Sex listamenn og hljómsveitir hljóta Kraumsverðlaunin í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2022 10:04 Frá afhendingu verðlaunanna. Aðsent Una Torfa, gugusar, Kvikindi, Oh Mama (Ruxpin), Final Boss Type Zero og Kusk hljóta Kraumsverðlaunin í ár. Verðlaunin voru afhent á tónleikastaðnum Mengi. Þetta er í fimmtánda sinn sem Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, eru veitt. Una Torfa, gugusar, Kvikindi, Oh Mama (Ruxpin), Final Boss Type Zero og Kusk hljóta Kraumsverðlaunin í ár fyrir plötur sínar. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa verðlaunin síðustu ár má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Cell7 og Sóley. „Verðlaunaplöturnar í ár koma úr ýmsum áttum og spanna meðal annars popp, house og þjóðlagatónlist. Sú mikla gróska er ríkir hér á landi í rafskotinni popp-, pönk- og danstónlist er engu að síður áberandi og kemur skýrt fram í verkum gugusar, Kvikindi, Final Boss Zero og Oh Mama (Ruxpin). Sigurvegari Músíktilrauna, Kusk, hlýtur verðlaunin fyrir sína fyrstu breiðskífu, Skvaldur, og Unur Torfa fyrirþjóðlagakennda poppónlist sína á Flækt týnd og einmanna,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa rúmlega áttatíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaunin fyrir plötur sínar frá því verðlaunin voru fyrst veitt árið 2008, flestir snemma á ferli sínum. gugusar með sín önnur verðlaun Það er Aurora velgerðarsjóður sem stendur að Kraumsverðlaununum. Kraumsverðlaunin 2022 hljóta Final Boss Type ZERO - 1000 Cuts gugusar - 12:48 KUSK - Skvaldur Kvikindi - Ungfrú Ísland Oh Mama - Hamraborg Una Torfa – Flækt og týnd og einmana Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, eða gugusar, er að hljóta sín önnur Kraumsverðlaun á ferlinum, en hún hlaut fyrst verðlaunin fyrir frumraun sína, Listen to This Twice, árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn fjögur ár sem listamaður eða hljómsveit hlýtur sín önnur Kraumsverðlaun. Aðeins fimm listamenn og hljómsveitir hafa áður hlotið Kraumverðlaunin í tvígang; Retro Stefson (Montaña, 2008) og Retro Stefson, 2012), Mammút (Karkari, 2008 og Komdu til mín svarta systir, 2013), Hjaltalín (Terminal, 2009 og Enter 4, 2012), Dj flugvél og geimskip (Glamúr í geimnum, 2013 og Nótt á hafsbotni, 2015) og Kælan Mikla (Kælan mikla, 2016 og Nótt eftir nótt, 2018) Styðja við þróun og menningu Kraumsverðlaunin 2022 eru valin af átta manna dómnefnd skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Aðstandandi Kraumsverðlaunanna er Aurora velgerðarsjóður sem styður þróun og menningu hérlendis sem erlendis í gegnum margvísleg verkefni sem er ætlað að örva samfélög á sjálfbæran máta. Meðal Kraumsverðlaunhafa fyrri ára má nefna Auður, ADHD, Agent Fresco, Amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Ásgeir, Between Mountains, Bjarki, BSÍ, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, GDRN, GKR, Grísalappalísa, Gunnar Andreas Kristinsson, Gyða Valtýsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Helgi Hrafn Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit, JDFR, Kælan mikla, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Misþyrming, Ojba Rasta, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samaris, Sin Fang, Skrattar, Sóley og fjölmargir fleiri. Tónlist Tengdar fréttir 21 hljómsveit og listamenn tilnefnd til Kraumsverðlaunanna í ár Tilkynnt var um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna á Degi íslenskrar tónlistar,1. desember. 1. desember 2022 10:54 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þetta er í fimmtánda sinn sem Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, eru veitt. Una Torfa, gugusar, Kvikindi, Oh Mama (Ruxpin), Final Boss Type Zero og Kusk hljóta Kraumsverðlaunin í ár fyrir plötur sínar. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa verðlaunin síðustu ár má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Cell7 og Sóley. „Verðlaunaplöturnar í ár koma úr ýmsum áttum og spanna meðal annars popp, house og þjóðlagatónlist. Sú mikla gróska er ríkir hér á landi í rafskotinni popp-, pönk- og danstónlist er engu að síður áberandi og kemur skýrt fram í verkum gugusar, Kvikindi, Final Boss Zero og Oh Mama (Ruxpin). Sigurvegari Músíktilrauna, Kusk, hlýtur verðlaunin fyrir sína fyrstu breiðskífu, Skvaldur, og Unur Torfa fyrirþjóðlagakennda poppónlist sína á Flækt týnd og einmanna,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa rúmlega áttatíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaunin fyrir plötur sínar frá því verðlaunin voru fyrst veitt árið 2008, flestir snemma á ferli sínum. gugusar með sín önnur verðlaun Það er Aurora velgerðarsjóður sem stendur að Kraumsverðlaununum. Kraumsverðlaunin 2022 hljóta Final Boss Type ZERO - 1000 Cuts gugusar - 12:48 KUSK - Skvaldur Kvikindi - Ungfrú Ísland Oh Mama - Hamraborg Una Torfa – Flækt og týnd og einmana Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, eða gugusar, er að hljóta sín önnur Kraumsverðlaun á ferlinum, en hún hlaut fyrst verðlaunin fyrir frumraun sína, Listen to This Twice, árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn fjögur ár sem listamaður eða hljómsveit hlýtur sín önnur Kraumsverðlaun. Aðeins fimm listamenn og hljómsveitir hafa áður hlotið Kraumverðlaunin í tvígang; Retro Stefson (Montaña, 2008) og Retro Stefson, 2012), Mammút (Karkari, 2008 og Komdu til mín svarta systir, 2013), Hjaltalín (Terminal, 2009 og Enter 4, 2012), Dj flugvél og geimskip (Glamúr í geimnum, 2013 og Nótt á hafsbotni, 2015) og Kælan Mikla (Kælan mikla, 2016 og Nótt eftir nótt, 2018) Styðja við þróun og menningu Kraumsverðlaunin 2022 eru valin af átta manna dómnefnd skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Aðstandandi Kraumsverðlaunanna er Aurora velgerðarsjóður sem styður þróun og menningu hérlendis sem erlendis í gegnum margvísleg verkefni sem er ætlað að örva samfélög á sjálfbæran máta. Meðal Kraumsverðlaunhafa fyrri ára má nefna Auður, ADHD, Agent Fresco, Amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Ásgeir, Between Mountains, Bjarki, BSÍ, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, GDRN, GKR, Grísalappalísa, Gunnar Andreas Kristinsson, Gyða Valtýsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Helgi Hrafn Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit, JDFR, Kælan mikla, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Misþyrming, Ojba Rasta, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samaris, Sin Fang, Skrattar, Sóley og fjölmargir fleiri.
Tónlist Tengdar fréttir 21 hljómsveit og listamenn tilnefnd til Kraumsverðlaunanna í ár Tilkynnt var um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna á Degi íslenskrar tónlistar,1. desember. 1. desember 2022 10:54 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
21 hljómsveit og listamenn tilnefnd til Kraumsverðlaunanna í ár Tilkynnt var um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna á Degi íslenskrar tónlistar,1. desember. 1. desember 2022 10:54