„Tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. desember 2022 22:39 Logi Geirsson er vægast sagt að verða spenntur fyrir komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images Óhætt er að segja að eftirvænting íslensku þjóðarinnar fyrir HM í handbolta sé orðin mikil. Logi Gerisson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, er líklega einn spenntasti maður landsins þessa dagana og hann var á línunni í seinasta þætti af Handkastinu. „Það er óhætt að segja það,“ sagði Logi, aðspurður að því hvort hann væri kominn með fiðring í mallakút eins og stjórnandi þáttarins, Arnar Daði Arnarsson, komst svo skemmtilega að orði. „Ég byrjaði að lýsa stórmótum stuttu eftir að ég hætti. Síðasta stórmótið mitt var EM 2010 þegar við fengum bronsið og eftir það hef ég bara verið í sjónvarpinu öll stórmót síðan.“ „Ég finn bara núna að þetta er öðruvísi. Núna er tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London. Við erum að fara á þetta heimsmeistaramót til að gera einhverja hluti og við erum bara bjartsýn. Við sjáum það bara að Norðmenn sem eru með lélegra lið en við að mínu mati, þeir eru að stefna á gullið. Við eigum bara að gera það líka.“ Þá vildi Arnar fá að heyra skoðun Loga á landsliðshópnum sem verður kynntur á morgun. Sjálfur var Arnar búinn að henda fram sínum pælingum á Twitter-síðu sinni þar sem hann veltir yfir sér ýmusm hlutum varðandi hópinn. Gummi Gumm tilkynnir HM landsliðshópinn sinn á fimmtudaginn. Spurningarmerkin eru fá en þau eru þó nokkur.A) Tekur hann 2 eða 3 markmenn?B) Hákon Daði, Orri Freyr eða Stiven?C) Donni eða Teitur?D) Teitur eða Óðinn?Það er 23 dagar í fyrsta leik Íslands á HM! #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) December 20, 2022 Logi tók sér góðan tíma í að velta þessu fyrir sér með Arnari, enda engar smá ákvarðanir sem Guðmundur Guðmundsson á fyrir höndum þegar kemur að því að velja landsliðshópinn. Logi var viss um að í hópnum yrðu þrír markmenn og ef hann væri í sætinu hans Gumma þá myndi hann taka Stiven Tobar Valencia með í staðinn fyrir Hákon Daða Styrmisson. Þá átti Logi erfitt með að velja á milli manna á hægri vængnum, en umræðuna, sem hefst eftir 37 mínútur, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: HM Handkastið x Pitturinn HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
„Það er óhætt að segja það,“ sagði Logi, aðspurður að því hvort hann væri kominn með fiðring í mallakút eins og stjórnandi þáttarins, Arnar Daði Arnarsson, komst svo skemmtilega að orði. „Ég byrjaði að lýsa stórmótum stuttu eftir að ég hætti. Síðasta stórmótið mitt var EM 2010 þegar við fengum bronsið og eftir það hef ég bara verið í sjónvarpinu öll stórmót síðan.“ „Ég finn bara núna að þetta er öðruvísi. Núna er tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London. Við erum að fara á þetta heimsmeistaramót til að gera einhverja hluti og við erum bara bjartsýn. Við sjáum það bara að Norðmenn sem eru með lélegra lið en við að mínu mati, þeir eru að stefna á gullið. Við eigum bara að gera það líka.“ Þá vildi Arnar fá að heyra skoðun Loga á landsliðshópnum sem verður kynntur á morgun. Sjálfur var Arnar búinn að henda fram sínum pælingum á Twitter-síðu sinni þar sem hann veltir yfir sér ýmusm hlutum varðandi hópinn. Gummi Gumm tilkynnir HM landsliðshópinn sinn á fimmtudaginn. Spurningarmerkin eru fá en þau eru þó nokkur.A) Tekur hann 2 eða 3 markmenn?B) Hákon Daði, Orri Freyr eða Stiven?C) Donni eða Teitur?D) Teitur eða Óðinn?Það er 23 dagar í fyrsta leik Íslands á HM! #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) December 20, 2022 Logi tók sér góðan tíma í að velta þessu fyrir sér með Arnari, enda engar smá ákvarðanir sem Guðmundur Guðmundsson á fyrir höndum þegar kemur að því að velja landsliðshópinn. Logi var viss um að í hópnum yrðu þrír markmenn og ef hann væri í sætinu hans Gumma þá myndi hann taka Stiven Tobar Valencia með í staðinn fyrir Hákon Daða Styrmisson. Þá átti Logi erfitt með að velja á milli manna á hægri vængnum, en umræðuna, sem hefst eftir 37 mínútur, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: HM Handkastið x Pitturinn
HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira