„Bara himnaríki að sitja í svona græju“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2023 07:01 Troðarinn treður spor fyrir gönguskíðafólk og treður gönguleið fyrir göngugarpa á sama tíma. Vísir/Tryggvi Skíðagöngukappar og göngugarpar í nágrenni Akureyrar geta skíðað og gengið sem aldrei fyrr eftir að glænýr snjótroðari af bestu gerð var tekin í notkun í Kjarnaskógi um helgina. Kjarnaskógur við Akureyri er sannkölluð útivistarperla, ekki síst á veturna þökk sé ötullum starfsmönnum Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem sjá um að halda gönguleiðum opnum og útbúa spor fyrir gönguskíði. Allt þetta verður mun auðveldara nú þegar glænýr troðari af bestu gerð tekur við mun eldra tæki. Munurinn á tækjunum er mikill. „Ætli það sé nú ekki himinn og haf bara. Þetta er bara nýr troðari af bestu gerð með besta búnaði og hann á eftir að breyta miklu fyrir okkur hérna í Kjarnaskógi,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sem hefur verið manna duglegastur við að sinna gönguskíðafólki í skóginum. Munurinn mun sjást frá fyrsta degi. „Það verður mikla betra spor, breiðari brautir og bara betur lagt,“ segir Ingólfur. Og aðrir útivistargarpar græða líka. „Við samnýtum brautirnar hérna. Þetta snýst ekki bara um skíðamenn. Nú ganga allir úti einhvers staðar fjórum sinnum í viku og þetta víkkar um þannig að menn hafa bara meira pláss til að athafna sig í brautunum hérna,“ segir Ingólfur. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er í skýjunum með nýja troðarann.Vísir/Tryggvi Útbúnaður troðarans gerir það að verkum að hægt verður að halda góðu skíðagönguspori lengur en ella. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta haldið skóginum opnum allt árið. Svona mannvirki, það snjóar mikið hérna á Akureyri og það væri bara lokað hér frá október og fram í júní ef að brautir væru ekki gerðar klárar,“ segir Ingólfur. Troðarinn var prufukeyrður á föstudaginn og fékk fréttamaður að fylgjast með Ingólfi læra á nýja tækið. „Eins og þú sérð ég mjög einbeittur við aksturinn. Margir nýjar takkar sem þarf að læra á. Þetta er náttúrulega bara himnaríki að sitja í svona græju,“ segir Ingólfur. Troðarinn lætur snjóinn ekki stoppa sig.Vísir/Tryggvi Aðeins tók um eitt ár að safna þeim um það bil fjörutíu milljónum sem þurfti til að kaupa troðarann „Mér þótti svakalega vænt um hvað samfélagið allt tók þátt. Bara notendurnir hérna með sínar fjárhæðir, fyrirtækin stór, lítil og samfélagið allt bara lagði í þetta mál og græjaði þetta og hér erum við eftir það.“ Skógrækt og landgræðsla Skíðasvæði Akureyri Eyjafjarðarsveit Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Kjarnaskógur við Akureyri er sannkölluð útivistarperla, ekki síst á veturna þökk sé ötullum starfsmönnum Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem sjá um að halda gönguleiðum opnum og útbúa spor fyrir gönguskíði. Allt þetta verður mun auðveldara nú þegar glænýr troðari af bestu gerð tekur við mun eldra tæki. Munurinn á tækjunum er mikill. „Ætli það sé nú ekki himinn og haf bara. Þetta er bara nýr troðari af bestu gerð með besta búnaði og hann á eftir að breyta miklu fyrir okkur hérna í Kjarnaskógi,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sem hefur verið manna duglegastur við að sinna gönguskíðafólki í skóginum. Munurinn mun sjást frá fyrsta degi. „Það verður mikla betra spor, breiðari brautir og bara betur lagt,“ segir Ingólfur. Og aðrir útivistargarpar græða líka. „Við samnýtum brautirnar hérna. Þetta snýst ekki bara um skíðamenn. Nú ganga allir úti einhvers staðar fjórum sinnum í viku og þetta víkkar um þannig að menn hafa bara meira pláss til að athafna sig í brautunum hérna,“ segir Ingólfur. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er í skýjunum með nýja troðarann.Vísir/Tryggvi Útbúnaður troðarans gerir það að verkum að hægt verður að halda góðu skíðagönguspori lengur en ella. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta haldið skóginum opnum allt árið. Svona mannvirki, það snjóar mikið hérna á Akureyri og það væri bara lokað hér frá október og fram í júní ef að brautir væru ekki gerðar klárar,“ segir Ingólfur. Troðarinn var prufukeyrður á föstudaginn og fékk fréttamaður að fylgjast með Ingólfi læra á nýja tækið. „Eins og þú sérð ég mjög einbeittur við aksturinn. Margir nýjar takkar sem þarf að læra á. Þetta er náttúrulega bara himnaríki að sitja í svona græju,“ segir Ingólfur. Troðarinn lætur snjóinn ekki stoppa sig.Vísir/Tryggvi Aðeins tók um eitt ár að safna þeim um það bil fjörutíu milljónum sem þurfti til að kaupa troðarann „Mér þótti svakalega vænt um hvað samfélagið allt tók þátt. Bara notendurnir hérna með sínar fjárhæðir, fyrirtækin stór, lítil og samfélagið allt bara lagði í þetta mál og græjaði þetta og hér erum við eftir það.“
Skógrækt og landgræðsla Skíðasvæði Akureyri Eyjafjarðarsveit Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira