James Harden hefur verið að glíma við meiðsli og í hans fjarveru tapaði Philadelphia 76ers sex leikjum. Eftir að James Harden sneri til baka hefur 76ers tapað einum leik og unnið fjóra í röð. Philadelphia 76ers vann ríkjandi NBA meistara Golden State Warriorsí síðasta leik 106-118.
James Harden er einn af stjörnum NBA-deildarinnar og í viðtali við Fox Sports vildi hann meina að hann væri einn af þeim sem hafi breytt leiknum.
„Ég er einn af þeim sem breytti leiknum í körfubolta. Í hreinskilni þá vantar mig bara titil,“ sagði James Harden sem segist aðeins eiga eftir að verða NBA meistari til að fullkomna sinn feril.
"I'm one of the people that changed the game of basketball. Honestly, the only thing that I'm missing is a championship."
— NBACentral (@TheNBACentral) December 16, 2022
- James Harden
(Via @FOXSports ) pic.twitter.com/gx6PJOCQWT
Næsti leikur Philadelphia 76ers er aðfaranótt þriðjudags þar sem 76ers fær Toronto Raptors í heimsókn.