Currywurst ekki lengur uppáhaldsskyndibiti Þjóðverja Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2022 13:28 Currywurst hefur lengi verið uppáhaldsskyndibiti Þjóðverja. En ekki lengur. Getty Ný skoðanakönnun bendir til að Þjóðverjar séu í auknum mæli að snúa baki við hefðbundnum þýskum pylsum þegar kemur að vali á skyndibita. Aldur svarenda virðist þó ráða miklu þegar kemur að valinu. Ný könnun YouGov fyrir fréttaveituna dpa sýnir að döner kebab sé nú vinsælandi skyndibiti Þjóðverja og hafi þar með tekið fram úr „currywurst“ – þýskri pylsu með karrítómatsósu og karríkryddi. Um 45 prósent svarenda segja að þeir myndu frekar fá sér döner – sem tyrkneskir innflytjendur kynntu fyrir Þjóðverjum á áttunda áratugnum – en currywurst sem hefur áratugum saman verið fyrsta val flestra Þjóðverja þegar kemur að skyndibita. Könnunin sýnir að 37 prósent aðspurðra myndu frekar velja currywurst en döner. Fimmtán prósent aðspurðra sögðust myndu velja hvorugt. Sveittur döner í vinnslu.Getty Kynslóðabilið kom þó berlega í ljós í könnuninni þar sem meirihluti fólks, 55 ára og eldri, sagðist frekar velja currywurst. 57 prósent aðspurðra í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára, sagðist hins vegar frekar velja döner, en einungis 21 prósent currywurst. Könnunin leiddi sömuleiðis í ljós að konur væru líklegri til að velja döner, frekar en currywurst. Hagstofa Þýskalands sýnir að alls eru um 40 þúsund dönerveitingastaðir í Þýskalandi og þar af fjögur þúsund í höfuðborginni Berlín. Þýskaland Matur Skoðanakannanir Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Ný könnun YouGov fyrir fréttaveituna dpa sýnir að döner kebab sé nú vinsælandi skyndibiti Þjóðverja og hafi þar með tekið fram úr „currywurst“ – þýskri pylsu með karrítómatsósu og karríkryddi. Um 45 prósent svarenda segja að þeir myndu frekar fá sér döner – sem tyrkneskir innflytjendur kynntu fyrir Þjóðverjum á áttunda áratugnum – en currywurst sem hefur áratugum saman verið fyrsta val flestra Þjóðverja þegar kemur að skyndibita. Könnunin sýnir að 37 prósent aðspurðra myndu frekar velja currywurst en döner. Fimmtán prósent aðspurðra sögðust myndu velja hvorugt. Sveittur döner í vinnslu.Getty Kynslóðabilið kom þó berlega í ljós í könnuninni þar sem meirihluti fólks, 55 ára og eldri, sagðist frekar velja currywurst. 57 prósent aðspurðra í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára, sagðist hins vegar frekar velja döner, en einungis 21 prósent currywurst. Könnunin leiddi sömuleiðis í ljós að konur væru líklegri til að velja döner, frekar en currywurst. Hagstofa Þýskalands sýnir að alls eru um 40 þúsund dönerveitingastaðir í Þýskalandi og þar af fjögur þúsund í höfuðborginni Berlín.
Þýskaland Matur Skoðanakannanir Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira