Skytturnar kláraðu C-deildarliðið í seinni hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 22:00 Eddie Nketiah skoraði tvö mörk í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images D-deildarlið Stevenage lagði úrvalsdeildarlið Aston Villa í gær en Oxford þyrfti að draga enn stærri kanínu upp úr hatti í kvöld gegn besta liði Englands, Arsenal. Staðan var hins vegar markalaus í hálfleik og enn sá möguleiki til staðar að Oxford væri á leiðinni í næstu umferð. Sá möguleiki dó í síðari hálfleik þegar Eddie Nketiah skoraði tvívegis og Mohamed Elneny einu sinni. Lokatölur 3-0 Arsenal í vil og Skytturnar komnar í fjórðu umferð FA bikarsins. Enski boltinn Fótbolti
D-deildarlið Stevenage lagði úrvalsdeildarlið Aston Villa í gær en Oxford þyrfti að draga enn stærri kanínu upp úr hatti í kvöld gegn besta liði Englands, Arsenal. Staðan var hins vegar markalaus í hálfleik og enn sá möguleiki til staðar að Oxford væri á leiðinni í næstu umferð. Sá möguleiki dó í síðari hálfleik þegar Eddie Nketiah skoraði tvívegis og Mohamed Elneny einu sinni. Lokatölur 3-0 Arsenal í vil og Skytturnar komnar í fjórðu umferð FA bikarsins.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti