Tottenham kom til baka gegn Brentford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 14:30 Úr leik dagsins. Eddie Keogh/Getty Images Enska úrvalsdeildin í fótbolta fór af stað með pompi og prakt eftir nokkurra vikna frí vegna HM í Katar. Fyrsti leikur dagsins var leikur Brentford og Tottenham Hotspur en hann var vægast sagt spennandi, lokatölur 2-2. Athygli vakti að hinn 33 ára gamli Ivan Perišić var í byrjunarliði Tottenham í dag. Hann var lykilmaður í bronsliði Króatíu á HM og lék svo gott sem hverja einustu mínútu liðsins á mótinu. Liðið lauk leik á HM þann 17. desember síðastliðinn en Perišić var samt sem áður mættur til leiks í Lundúnum í dag. Most minutes by outfield players at the 2022 World Cup: 690 - Lionel Messi 690 - Nicolás Otamendi 690 - Jo ko Gvardiol 670 - Ivan Peri i Straight back to it. pic.twitter.com/4VroVjGP9L— Squawka (@Squawka) December 26, 2022 Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og skoraði Vitaly Janelt eftir rétt rúman stundarfjórðung. Staðan í hálfleik hefði getað verið mun verri fyrir gestina en mark Ivan Toney var dæmt af og staðan aðeins 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þó enska knattspyrnusambandið sé að rannsaka Toney fyrir brot á veðmálareglum sambandsins þá var hann samt sem áður í byrjunarliðinu í dag. Hann var hvergi nærri hættur þó mark hafi verið dæmt af en framherjinn tvöfaldaði forystu Brentford á 54. mínútu leiksins. 30 - Ivan Toney has been directly involved in 30 goals in his first 50 Premier League appearances (23 goals, seven assists); the most by an English player after 50 games in the competition since Jamie Vardy in 2015 (also 30). Level. pic.twitter.com/EvLUUhw3Fo— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Gestirnir gáfust þó ekki upp og Harry Kane minnkaði muninn rúmum tíu mínútum síðar. Það var svo Pierre-Emile Højbjerg sem jafnaði metin þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Kane átti skalla í þverslánna þegar lítið var eftir af leiknum en allt kom fyrir ekki og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. 10 - Harry Kane has now scored more Premier League goals on Boxing Day than any other player in the competition's history (10), scoring in all seven of his appearances on this day. Clockwork. pic.twitter.com/Kvnqwa1vpj— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Eftir jafntefli dagsins er Tottenham nú í 4. sæti með 30 stig að loknum 16 leikjum á meðan Brentford er með 20 stig í 9. sæti eftir jafn marga leiki. Enski boltinn Fótbolti
Enska úrvalsdeildin í fótbolta fór af stað með pompi og prakt eftir nokkurra vikna frí vegna HM í Katar. Fyrsti leikur dagsins var leikur Brentford og Tottenham Hotspur en hann var vægast sagt spennandi, lokatölur 2-2. Athygli vakti að hinn 33 ára gamli Ivan Perišić var í byrjunarliði Tottenham í dag. Hann var lykilmaður í bronsliði Króatíu á HM og lék svo gott sem hverja einustu mínútu liðsins á mótinu. Liðið lauk leik á HM þann 17. desember síðastliðinn en Perišić var samt sem áður mættur til leiks í Lundúnum í dag. Most minutes by outfield players at the 2022 World Cup: 690 - Lionel Messi 690 - Nicolás Otamendi 690 - Jo ko Gvardiol 670 - Ivan Peri i Straight back to it. pic.twitter.com/4VroVjGP9L— Squawka (@Squawka) December 26, 2022 Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og skoraði Vitaly Janelt eftir rétt rúman stundarfjórðung. Staðan í hálfleik hefði getað verið mun verri fyrir gestina en mark Ivan Toney var dæmt af og staðan aðeins 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þó enska knattspyrnusambandið sé að rannsaka Toney fyrir brot á veðmálareglum sambandsins þá var hann samt sem áður í byrjunarliðinu í dag. Hann var hvergi nærri hættur þó mark hafi verið dæmt af en framherjinn tvöfaldaði forystu Brentford á 54. mínútu leiksins. 30 - Ivan Toney has been directly involved in 30 goals in his first 50 Premier League appearances (23 goals, seven assists); the most by an English player after 50 games in the competition since Jamie Vardy in 2015 (also 30). Level. pic.twitter.com/EvLUUhw3Fo— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Gestirnir gáfust þó ekki upp og Harry Kane minnkaði muninn rúmum tíu mínútum síðar. Það var svo Pierre-Emile Højbjerg sem jafnaði metin þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Kane átti skalla í þverslánna þegar lítið var eftir af leiknum en allt kom fyrir ekki og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. 10 - Harry Kane has now scored more Premier League goals on Boxing Day than any other player in the competition's history (10), scoring in all seven of his appearances on this day. Clockwork. pic.twitter.com/Kvnqwa1vpj— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Eftir jafntefli dagsins er Tottenham nú í 4. sæti með 30 stig að loknum 16 leikjum á meðan Brentford er með 20 stig í 9. sæti eftir jafn marga leiki.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti