Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. desember 2022 21:50 Konráð S. Guðjónsson er efnahagsráðjafi Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Hagstofa Íslands hefur ákveðið að veita starfsmönnum sínum aukalega vikulangt jólafrí. Hagstofan verður lokuð á milli jóla og nýárs. Hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins segir fríið koma spánskt fyrir sjónir í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hagstofan tilkynnti um lokunina í tilkynningu á Twitter. Í samtali við mbl.is segir Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri að fríið sé leið til að verðlauna starfsmenn fyrir vel unnin störf. Ekki sé veitt slíkt frí hvert ár en Hrafnhildur segir að fríið sé hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins setur spurningamerki við þessa ákvörðun Hagstofunnar. „Sex dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóg,“ skrifar Konráð á Twitter. 6 dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóghttps://t.co/6DLGcvoWjp— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) December 21, 2022 „Þetta óneitanlega skýtur skökku við, ég veit ekki til þess að heilu fyrirtækin bara loki á milli jóla og nýárs,“ segir Konráð í samtali við fréttastofu. Mikill munur á opinberum og almennum vinnumarkaði Þar sem að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði fái fleiri orlofsdaga ofan á styttri vinnuviku komi þessi ákvörðun honum spánskt fyrir sjónir. „Orlofsrétturinn er almennt um 30 dagar á opinberum vinnumarkaði, samanborið við um 24 á almennum vinnumarkaði. Vinnutímastyttingin sem ráðist var í á síðustu árum var einnig miklu meiri hjá hinu opinbera,“ segir Konráð. Hann telur einnig að varlega þurfi að fara í sakirnar þegar það kemur að vinnutímastyttingu. „Í úttekt á vegum fjármálaráðuneytisins á styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu virðist niðurstaðan vera að ávinningur af styttingu sé ekki jafn mikill og vonast var til. Þetta er bara mjög kostnaðarsamt.“ Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Hagstofan tilkynnti um lokunina í tilkynningu á Twitter. Í samtali við mbl.is segir Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri að fríið sé leið til að verðlauna starfsmenn fyrir vel unnin störf. Ekki sé veitt slíkt frí hvert ár en Hrafnhildur segir að fríið sé hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins setur spurningamerki við þessa ákvörðun Hagstofunnar. „Sex dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóg,“ skrifar Konráð á Twitter. 6 dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóghttps://t.co/6DLGcvoWjp— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) December 21, 2022 „Þetta óneitanlega skýtur skökku við, ég veit ekki til þess að heilu fyrirtækin bara loki á milli jóla og nýárs,“ segir Konráð í samtali við fréttastofu. Mikill munur á opinberum og almennum vinnumarkaði Þar sem að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði fái fleiri orlofsdaga ofan á styttri vinnuviku komi þessi ákvörðun honum spánskt fyrir sjónir. „Orlofsrétturinn er almennt um 30 dagar á opinberum vinnumarkaði, samanborið við um 24 á almennum vinnumarkaði. Vinnutímastyttingin sem ráðist var í á síðustu árum var einnig miklu meiri hjá hinu opinbera,“ segir Konráð. Hann telur einnig að varlega þurfi að fara í sakirnar þegar það kemur að vinnutímastyttingu. „Í úttekt á vegum fjármálaráðuneytisins á styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu virðist niðurstaðan vera að ávinningur af styttingu sé ekki jafn mikill og vonast var til. Þetta er bara mjög kostnaðarsamt.“
Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira