Lífið samstarf

Streymisveitan Stöð2+ slær met

Stöð2+
Stod2+

Streymisveitan Stöð 2+ hefur slegið met í áskriftum núna í desember. 45 þúsund heimili njóta nú þess sem veitan hefur upp á að bjóða. Stöð 2+ hefur á árinu aukið verulega við úrval sitt, bæði af vönduðu íslensku sjónvarps- og barnaefni og sömuleiðis evrópsku og alþjóðlegu gæðaefni.

„Við gætum varla verið glaðari því það er ekki sjálfgefið að vera með 45 þúsund heimili í áskrift. Við höfum framleitt meira af íslensku efni en nokkru sinni áður og getum þakkað því árangurinn. Sömuleiðis höfum við sett aukna áherslu á sjónvarpsefni frá Bretlandi og Skandinavíu en einnig annað evrópskt gæðaefni, t.d. frá Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Við sjáum að áskrifendur okkar vilja slíkt efni enda gæðin framúrskarandi,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn.

„Við höfum að auki þróað viðmótið á Stöð 2+ til að stuðla að framúrskarandi upplifun fyrir áskrifendur okkar. Við erum fullviss um að allir okkar notendur verða ánægðir með uppfærslur á næsta ári.“

Samkeppni er mikil á meðal streymisveitna og því mikilvægt að skapa sér sérstöðu með fjölbreyttu efni. Vöxturinn í vetur hefur meðal annars verið knúinn áfram af vinsælum innlendum þáttum á borð við Gulla byggi, Leitin að upprunanum, Stóra sviðið, Kviss og Idol.

Árið 2023 byrjar með krafti þar sem þáttaraðir á borð við Heimsókn, Baklandið og verðlaunuðu þættina Tónlistarmennirnir okkar hefjast aftur með nýjum þáttaröðum samhliða tónlistarveislunni Idol þar sem spennan magnast í beinni útsendingu á föstudagskvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.