Lækka endurgreiðslu á rafbílum en fjölga þeim sem geta fengið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 20:33 Einn af hverjum fjórum raf- og vetnisbílakaupendum nýtti sér hámarkið á endurgreiðslu á árinu 2021. Vísir/Vilhelm Hámarksendurgreiðsla á virðisaukaskatti við kaup á rafmagns- og vetnisbílum lækkar á árinu 2023 úr 1,56 milljónum króna í 1,32 milljónir króna. Hámarksfjöldi bíla sem geta sótt slíka ívilnun hefur verið fjölgað úr fimmtán þúsund í tuttugu þúsund. Þetta kemur fram í nýsamþykktu frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Jafnframt hafa bráðabirgðaákvæði laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki verið framlengd um tvö ár í sama frumvarpi með hámarksþaki að fjárhæð 1,1 milljarður króna. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en breytingarnar á lögunum má kynna sér hér. Í lögum um virðisaukaskatt er nú kveðið á um sérstaka VSK-ívilnun vegna innflutnings og skattskyldrar sölu rafmagnsbíla út árið 2023 eða þar til 20.000 bíla fjöldamörkum er náð. Gert er ráð fyrir að gildandi fjöldamörkum gæti verið náð nálægt miðju ári 2023. „Tillaga frumvarpsins um niðurfellingu á fjöldamörkum rafmagns- og vetnisbíla er m.a. gerð til að tryggja aukinn fyrirsjáanleika og með vísan til stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum frá júlí sl.,“ segir í tilkynningunni. Segja mikinn árangur í orkuskiptum með tugmilljarða ívilnunum Undanfarin tíu ár hafa stjórnvöld stutt við kaup á vistvænum bílum með skattaívilnunum fyrir á þriðja tug milljarða króna. „Fyrir vikið hafa orkuskipti fólksbílaflotans gengið vel og er Ísland á meðal fremstu þjóða á heimsvísu í rafbílavæðingu. Vistvænum bílum hefur þannig fjölgað verulega undanfarin ár, en hlutdeild þeirra í nýskráningum jókst úr 22% árið 2019 í 46% árið 2020 og á árinu 2021 fór hlutfallið upp í 58%. Þegar litið er til fyrstu tíu mánaða þessa árs má sjá að hlutfall nýskráninga er komið upp í 55%. Í ljósi þessarar jákvæðu þróunar á markaði með rafmagnsbíla verður ekki annað séð en að forsendur séu að skapast fyrir sjálfbærum hraða orkuskiptanna.“ Fyrr á árinu samþykkti Alþingi lög um breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem m.a. fela í sér að ný fjárhæðarmörk VSK-ívilnunar vegna rafmagns- og vetnisbíla taki gildi 1. janúar 2023. „Með breytingunni fer fjárhæð ívilnunar úr 1.560 þús. kr. í 1.320 þús. kr. Við breytingarnar var horft til þess að í 74% tilvika á árinu 2021 nam full niðurfelling virðisaukaskatts við innflutning rafmagnsbifreiða lægri fjárhæð en 1.320 þús. kr. Má því ætla að virðisaukaskattur verði áfram felldur niður að fullu vegna mikils meirihluta bíla.“ Ætla að styðja við grósku í rannsóknum og þróun Þá hafa bráðabirgðaákvæði laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki jafnframt verið framlengd um tvö ár með þeim hætti að þau ná til frádráttar frá álögðum tekjuskatti nýsköpunarfyrirtækja árin 2024 og 2025 vegna rekstraráranna 2023 og 2024. „Þar með eiga nýsköpunarfyrirtæki, sem eru eigendur að rannsóknar- eða þróunarverkefnum sem hlotið hafa staðfestingu Rannís, rétt á frádrætti frá álögðum tekjuskatti sem nemur allt að 35 hundraðshlutum af útlögðum kostnaði að nánari skilyrðum uppfylltum. Þá var hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti hjá hverju fyrirtæki jafnframt hækkað úr samtals 1 milljarði kr. í samtals 1,1 milljarð kr. á árunum 2024 og 2025.“ Bílar Vistvænir bílar Alþingi Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Jafnframt hafa bráðabirgðaákvæði laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki verið framlengd um tvö ár í sama frumvarpi með hámarksþaki að fjárhæð 1,1 milljarður króna. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en breytingarnar á lögunum má kynna sér hér. Í lögum um virðisaukaskatt er nú kveðið á um sérstaka VSK-ívilnun vegna innflutnings og skattskyldrar sölu rafmagnsbíla út árið 2023 eða þar til 20.000 bíla fjöldamörkum er náð. Gert er ráð fyrir að gildandi fjöldamörkum gæti verið náð nálægt miðju ári 2023. „Tillaga frumvarpsins um niðurfellingu á fjöldamörkum rafmagns- og vetnisbíla er m.a. gerð til að tryggja aukinn fyrirsjáanleika og með vísan til stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum frá júlí sl.,“ segir í tilkynningunni. Segja mikinn árangur í orkuskiptum með tugmilljarða ívilnunum Undanfarin tíu ár hafa stjórnvöld stutt við kaup á vistvænum bílum með skattaívilnunum fyrir á þriðja tug milljarða króna. „Fyrir vikið hafa orkuskipti fólksbílaflotans gengið vel og er Ísland á meðal fremstu þjóða á heimsvísu í rafbílavæðingu. Vistvænum bílum hefur þannig fjölgað verulega undanfarin ár, en hlutdeild þeirra í nýskráningum jókst úr 22% árið 2019 í 46% árið 2020 og á árinu 2021 fór hlutfallið upp í 58%. Þegar litið er til fyrstu tíu mánaða þessa árs má sjá að hlutfall nýskráninga er komið upp í 55%. Í ljósi þessarar jákvæðu þróunar á markaði með rafmagnsbíla verður ekki annað séð en að forsendur séu að skapast fyrir sjálfbærum hraða orkuskiptanna.“ Fyrr á árinu samþykkti Alþingi lög um breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem m.a. fela í sér að ný fjárhæðarmörk VSK-ívilnunar vegna rafmagns- og vetnisbíla taki gildi 1. janúar 2023. „Með breytingunni fer fjárhæð ívilnunar úr 1.560 þús. kr. í 1.320 þús. kr. Við breytingarnar var horft til þess að í 74% tilvika á árinu 2021 nam full niðurfelling virðisaukaskatts við innflutning rafmagnsbifreiða lægri fjárhæð en 1.320 þús. kr. Má því ætla að virðisaukaskattur verði áfram felldur niður að fullu vegna mikils meirihluta bíla.“ Ætla að styðja við grósku í rannsóknum og þróun Þá hafa bráðabirgðaákvæði laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki jafnframt verið framlengd um tvö ár með þeim hætti að þau ná til frádráttar frá álögðum tekjuskatti nýsköpunarfyrirtækja árin 2024 og 2025 vegna rekstraráranna 2023 og 2024. „Þar með eiga nýsköpunarfyrirtæki, sem eru eigendur að rannsóknar- eða þróunarverkefnum sem hlotið hafa staðfestingu Rannís, rétt á frádrætti frá álögðum tekjuskatti sem nemur allt að 35 hundraðshlutum af útlögðum kostnaði að nánari skilyrðum uppfylltum. Þá var hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti hjá hverju fyrirtæki jafnframt hækkað úr samtals 1 milljarði kr. í samtals 1,1 milljarð kr. á árunum 2024 og 2025.“
Bílar Vistvænir bílar Alþingi Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira