Reyðfirðingar aftur komnir með rafmagn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2022 14:26 Frá Reyðarfirði. Álverið er þó beintengt Kárahnjúkavirkjun og bilunin í dag hafði engin áhrif á starfsemi þess. Vísir/arnar Rafmagn er komið aftur á á Reyðarfirði eftir alvarlega bilun í morgun. Rafmagnslaust var í bænum í um sex klukkustundir og hiti fór af húsum. Örvar Ármannsson deildarstjóri netreksturs Rariks á Austurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að rafmagni hafi verið komið aftur á. Bilun sem kom upp í spenni á Stuðlum hafi verið greind og ákveðið hafi verið að setja spenninn í gang aftur. „Við erum samt ekki að treysta honum alveg hundrað prósent, það er ákveðinn fyrirvari á því að þetta tolli inni,“ segir Örvar. Unnið sé að ráðstöfunum sem grípa megi til, detti spennirinn út aftur. Áður hafði verið óttast að spennirinn væri það illa skemmdur að ekki væri hægt að koma honum í gagnið á ný. Uppfært klukkan 15:45 Fram kemur í tilkynningu frá RARIK að klukkan 13:45 hafi allir almennir viðskiptavinir verið komnir með rafmagn á Reyðarfirði og nágrenni. „Það er ekki alveg ljóst hvers vegna spennirinn leysti út og það mál þarf að skoða betur. Vísbendingar eru um að bilunin sé enn til staðar. Það gæti þurft að fara í frekari aðgerðir til að kanna það nánar. Því getur fylgt tímabundið rafmagnsleysi. Allt skipulagt rafmagnsleysi verður tilkynnt til viðskiptavina sem fyrir því verða. Það er verið að flytja varaafl og varaspenni á svæðið sem verður til taks þar til reksturinn er kominn í eðlilegt ástand aftur. Einnig verður undirbúinn sá möguleiki að geta tengst við spenni Landsnets með stuttum fyrirvara ef á þarf að halda. RARIK biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið íbúum á svæðinu og þakkar góða samvinnu við þá sem hafa aðstoðað okkur í þessu máli.“ Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Örvar Ármannsson deildarstjóri netreksturs Rariks á Austurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að rafmagni hafi verið komið aftur á. Bilun sem kom upp í spenni á Stuðlum hafi verið greind og ákveðið hafi verið að setja spenninn í gang aftur. „Við erum samt ekki að treysta honum alveg hundrað prósent, það er ákveðinn fyrirvari á því að þetta tolli inni,“ segir Örvar. Unnið sé að ráðstöfunum sem grípa megi til, detti spennirinn út aftur. Áður hafði verið óttast að spennirinn væri það illa skemmdur að ekki væri hægt að koma honum í gagnið á ný. Uppfært klukkan 15:45 Fram kemur í tilkynningu frá RARIK að klukkan 13:45 hafi allir almennir viðskiptavinir verið komnir með rafmagn á Reyðarfirði og nágrenni. „Það er ekki alveg ljóst hvers vegna spennirinn leysti út og það mál þarf að skoða betur. Vísbendingar eru um að bilunin sé enn til staðar. Það gæti þurft að fara í frekari aðgerðir til að kanna það nánar. Því getur fylgt tímabundið rafmagnsleysi. Allt skipulagt rafmagnsleysi verður tilkynnt til viðskiptavina sem fyrir því verða. Það er verið að flytja varaafl og varaspenni á svæðið sem verður til taks þar til reksturinn er kominn í eðlilegt ástand aftur. Einnig verður undirbúinn sá möguleiki að geta tengst við spenni Landsnets með stuttum fyrirvara ef á þarf að halda. RARIK biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið íbúum á svæðinu og þakkar góða samvinnu við þá sem hafa aðstoðað okkur í þessu máli.“
Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47
Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54