Varði aðfangadagskvöldi með ókunnugum strandaglópum í Keflavík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. desember 2022 18:50 Alexa ásamt öðrum strandaglópum. Þau þekktust ekkert í fyrradag en vörðu aðfangadegi saman. aðsend „Þetta var ekki alveg aðfangadagurinn sem ég átti von á,“ segir Alexa, bandarísk kona sem ætlaði einungis að millilenda hér á landi í tvo klukkutíma í gær en endaði á því að verja jólunum í Keflavík þar sem flugi hennar til Bandaríkjanna var aflýst vegna veðurs. Fimbulkuldi er nú víða í Bandaríkjunum og nær óveðrið yfir mikið landsvæði, allt frá Great Lakes nærri Kanada til Rio Grande við landamæri Mexíkó. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja því jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Tveir klukkutímar urðu sólarhringur Þá var nokkur fjöldi Bandaríkjamanna á heimleið til að verja jólunum þar í landi, en er þess í stað fastur víðs vegar um heim vegna veðursins. Ein þeirra er Alexa sem millilenti hér á landi í gær á leið frá Dublin til Seattle. Hún átti að dvelja á Keflavíkurflugvelli í tvo klukkutíma en þeir urðu nær tuttugu og fjórum. Ekki alveg aðfangadagurinn sem hún ímyndaði sér. „Ég ætlaði að dvelja með fjölskyldunni en ég hitti margt fólk svo þetta er allt í lagi,“ sagði Alexa Malick. Hún kynntist nefnilega öðrum strandaglópum sem festust hér á landi á leið þeirra til Bandaríkjanna. Þau ákváðu að verja jólunum saman. Í jólamatinn var vefja frá eina staðnum sem þau fundu sem var opinn í Keflavík í gær. Jólamatnum var bjargað í Keflavík.aðsend „Við fundum einn veitingastað sem var opinn í bænum þar sem flugstöðin er. Ég fékk mér vefju. Við fengum okkur svo bjór á hótelinu. Síðan fór ég í háttinn um miðnætti og óskaði fjölskyldu minni gleðilegra jóla frá Íslandi. Síðan leið ég út af eftir langan ferðadag.“ Jólakraftaverk? Þegar við spjölluðum við Alexu var hún komin aftur á flugvöllinn og við það að ganga um borð í vélina á leið heim. Og fyrir tilviljun lenti hún í sæti við hliðina á tveimur af þessum nýju vinum sem borðuðu með henni jólamatinn í gær. Jól Fréttir af flugi Veður Reykjanesbær Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fimbulkuldi er nú víða í Bandaríkjunum og nær óveðrið yfir mikið landsvæði, allt frá Great Lakes nærri Kanada til Rio Grande við landamæri Mexíkó. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja því jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Tveir klukkutímar urðu sólarhringur Þá var nokkur fjöldi Bandaríkjamanna á heimleið til að verja jólunum þar í landi, en er þess í stað fastur víðs vegar um heim vegna veðursins. Ein þeirra er Alexa sem millilenti hér á landi í gær á leið frá Dublin til Seattle. Hún átti að dvelja á Keflavíkurflugvelli í tvo klukkutíma en þeir urðu nær tuttugu og fjórum. Ekki alveg aðfangadagurinn sem hún ímyndaði sér. „Ég ætlaði að dvelja með fjölskyldunni en ég hitti margt fólk svo þetta er allt í lagi,“ sagði Alexa Malick. Hún kynntist nefnilega öðrum strandaglópum sem festust hér á landi á leið þeirra til Bandaríkjanna. Þau ákváðu að verja jólunum saman. Í jólamatinn var vefja frá eina staðnum sem þau fundu sem var opinn í Keflavík í gær. Jólamatnum var bjargað í Keflavík.aðsend „Við fundum einn veitingastað sem var opinn í bænum þar sem flugstöðin er. Ég fékk mér vefju. Við fengum okkur svo bjór á hótelinu. Síðan fór ég í háttinn um miðnætti og óskaði fjölskyldu minni gleðilegra jóla frá Íslandi. Síðan leið ég út af eftir langan ferðadag.“ Jólakraftaverk? Þegar við spjölluðum við Alexu var hún komin aftur á flugvöllinn og við það að ganga um borð í vélina á leið heim. Og fyrir tilviljun lenti hún í sæti við hliðina á tveimur af þessum nýju vinum sem borðuðu með henni jólamatinn í gær.
Jól Fréttir af flugi Veður Reykjanesbær Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira