„Er mættur til að vinna bikarinn“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. janúar 2023 23:20 Ahmad Gilbert ætlar sér að verða bikarmeistari með Stjörnunni Sunnlenska.is/Guðmundur Karl Stjarnan tapaði gegn Val eftir framlengdan leik 76-80. Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks en hann fór á lán til Stjörnunnar frá Hrunamönnum en mun leika með Hrunamönnum annað kvöld. „Það munaði ekki miklu í kvöld. Þetta var góður leikur þar sem liðin skiptust á körfum og það var bara liðið sem átti síðasta skotið sem vann leikinn,“ sagði Ahmad Gilbert eftir leik. Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni fyrir leik en hann mun á rúmri viku skipta fjórum sinnum um lið. Gilbert kom til Stjörnunnar á láni frá Hrunamönnum. Gilbert lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í kvöld en hann mun spila með Hrunamönnum á morgun en fer síðan aftur á lán í Stjörnuna til að spila með þeim í VÍS-bikarnum. „Þetta var minn fyrsti leikur fyrir Stjörnuna og ég er ánægður með liðið. Ég verð að finna mitt hlutverk betur og ég er bara í Stjörnunni til að vinna bikarinn.“ Gilbert sagðist ekki hafa lesið umræðuna um skipti sín yfir í Stjörnuna en vissi af umræðunni sem fór af stað. „Ég skil ekki íslensku og get ekki lesið miðlana en ég vissi að þetta var mikið mál. En þetta er körfubolti og ég tek einn leik í einu. „Í kvöld spiluðum við gegn besta varnarliði deildarinnar að mínu mati og ég hef spilað áður við Val í bikarnum. Mér finnst ekki mikill munur á deildunum en ég var bara að koma í nýtt lið og umhverfi. Núna er þessi leikur búinn og ég er klár í að spila með Stjörnunni í bikarnum.“ Gilbert spilar með Hrunamönnum á morgun gegn Skallagrími og hann ætlar að hugsa vel um sig fram að leik. „Ég ætla að teygja og drekka mikið vatn ekkert meira en það,“ sagði Ahmad Gilbert að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
„Það munaði ekki miklu í kvöld. Þetta var góður leikur þar sem liðin skiptust á körfum og það var bara liðið sem átti síðasta skotið sem vann leikinn,“ sagði Ahmad Gilbert eftir leik. Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni fyrir leik en hann mun á rúmri viku skipta fjórum sinnum um lið. Gilbert kom til Stjörnunnar á láni frá Hrunamönnum. Gilbert lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í kvöld en hann mun spila með Hrunamönnum á morgun en fer síðan aftur á lán í Stjörnuna til að spila með þeim í VÍS-bikarnum. „Þetta var minn fyrsti leikur fyrir Stjörnuna og ég er ánægður með liðið. Ég verð að finna mitt hlutverk betur og ég er bara í Stjörnunni til að vinna bikarinn.“ Gilbert sagðist ekki hafa lesið umræðuna um skipti sín yfir í Stjörnuna en vissi af umræðunni sem fór af stað. „Ég skil ekki íslensku og get ekki lesið miðlana en ég vissi að þetta var mikið mál. En þetta er körfubolti og ég tek einn leik í einu. „Í kvöld spiluðum við gegn besta varnarliði deildarinnar að mínu mati og ég hef spilað áður við Val í bikarnum. Mér finnst ekki mikill munur á deildunum en ég var bara að koma í nýtt lið og umhverfi. Núna er þessi leikur búinn og ég er klár í að spila með Stjörnunni í bikarnum.“ Gilbert spilar með Hrunamönnum á morgun gegn Skallagrími og hann ætlar að hugsa vel um sig fram að leik. „Ég ætla að teygja og drekka mikið vatn ekkert meira en það,“ sagði Ahmad Gilbert að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira