Héldu verðlaunaafhendinguna án sigurvegarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 11:01 Hin finnska Kerttu Niskanen og hin norska Tiril Udnes Weng lentu í öðru og þriðja sæti og fengu að stíga upp á pallinn en enn sigurvegarinn Frida Karlsson. AP/Alessandro Trovati Sænska skíðagöngukonan Frida Karlsson tryggði sér um helgina sigur í Tour de Ski skíðagöngukeppninni sem lauk á Ítalíu í gær. Tour de Ski er röð sjö skíðagöngumóta á stuttum tíma þar sem er keppt í hinum ýmsu tegundum gangna en mótið fór að þessu sinni fram frá 31. desember til 8. janúar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Karlsson komst á toppinn í heildarstöðunni eftir sigur sinn á þriðja mótinu og hélt toppsætinu út keppnina. Karlsson kláraði á endanum 33,2 sekúndum á undan Kerttu Niskanen frá Finnlandi og það mátti því ekki miklu muna. Karlsson keyrði sig algjörlega út á lokasprettinum og hneig niður úrvinda í markinu. Hún þurfti aðstoð og var tekin afsíðis á meðan hún jafnaði sig. Það var þá sem hlutirnir fóru í undarlega átt. Oftast hefur það þótt lykilatriði að sigurvegarinn mæti á verðlaunaafhendingu en Ítalirnir voru ekki að láta það trufla sig. Í stað þess að bíða eftir að Karlsson væri búin að jafna sig eftir gönguna þá héldu þeir verðlaunaafhendinguna án þeirrar skíðagöngukonu sem fékk gullið. Það var því frekar asnalegt að horfa á þessa verðlaunaafhendingu sem átti að vera hápunktur keppninnar en var þá sem mótshaldarar buðu upp á skrautlega hluti. „Það er svolítið leiðinlegt að ég missti af verðlaunaafhendingunni,“ sagði Frida Karlsson við Aftonbladet eftir að hún hafði náð að jafna sig. Alþjóða skíðasambandið fékk líka á sig mikla gagnrýni um af hverju ekki hafi verið hægt að seinka þessari verðlaunaafhendingu. „Við hugsuðum um hvað væri bæst að gera í stöðunni en þær upplýsingar sem við fengum var að Frida myndi ekki komast strax á fætur aftur. Við þurftum að huga um sjónvarpsstöðvarnar og að karlakeppnina væri síðan að hefjast strax í kjölfarið. Það voru líka aðrir keppendur sem þurfti að hugsa um,“ sagði Doris Kallen umsjónarkona keppninnar á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Frida Karlsson fékk þó verðlaunagripinn sinn að lokum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Skíðaíþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Tour de Ski er röð sjö skíðagöngumóta á stuttum tíma þar sem er keppt í hinum ýmsu tegundum gangna en mótið fór að þessu sinni fram frá 31. desember til 8. janúar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Karlsson komst á toppinn í heildarstöðunni eftir sigur sinn á þriðja mótinu og hélt toppsætinu út keppnina. Karlsson kláraði á endanum 33,2 sekúndum á undan Kerttu Niskanen frá Finnlandi og það mátti því ekki miklu muna. Karlsson keyrði sig algjörlega út á lokasprettinum og hneig niður úrvinda í markinu. Hún þurfti aðstoð og var tekin afsíðis á meðan hún jafnaði sig. Það var þá sem hlutirnir fóru í undarlega átt. Oftast hefur það þótt lykilatriði að sigurvegarinn mæti á verðlaunaafhendingu en Ítalirnir voru ekki að láta það trufla sig. Í stað þess að bíða eftir að Karlsson væri búin að jafna sig eftir gönguna þá héldu þeir verðlaunaafhendinguna án þeirrar skíðagöngukonu sem fékk gullið. Það var því frekar asnalegt að horfa á þessa verðlaunaafhendingu sem átti að vera hápunktur keppninnar en var þá sem mótshaldarar buðu upp á skrautlega hluti. „Það er svolítið leiðinlegt að ég missti af verðlaunaafhendingunni,“ sagði Frida Karlsson við Aftonbladet eftir að hún hafði náð að jafna sig. Alþjóða skíðasambandið fékk líka á sig mikla gagnrýni um af hverju ekki hafi verið hægt að seinka þessari verðlaunaafhendingu. „Við hugsuðum um hvað væri bæst að gera í stöðunni en þær upplýsingar sem við fengum var að Frida myndi ekki komast strax á fætur aftur. Við þurftum að huga um sjónvarpsstöðvarnar og að karlakeppnina væri síðan að hefjast strax í kjölfarið. Það voru líka aðrir keppendur sem þurfti að hugsa um,“ sagði Doris Kallen umsjónarkona keppninnar á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Frida Karlsson fékk þó verðlaunagripinn sinn að lokum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Skíðaíþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira