Bílastæðasjóður stelur jólunum frá fötluðum manni Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2022 14:23 Vilberg segist hafa gert allt samkvæmt bókinni, lagt í stæði sem merkt er fötluðum, enda er hann fatlaður eftir vinnuslys sem hann lenti í fyrir tíu árum, og bíll hans er merktur fötluðum manni. En allt kemur fyrir ekki, Bilastæðasjóður stendur fastur á sínu og mun engu ansa þar um fyrr en 4. janúar, starfsmenn Bílastæðasjóðs eru komnir í jólafrí. aðsend Vilberg Guðnason segir Bílastæðasjóð hafa stolið frá sér jólunum, pakkinn til eiginkonunnar verði því miður tómur þessi jólin. „Þökk sé“ sekt sem nemur 45 þúsund krónum, sekt sem stenst enga skoðun að sögn Vilbergs. Vilberg taldi sig vera að gera allt samkvæmt bókinni þegar hann lagði bíl sínum í stæði merkt fötluðum. Hann var með stöðukort sitt á sínum stað, í innanverðri framrúðunni. Vaskur stöðumælavörður en glámskyggn lét það ekki stöðva sig. Og laumaði sektarmiða undir rúðublaðið. Þetta gerðist ekki einu sinni í desember heldur þrisvar. Í miðborg Reykjavíkur. Sektirnar sem Vilberg stendur frammi fyrir því að greiða eru samtals 45 þúsund. Segir Bílastæðasjóð hata fatlaða Vilberg hefur reynt að fá sektina fellda niður á þeim forsendum að hér hafi stöðumælaverðir farið offari, hann hafi sannarlega verið í fullum rétti við að leggja bílnum í stæði merkt fötluðum, hann sé fatlaður eftir að hann lenti í vinnuslysi fyrir tíu árum. En allt kemur fyrir ekki. Bílastæðasjóður ber því við að stöðukortið hafi ekki verið sýnilegt, sem Vilberg segir fráleitar mótbárur. Og sýnir mynd því til staðfestingar. Kortið ætti ekki að fara neitt á milli mála. „Jájá, það er gaman fyrir öryrkja að borga 45 í sekt fyrir að leggja í stæði sem þú mátt leggja í. Ég fæ 80 þúsund frá Tryggingastofnun þannig að þetta er meirihlutinn af bótunum,“ segir Vilberg ósáttur og lái honum hver sem vill. Vilberg segir þetta þekkt vandamál, að fatlaðir séu rukkaðir með þessum hætti. Hann hefur í fjórgang kvartað undan hliðstæðum sektargreiðslum og Bílastæðasjóður hafi þá fallið frá sektinni. En nú vilja þeir standa fastir á sínu, sinni óskiljanlegu ákvörðun að mati Vilbergs. „Bílastæðasjóður hatar fatlaða, því þeir þurfa ekki að borga,“ segir Vilberg. Það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af þessu framferði. „Lögfræðingurinn sem er með þetta mál fyrir okkur, hefur fengið sekt fyrir að leggja í stæði merkt fötluðum. Hún er líka með stöðukort fatlaðra í framrúðunni. Hún fékk endurgreitt.“ Allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí og ekkert hægt að gera Einn umræddra sektarmiða. Þegar þau svo ætluðu að reyna að fá Bílastæðasjóð ofan af þessari ákvörðun, sem þau telja blasa við að sé augljóslega röng, það blasi við, steyttu þau á skeri. „Við hringdum í dag en þá fengum við þau svör að það yrði ekkert meira gert í þessu máli fyrr en í fyrsta lagi 4. janúar. Það væru allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí. Þetta er gaman eða hitt þó heldur,“ segir Vilberg. Hann segir að það hefði verið ódýrara fyrir sig að leggja ólöglega annars staðar því sérstakt sektarákvæði er að leggja í stæði merkt fötluðum. „Já, ef menn eru ekki með kort eins og ég er með,“ segir Vilberg sem reynir að halda í jólaskapið. En það verða engir pakkar. „Mamma er búin að kaupa í jólamatinn fyrir okkur þannig að ég fer nú ekki að slá hana fyrir því.“ Reykjavík Bílastæði Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vilberg taldi sig vera að gera allt samkvæmt bókinni þegar hann lagði bíl sínum í stæði merkt fötluðum. Hann var með stöðukort sitt á sínum stað, í innanverðri framrúðunni. Vaskur stöðumælavörður en glámskyggn lét það ekki stöðva sig. Og laumaði sektarmiða undir rúðublaðið. Þetta gerðist ekki einu sinni í desember heldur þrisvar. Í miðborg Reykjavíkur. Sektirnar sem Vilberg stendur frammi fyrir því að greiða eru samtals 45 þúsund. Segir Bílastæðasjóð hata fatlaða Vilberg hefur reynt að fá sektina fellda niður á þeim forsendum að hér hafi stöðumælaverðir farið offari, hann hafi sannarlega verið í fullum rétti við að leggja bílnum í stæði merkt fötluðum, hann sé fatlaður eftir að hann lenti í vinnuslysi fyrir tíu árum. En allt kemur fyrir ekki. Bílastæðasjóður ber því við að stöðukortið hafi ekki verið sýnilegt, sem Vilberg segir fráleitar mótbárur. Og sýnir mynd því til staðfestingar. Kortið ætti ekki að fara neitt á milli mála. „Jájá, það er gaman fyrir öryrkja að borga 45 í sekt fyrir að leggja í stæði sem þú mátt leggja í. Ég fæ 80 þúsund frá Tryggingastofnun þannig að þetta er meirihlutinn af bótunum,“ segir Vilberg ósáttur og lái honum hver sem vill. Vilberg segir þetta þekkt vandamál, að fatlaðir séu rukkaðir með þessum hætti. Hann hefur í fjórgang kvartað undan hliðstæðum sektargreiðslum og Bílastæðasjóður hafi þá fallið frá sektinni. En nú vilja þeir standa fastir á sínu, sinni óskiljanlegu ákvörðun að mati Vilbergs. „Bílastæðasjóður hatar fatlaða, því þeir þurfa ekki að borga,“ segir Vilberg. Það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af þessu framferði. „Lögfræðingurinn sem er með þetta mál fyrir okkur, hefur fengið sekt fyrir að leggja í stæði merkt fötluðum. Hún er líka með stöðukort fatlaðra í framrúðunni. Hún fékk endurgreitt.“ Allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí og ekkert hægt að gera Einn umræddra sektarmiða. Þegar þau svo ætluðu að reyna að fá Bílastæðasjóð ofan af þessari ákvörðun, sem þau telja blasa við að sé augljóslega röng, það blasi við, steyttu þau á skeri. „Við hringdum í dag en þá fengum við þau svör að það yrði ekkert meira gert í þessu máli fyrr en í fyrsta lagi 4. janúar. Það væru allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí. Þetta er gaman eða hitt þó heldur,“ segir Vilberg. Hann segir að það hefði verið ódýrara fyrir sig að leggja ólöglega annars staðar því sérstakt sektarákvæði er að leggja í stæði merkt fötluðum. „Já, ef menn eru ekki með kort eins og ég er með,“ segir Vilberg sem reynir að halda í jólaskapið. En það verða engir pakkar. „Mamma er búin að kaupa í jólamatinn fyrir okkur þannig að ég fer nú ekki að slá hana fyrir því.“
Reykjavík Bílastæði Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira