Lífið

Hefur ekki borðað í fjóra daga og líður bara vel

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sigurður Örn Ragnarsson nýbúinn að rjúfa borðann sem fyrsti maður í mark í Ironman í Barcelona.
Sigurður Örn Ragnarsson nýbúinn að rjúfa borðann sem fyrsti maður í mark í Ironman í Barcelona. triathlon.is

„Ég er ótrúlega góður,“ segir Sigurður Örn Ragnarsson sem fastað hefur síðan í kvöldmatnum á mánudag. Borðar hann ekkert og drekkur eingöngu vatn. Hann ræddi uppátækið við Ósk Gunnars á FM957 fyrr í dag. 

„Þetta er mjög furðulegt en bestu dagarnir eru yfirleitt dagur þrjú og fjögur,“ útskýrir Sigurður. Hann segir að svona langar föstur henti þó alls ekki öllum. 

„Þetta er endilega eitthvað sem allir ættu að gera.“

Hann segir að rannsóknir sýni að á þriðja degi í svona vatnsföstu fari af stað ákveðnir viðgerðarferlar í líkamanum sem geti haft jákvæð áhrif.

„Fyrsti dagurinn hjá mér er pínu strembinn og um kvöldmatarleyti á degi tvö.“

Sigurður segir að hann sé búinn að léttast um fjögur kíló síðan í byrjun föstunnar en helmingur af því sé bara vatn.  Í viðtalinu talaði hann meðal annars um sigur sinn í Járnkarlinum í Barcelona í október og ýmislegt tengt föstum. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.