„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 09:01 Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. „Ég er fullur eftirvæntingar eins og örugglega allir leikmenn liðsins. Þetta er spennandi mót en við erum í mjög erfiðum riðli,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á HM. „Við drengirnir ræddum saman áðan og hjá okkur er þetta gamla klisjan; við tökum einn leik fyrir í einu.“ Eftir gott gengi á EM fyrir ári eru miklar væntingar gerða til íslenska liðsins á HM. Guðmundur biður fólk samt um að fara ekki fram úr sér. „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu, allir sem að þessu koma. Það er voða auðvelt að tala þetta upp í hæstu hæðir fyrir mót. Ég er ekki vanur því og geri ekki breytingu á því. Ég er vanur að hafa fyrir hlutunum og við þurfum að taka eitt skref í einu. Þessi riðill er mjög snúinn,“ sagði Guðmundur. „Það er fínt ef fólk er með væntingar en við ætlum að vinna þetta mjög faglega og áttum okkur á að við erum að fara í hörkuverkefni.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundur segir að ástandið á íslenska hópnum sé gott. „Það hafa verið undir mismiklu álagi getum við sagt. Sumir hafa verið undir gríðarlegu álagi þannig að við þurfum að huga að því. Að öðru leyti er staðan á hópnum góð. Það eru samt menn sem hafa verið meiddir í aðdragandanum og þurfa að komast á skrið núna. Það er eitthvað sem við vonum að gerist.“ Guðmundur segir að íslenska liðið muni leggja mikla rækt við varnarleikinn fyrir HM. „Það sem er alltaf með landslið, og var síðast, er að ná varnarleiknum í það horf sem þarf að vera og honum þarf að fylgja góð markvarsla,“ sagði Guðmundur. „Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum. Við höfum mikla sóknargetu. Varnarleikurinn er mjög mikilvægur í nútímahandbolta og við þurfum að ná honum upp.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
„Ég er fullur eftirvæntingar eins og örugglega allir leikmenn liðsins. Þetta er spennandi mót en við erum í mjög erfiðum riðli,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á HM. „Við drengirnir ræddum saman áðan og hjá okkur er þetta gamla klisjan; við tökum einn leik fyrir í einu.“ Eftir gott gengi á EM fyrir ári eru miklar væntingar gerða til íslenska liðsins á HM. Guðmundur biður fólk samt um að fara ekki fram úr sér. „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu, allir sem að þessu koma. Það er voða auðvelt að tala þetta upp í hæstu hæðir fyrir mót. Ég er ekki vanur því og geri ekki breytingu á því. Ég er vanur að hafa fyrir hlutunum og við þurfum að taka eitt skref í einu. Þessi riðill er mjög snúinn,“ sagði Guðmundur. „Það er fínt ef fólk er með væntingar en við ætlum að vinna þetta mjög faglega og áttum okkur á að við erum að fara í hörkuverkefni.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundur segir að ástandið á íslenska hópnum sé gott. „Það hafa verið undir mismiklu álagi getum við sagt. Sumir hafa verið undir gríðarlegu álagi þannig að við þurfum að huga að því. Að öðru leyti er staðan á hópnum góð. Það eru samt menn sem hafa verið meiddir í aðdragandanum og þurfa að komast á skrið núna. Það er eitthvað sem við vonum að gerist.“ Guðmundur segir að íslenska liðið muni leggja mikla rækt við varnarleikinn fyrir HM. „Það sem er alltaf með landslið, og var síðast, er að ná varnarleiknum í það horf sem þarf að vera og honum þarf að fylgja góð markvarsla,“ sagði Guðmundur. „Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum. Við höfum mikla sóknargetu. Varnarleikurinn er mjög mikilvægur í nútímahandbolta og við þurfum að ná honum upp.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira