Alma hækkar leigu úkraínskra flóttamanna að meðaltali um 83 prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 17:43 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags. Til stendur að leiguverð sextán íbúða sem úkraínskir flóttamenn hafa verið að leigja hækki um allt að 116 prósent. Íbúarnir hafa hingað til leigt af félaginu Einhorn en Alma leigufélag tekur yfir útleiguna í byrjun apríl á næsta ári. Stundin greinir frá þessu og vitnar í bréf frá Garðabæ til leigjendanna en íbúðirnar eru við Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ. Bæjaryfirvöld hafa boðist til þess að greiða hluta leigunnar fyrir flóttamennina ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. „Hækkunin er umtalsverð og Garðabær gerir sér grein fyrir að mörgum íbúum mun reynast erfitt að greiða svo háa leigu,“ segir í bréfi Garðabæjar til flóttamannanna. Stærsta íbúð hússins er með mestu hækkunina en leigan hækkar úr 170 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund krónur á mánuði. 114 prósent hækkun. Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, að honum þyki framsetningin vera villandi. Leigan sem félagið er að bjóða fólkinu sé 3,3 prósent hærri en sú sem Einhorn bauð. „Svo virðist vera að þeir hafa verið að niðurgreiða leiguna eitthvað þannig að endanlegir leigutakar borguðu eitthvað umtalsvert lægri leigu,“ segir Ingólfur. Og þið stefnið ekki á að niðurgreiða? „Nei, það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Ingólfur. Hann segir að leigufélagið sé ekki að sækja neina tekjuaukningu með endurnýjun leigusamninganna. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Alma leigufélag var mikið í umræðunni í byrjun þessa mánaðar eftir að leiguverð öryrkja var hækkað um 75 þúsund krónur, úr 250 þúsund í 325 þúsund, við endurnýjun samninga. Leigufélagið skilaði 12,4 milljarða króna hagnaði árið 2021 en framkvæmdastjórinn sagði í stuttri yfirlýsingu að félagið hafi verið nauðbeygt til þess að hækka leiguverð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:31 með ummælum Ingólfs. Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Garðabær Tengdar fréttir Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Stundin greinir frá þessu og vitnar í bréf frá Garðabæ til leigjendanna en íbúðirnar eru við Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ. Bæjaryfirvöld hafa boðist til þess að greiða hluta leigunnar fyrir flóttamennina ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. „Hækkunin er umtalsverð og Garðabær gerir sér grein fyrir að mörgum íbúum mun reynast erfitt að greiða svo háa leigu,“ segir í bréfi Garðabæjar til flóttamannanna. Stærsta íbúð hússins er með mestu hækkunina en leigan hækkar úr 170 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund krónur á mánuði. 114 prósent hækkun. Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, að honum þyki framsetningin vera villandi. Leigan sem félagið er að bjóða fólkinu sé 3,3 prósent hærri en sú sem Einhorn bauð. „Svo virðist vera að þeir hafa verið að niðurgreiða leiguna eitthvað þannig að endanlegir leigutakar borguðu eitthvað umtalsvert lægri leigu,“ segir Ingólfur. Og þið stefnið ekki á að niðurgreiða? „Nei, það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Ingólfur. Hann segir að leigufélagið sé ekki að sækja neina tekjuaukningu með endurnýjun leigusamninganna. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Alma leigufélag var mikið í umræðunni í byrjun þessa mánaðar eftir að leiguverð öryrkja var hækkað um 75 þúsund krónur, úr 250 þúsund í 325 þúsund, við endurnýjun samninga. Leigufélagið skilaði 12,4 milljarða króna hagnaði árið 2021 en framkvæmdastjórinn sagði í stuttri yfirlýsingu að félagið hafi verið nauðbeygt til þess að hækka leiguverð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:31 með ummælum Ingólfs.
Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Garðabær Tengdar fréttir Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02
„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57
Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50