Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2023 14:00 Eiður Smári Guðjohnsen Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. Vialli lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í brisi. Eiður Smári, sem er á meðal fremstu fótboltamanna í sögu lands og þjóðar, minnist Vialli eftir fráfall hans. Vialli er sá sem fékk Eið Smára til liðs við Chelsea sumarið 2000, en Eiður hafði þá leikið vel með Bolton í næst efstu deild á Englandi. Eiður heiðrar minningu Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram og vitnar í fyrstu samskiptum sínum við Ítalann. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli. Ég vildi tala við þig um að koma til Chelsea í sumar. Ég er sannfærður um að þú sért tilbúinn að taka næsta skref á þínum ferli og ég vil sjá þig í bláu treyjunni á næsta tímabili,“ hefur Eiður eftir Vialli. „Það má með sanni segja að þú náðir mér þegar þú sagðir: „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli“. Ég er afar þakklátur og heiðraður að hafa fengið að kynnast þér, innan sem utan vallar. Hvíl í friði Luca.“ segir Eiður á Instagram. Samstarf sem varði skammt Samstarf Eiðs og Vialli entist ekki lengi í Lundúnum en þeir unnu saman Samfélagsskjöldinn haustið 2000. Vialli var hins vegar sagt upp störfum hjá liðinu þegar aðeins fimm leikir voru liðnir á tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til fimm titla á þremur árum, frá því að hann tók við árið 1997. Vialli stýrði Chelsea til sigurs í Samfélagsskildinum þar sem Eiður Smári var á meðal leikmanna. Hann var horfinn á braut skömmu síðar.Getty Images Chelsea vann enska deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Ofurbikar Evrópu undir stjórn Viallis árið 1998 og vann þá bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn árið 2000. Ástæðan fyrir uppsögn hans er sögð hafa verið ósætti við leikmenn liðsins þar sem hann er sagður hafa misst traust Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu á meðal annarra. Vialli tók við þjálfun Watford ári síðar og var þar knattspyrnustjóri annars íslensks landsliðsmanns, Heiðar Helgusonar, leiktíðina 2001 til 2002 en var sagt upp störfum þar sem gengi liðsins í B-deildinni ensku var undir væntingum. Næsta starf hans í þjálfun var ekki fyrr en tæpum tuttugu árum síðar en hann var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins sem fagnaði sigri á Evrópumóti karla í fótbolta sumarið 2021. Heiðar Helguson lék undir stjórn Viallis hjá Watford.Getty Images Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Andlát Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Vialli lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í brisi. Eiður Smári, sem er á meðal fremstu fótboltamanna í sögu lands og þjóðar, minnist Vialli eftir fráfall hans. Vialli er sá sem fékk Eið Smára til liðs við Chelsea sumarið 2000, en Eiður hafði þá leikið vel með Bolton í næst efstu deild á Englandi. Eiður heiðrar minningu Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram og vitnar í fyrstu samskiptum sínum við Ítalann. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli. Ég vildi tala við þig um að koma til Chelsea í sumar. Ég er sannfærður um að þú sért tilbúinn að taka næsta skref á þínum ferli og ég vil sjá þig í bláu treyjunni á næsta tímabili,“ hefur Eiður eftir Vialli. „Það má með sanni segja að þú náðir mér þegar þú sagðir: „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli“. Ég er afar þakklátur og heiðraður að hafa fengið að kynnast þér, innan sem utan vallar. Hvíl í friði Luca.“ segir Eiður á Instagram. Samstarf sem varði skammt Samstarf Eiðs og Vialli entist ekki lengi í Lundúnum en þeir unnu saman Samfélagsskjöldinn haustið 2000. Vialli var hins vegar sagt upp störfum hjá liðinu þegar aðeins fimm leikir voru liðnir á tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til fimm titla á þremur árum, frá því að hann tók við árið 1997. Vialli stýrði Chelsea til sigurs í Samfélagsskildinum þar sem Eiður Smári var á meðal leikmanna. Hann var horfinn á braut skömmu síðar.Getty Images Chelsea vann enska deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Ofurbikar Evrópu undir stjórn Viallis árið 1998 og vann þá bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn árið 2000. Ástæðan fyrir uppsögn hans er sögð hafa verið ósætti við leikmenn liðsins þar sem hann er sagður hafa misst traust Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu á meðal annarra. Vialli tók við þjálfun Watford ári síðar og var þar knattspyrnustjóri annars íslensks landsliðsmanns, Heiðar Helgusonar, leiktíðina 2001 til 2002 en var sagt upp störfum þar sem gengi liðsins í B-deildinni ensku var undir væntingum. Næsta starf hans í þjálfun var ekki fyrr en tæpum tuttugu árum síðar en hann var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins sem fagnaði sigri á Evrópumóti karla í fótbolta sumarið 2021. Heiðar Helguson lék undir stjórn Viallis hjá Watford.Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Andlát Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti