Þótti eiginmaðurinn óþolandi í tíu ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 07:44 Obama hefur verið á ferðalagi að kynna nýjustu bók sína. Getty/ABA/Derek White Michelle Obama þoldi ekki eiginmann sinn Barack í um það bil tíu ár, á meðan dætur þeirra voru ungar. Frá þessu greindi fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna í viðtali við Revolt TV í síðustu viku. Obama sagði barnauppeldið hafa tekið sinn toll af hjónabandinu, ekki síst vegna þess hversu álaginu af umönnun dætrana var misskipt. Bæði Michelle og Barack voru á framabraut þegar dæturnar fæddust en Michelle sat eftir heima með börnin á meðan stjarna Barack reis innan Demókrataflokksins. „Og í tíu ár, á sama tíma og við vorum að byggja starfsferil okkar og hafa áhyggjur af skólanum og hver er að gera hvað, þá var ég bara... ugh, þetta er ekki jafnt,“ sagði Michelle. „Og gettu hvað? Hjónaband er ekki 50/50, aldrei nokkurn tímann.“ Michelle sagði hlutfallið stundum 70/30, stundum 60/40, þegar kæmi að umönnun dætranna. En þrátt fyrir allt þá væru tíu erfið ár af þrjátíu ekki svo slæmt. Obama er nú að kynna bók sína The Light We Carry og hefur vakið athygli fyrir breytt útlit. Á meðan hún var forsetafrú klæddist hún jafnan vel sniðnum kjólum, gjarnan eftir unga og upprennandi hönnuði. Þá vakti hún athygli fyrir sterklega upphandleggi sína, sem hún var ófeimin við að sýna. Við kynningu bókarinnar hefur hún hins vegar klæðst meira ögrandi fatnaði, ef svo má að orði komast, og leyft sér að leika sér með hárið á sér. Nokkuð sem hún gerði aldrei í Hvíta húsinu, þar sem hún taldi bandarísku þjóðina ekki reiðubúna fyrir forsetafrú með hefðbundnar svartar hárgreiðslur. Hún hefur einnig tjáð sig um börnin sín... ja, eða börn almennt. „Litlir krakkar; þeir eru eins og hryðjuverkamenn. Þeir gera kröfur. Þeir tala ekki. Þeir eiga erfitt með tjáskipti. Þeir eru alltaf grátandi.“ Barack Obama Bandaríkin Börn og uppeldi Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
Obama sagði barnauppeldið hafa tekið sinn toll af hjónabandinu, ekki síst vegna þess hversu álaginu af umönnun dætrana var misskipt. Bæði Michelle og Barack voru á framabraut þegar dæturnar fæddust en Michelle sat eftir heima með börnin á meðan stjarna Barack reis innan Demókrataflokksins. „Og í tíu ár, á sama tíma og við vorum að byggja starfsferil okkar og hafa áhyggjur af skólanum og hver er að gera hvað, þá var ég bara... ugh, þetta er ekki jafnt,“ sagði Michelle. „Og gettu hvað? Hjónaband er ekki 50/50, aldrei nokkurn tímann.“ Michelle sagði hlutfallið stundum 70/30, stundum 60/40, þegar kæmi að umönnun dætranna. En þrátt fyrir allt þá væru tíu erfið ár af þrjátíu ekki svo slæmt. Obama er nú að kynna bók sína The Light We Carry og hefur vakið athygli fyrir breytt útlit. Á meðan hún var forsetafrú klæddist hún jafnan vel sniðnum kjólum, gjarnan eftir unga og upprennandi hönnuði. Þá vakti hún athygli fyrir sterklega upphandleggi sína, sem hún var ófeimin við að sýna. Við kynningu bókarinnar hefur hún hins vegar klæðst meira ögrandi fatnaði, ef svo má að orði komast, og leyft sér að leika sér með hárið á sér. Nokkuð sem hún gerði aldrei í Hvíta húsinu, þar sem hún taldi bandarísku þjóðina ekki reiðubúna fyrir forsetafrú með hefðbundnar svartar hárgreiðslur. Hún hefur einnig tjáð sig um börnin sín... ja, eða börn almennt. „Litlir krakkar; þeir eru eins og hryðjuverkamenn. Þeir gera kröfur. Þeir tala ekki. Þeir eiga erfitt með tjáskipti. Þeir eru alltaf grátandi.“
Barack Obama Bandaríkin Börn og uppeldi Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira