna út þörf fyrir nýjar heimildir svo að Ísland standist alþjóðlegar skuldbindingar. Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna. Ekki vænlegt til vinnings Íslensk stjórnvöld gætu nýtt losunarheimildir frá ETS-kerfinu til þess að lækka eigin skuldbindingar um allt að fjögur prósentustig, að því er kemur fram í umsögn náttúruverndarsamtakanna Ungra umhverfissinna. Hlutdeild Íslands í fyrra sameiginlegu losunarmarkmiði ESB og Noregs var 29% samdráttur á losun á beinni ábyrgð stjórnvalda miðað við losun ársins 1990. ESB hefur síðan aukið metnað sinn úr 40% samdrátt í 55% en ekki liggur enn fyrir hver hlutdeild Íslands í því markmiði verður. Ungir umhverfissinnar leggjast alfarið gegn því að heimildin verði nýtt og vara við því í umsögn sinni að hún gæti dregið úr metnaði til þess að ná tilætluðum árangri í samdrætti í losun á beinni ábyrgð Íslands. „Við teljum ekki vænlegt til vinnings að gera ráð fyrir slíkum sveigjanleika heldur ættum við að einbeita okkur frekar að því að ná þeim markmiðum sem við erum búin að setja okkur,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfisinna, í samtali við Vísi. Enn vanti mikið upp á að aðgerðum stjórnvalda til þess að ná núverandi markmiðum sé framfylgt, hvað þá þegar markmið ESB verði hert. Himnasending fyrir ríkisstjórn í vandræðum Samtökin gera einnig athugasemd við hversu brátt tillöguna ber um heimildina ber að. Aðeins örstuttur tími sé milli þess að nefndarálitið sé lagt fram og fyrirhugaðrar afgreiðslu fjárlaga. Í sama streng tekur Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Breytingin kemur fram tveimur dögum áður en til stendur að afgreiða fjárlagafrumvarpið. Engin gögn í málinu sýna fram á nauðsynina, engum sérfræðingum eða hagsmunaaðilum býðst að skila inn umsögnum. Hvað liggur svona á?“ spyr Andrés sem telur óeðlilegt að afgreiða tillöguna á svo skömmum tíma og án umræðu. Hann bendir á að aðeins sex af níu ríkjum sem mega nýta sér sveigjanleikaákvæðið hafi kosið að nýta sér það. Möguleikinn á flæði heimilda á milli ólíkra kerfa hafi lengi verið gagnrýnt í Evrópu þar sem það geti dregið úr metnaði fyrir raunverulegum samdrætti í losun. Í staðinn fyrir aðgerðir fari ríki að nýta sér ódýrar bókhaldsbrellur. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Egill Aðalsteinsson Tekjur ríkisins af sölu á losunarheimildum námu tæpum tíu og hálfum milljarða frá 2019 til 2021 samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga á Alþingi. Til þess að nýta sér óseldu losunarheimildirnar upp í eigin skuldbindingar gagnvart sameiginlega losunarmarkmiði ESB þyrfti ríkið að afsala sér framtíðartekjum af sölu þeirra. Andrés Ingi segir að það yrði alltaf ódýrasta leiðin sem stjórnvöld gætu farið til að standast skuldbindingar sínar. „Það væri samt sennilega himnasending fyrir ríkisstjórnina, sem virðist eiga í stökustu vandræðum með að uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Með því að nýta þessa glufu til fulls gætu þau strax fengið töluverðan afslátt af þeim metnaði sem þarf að ná þar,“ segir Andrés Ingi. Loftslagsmál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykktu að svipta stóriðju fríum losunarheimildum fyrir 2032 Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur. 22. júní 2022 14:46 Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Tillöguna um að heimila ráðstöfun losunarheimilda sem tilheyra íslenska ríkinu í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (ETS) til móts við loftslagsskuldbindingar íslenska ríkisins er að finna í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar sem var birt á Alþingisvefnum í gærkvöldi. Hún er lögð fram fyrir þriðju og síðustu umræðu um fjárlagafrumvarpið. ETS-kerfið svonefnda nær yfir stóriðnað og flug. Samkvæmt því þurfa rekstraraðilar að kaupa losunarheimildir á síhækkandi verði. Samhliða því fá ríki losunarheimildir endurgjaldslaust sem þau geta selt. Álverin þrjú, járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga og kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka heyra meðal annars undir kerfið hér á landi. Losun stóriðjunnar fellur þannig ekki undir losun á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Tillaga fjárlaganefndar byggir á sérstöku sveigjanleikaákvæði sem níu ríki í Evrópu mega nýta sér og veitir heimild til þess að nota takmarkaðan hluta ETS-losunarheimildanna til þess að standa skil á skuldbindingum um samdrátt í losun á beinni ábyrgð viðkomandi ríkis á tímabili Parísarsamkomulagsins frá 2021 til 2030. Tilgangur ákvæðisins er að auðvelda ríkjum með ströng losunarmörk og takmarkaða möguleika á hagkvæmum aðgerðum til að draga úr losun að standast skuldbindingar sínar. Í nefndarálitinu segir að með heimildinni sem lagt er til að verði bætt í fjárlagafrumvarpið yrði mögulegt að ráðstafa óseldum losunarheimildum sem yrðu annars boðnar upp í ETS-kerfinu til að jafna út þörf fyrir nýjar heimildir svo að Ísland standist alþjóðlegar skuldbindingar. Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna. Ekki vænlegt til vinnings Íslensk stjórnvöld gætu nýtt losunarheimildir frá ETS-kerfinu til þess að lækka eigin skuldbindingar um allt að fjögur prósentustig, að því er kemur fram í umsögn náttúruverndarsamtakanna Ungra umhverfissinna. Hlutdeild Íslands í fyrra sameiginlegu losunarmarkmiði ESB og Noregs var 29% samdráttur á losun á beinni ábyrgð stjórnvalda miðað við losun ársins 1990. ESB hefur síðan aukið metnað sinn úr 40% samdrátt í 55% en ekki liggur enn fyrir hver hlutdeild Íslands í því markmiði verður. Ungir umhverfissinnar leggjast alfarið gegn því að heimildin verði nýtt og vara við því í umsögn sinni að hún gæti dregið úr metnaði til þess að ná tilætluðum árangri í samdrætti í losun á beinni ábyrgð Íslands. „Við teljum ekki vænlegt til vinnings að gera ráð fyrir slíkum sveigjanleika heldur ættum við að einbeita okkur frekar að því að ná þeim markmiðum sem við erum búin að setja okkur,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfisinna, í samtali við Vísi. Enn vanti mikið upp á að aðgerðum stjórnvalda til þess að ná núverandi markmiðum sé framfylgt, hvað þá þegar markmið ESB verði hert. Himnasending fyrir ríkisstjórn í vandræðum Samtökin gera einnig athugasemd við hversu brátt tillöguna ber um heimildina ber að. Aðeins örstuttur tími sé milli þess að nefndarálitið sé lagt fram og fyrirhugaðrar afgreiðslu fjárlaga. Í sama streng tekur Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Breytingin kemur fram tveimur dögum áður en til stendur að afgreiða fjárlagafrumvarpið. Engin gögn í málinu sýna fram á nauðsynina, engum sérfræðingum eða hagsmunaaðilum býðst að skila inn umsögnum. Hvað liggur svona á?“ spyr Andrés sem telur óeðlilegt að afgreiða tillöguna á svo skömmum tíma og án umræðu. Hann bendir á að aðeins sex af níu ríkjum sem mega nýta sér sveigjanleikaákvæðið hafi kosið að nýta sér það. Möguleikinn á flæði heimilda á milli ólíkra kerfa hafi lengi verið gagnrýnt í Evrópu þar sem það geti dregið úr metnaði fyrir raunverulegum samdrætti í losun. Í staðinn fyrir aðgerðir fari ríki að nýta sér ódýrar bókhaldsbrellur. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Egill Aðalsteinsson Tekjur ríkisins af sölu á losunarheimildum námu tæpum tíu og hálfum milljarða frá 2019 til 2021 samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga á Alþingi. Til þess að nýta sér óseldu losunarheimildirnar upp í eigin skuldbindingar gagnvart sameiginlega losunarmarkmiði ESB þyrfti ríkið að afsala sér framtíðartekjum af sölu þeirra. Andrés Ingi segir að það yrði alltaf ódýrasta leiðin sem stjórnvöld gætu farið til að standast skuldbindingar sínar. „Það væri samt sennilega himnasending fyrir ríkisstjórnina, sem virðist eiga í stökustu vandræðum með að uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Með því að nýta þessa glufu til fulls gætu þau strax fengið töluverðan afslátt af þeim metnaði sem þarf að ná þar,“ segir Andrés Ingi.
Loftslagsmál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykktu að svipta stóriðju fríum losunarheimildum fyrir 2032 Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur. 22. júní 2022 14:46 Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Samþykktu að svipta stóriðju fríum losunarheimildum fyrir 2032 Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur. 22. júní 2022 14:46
Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52