Skíðafólk á höfuðborgarsvæðinu getur glaðst yfir áformum rekstrarstjóra skíðasvæðisins í Bláfjöllum sem stefnur á að opna svæðið á morgun. Skíðasvæðið er gjörbreytt en framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í vor þar sem tveimur nýjum stólalyftum hefur verið komið fyrir. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins segir að brekkan við Drottninguna sé tilbúin, en starfsfólk hefur undanfarið fært snjó af kappi.
„Þeir eru búnir að leggja dag við nótt að ýta snjó og velta snjó, búa til þessa brekku fyrir okkur. Við ætlum að reyna þetta á morgun.“
Brekkan við Kónginn er þó ekki tilbúin þar sem enginn snjór er á öxlinni. „Við tímum ekki að fletja hann út. Við viljum frekar bíða fram yfir helgi því það á að snjóa meira“
Hlusta má á viðtal við Einar í bítinu hér að neðan.