Lausn komin á fánamálið í Fjallabyggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 21:19 Ólíkar venjur voru viðhafðar á Siglufirði og á Ólafsfirði en nú hafa þær verið samræmdar. Vísir/Egill Lausn hefur fundist í fánamálinu svokallaða í Fjallabyggð, eftir að bæjarstjórn sveitarfélagsins samþykkti nýverið tillögu bæjarstjórans um framtíðarfyrirkomulag flöggunar í Fjallabyggð. Það vakti nokkra athygli í haust þegar Vísir greindi frá því að bæjarráð Fjallabyggðar hafði samþykkt að hætt yrði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Tillögurnar voru tilkomnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Siglufjarðarmegin hafi verið hefð fyrir því að flagga við andlát. Kom fram að flöggun íslenska fánans við bæjarskrifstofurnar, sér í lagi um helgar, hafi í sumum tilvikum skapað vandræði fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Tillagan fól í sér að íslenska fánanum yrði aðeins flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum. Blendin viðbrögð voru við tillögunni. Til að mynda sagðist Siglfirðingurinn Kristján L. Möller vera bæði hissa og undrandi á tillögunni í samtali við Vísi. Sagðist hann einnig telja að tillagan hafi lagst illa í íbúa Siglfirðinga. Svo virðist sem Kristján hafi haft rétt fyrir sér. Í minnisblaði Sigríðar Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar, er tekið fram að „í ljósi viðbragða og sjónarmiða margra bæjarbúa“ hafi bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram. Framlag vinnuskólans hluti af samkomulaginu Segir Sigríður í minnisblaðinu hafa haft það að leiðarljósi að finna lausn þar sem gætt yrði samræmis á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Farið yrði eftir sömu reglum og kirkjurnar í kjörnunum tveimur viðhafa varðandi andlát og útfarir, það er að flagga við útfarir, en ekki andlát. Lausnin sem fram er komin er sú að starfsmaður í stjórnsýsluhúsinu á Ólafsfirði geti annast flöggun á útfarardögum við Stjórnsýsluhúsið á Ólafsfirði, þar sem almennt fari útfarir ekki fram um helgar á Ólafsfirði. Þá greinir bæjarstjórinn frá því að samkomulag hafi verið gert við Júlíu Birgisdóttur, formann sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, að kirkjuvörður eða meðhjálpari muni annast flöggun við Ráðhúsið á Siglufirði, á sama tíma og flaggað er við útfarir í Siglufjarðarkirkju. Sem hluti af samkomulaginu mun bæjarfélagið á móti leggja til starfskrafta úr vinnuskólanum á sumrin, í ákveðin verkefni á vegum Siglufjarðarkikju. Þau verkefni munu þó alltaf miðast við fjölda nemenda í vinnuskólanum á hverjum tíma og getu hans. Undir samkomulagið ritar fyrrnefndur bæjarstjóri og fyrrnefndur formaður sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju. Tillögur bæjarstjórans voru einróma samþykktar í bæjarstjórn Fjallabyggðar í síðustu viku, og er því fram komin lausn á fánamálinu svokallaða. Fjallabyggð Stjórnsýsla Íslenski fáninn Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í haust þegar Vísir greindi frá því að bæjarráð Fjallabyggðar hafði samþykkt að hætt yrði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Tillögurnar voru tilkomnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Siglufjarðarmegin hafi verið hefð fyrir því að flagga við andlát. Kom fram að flöggun íslenska fánans við bæjarskrifstofurnar, sér í lagi um helgar, hafi í sumum tilvikum skapað vandræði fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Tillagan fól í sér að íslenska fánanum yrði aðeins flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum. Blendin viðbrögð voru við tillögunni. Til að mynda sagðist Siglfirðingurinn Kristján L. Möller vera bæði hissa og undrandi á tillögunni í samtali við Vísi. Sagðist hann einnig telja að tillagan hafi lagst illa í íbúa Siglfirðinga. Svo virðist sem Kristján hafi haft rétt fyrir sér. Í minnisblaði Sigríðar Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar, er tekið fram að „í ljósi viðbragða og sjónarmiða margra bæjarbúa“ hafi bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram. Framlag vinnuskólans hluti af samkomulaginu Segir Sigríður í minnisblaðinu hafa haft það að leiðarljósi að finna lausn þar sem gætt yrði samræmis á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Farið yrði eftir sömu reglum og kirkjurnar í kjörnunum tveimur viðhafa varðandi andlát og útfarir, það er að flagga við útfarir, en ekki andlát. Lausnin sem fram er komin er sú að starfsmaður í stjórnsýsluhúsinu á Ólafsfirði geti annast flöggun á útfarardögum við Stjórnsýsluhúsið á Ólafsfirði, þar sem almennt fari útfarir ekki fram um helgar á Ólafsfirði. Þá greinir bæjarstjórinn frá því að samkomulag hafi verið gert við Júlíu Birgisdóttur, formann sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, að kirkjuvörður eða meðhjálpari muni annast flöggun við Ráðhúsið á Siglufirði, á sama tíma og flaggað er við útfarir í Siglufjarðarkirkju. Sem hluti af samkomulaginu mun bæjarfélagið á móti leggja til starfskrafta úr vinnuskólanum á sumrin, í ákveðin verkefni á vegum Siglufjarðarkikju. Þau verkefni munu þó alltaf miðast við fjölda nemenda í vinnuskólanum á hverjum tíma og getu hans. Undir samkomulagið ritar fyrrnefndur bæjarstjóri og fyrrnefndur formaður sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju. Tillögur bæjarstjórans voru einróma samþykktar í bæjarstjórn Fjallabyggðar í síðustu viku, og er því fram komin lausn á fánamálinu svokallaða.
Fjallabyggð Stjórnsýsla Íslenski fáninn Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira