Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Seinni hluti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2023 10:00 Ómar Ingi Magnússon er sjötti markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni. epa/Aniko Kovacs Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í seinni hluta yfirferðarinnar verður fjallað um útispilarana (skyttur og leikstjórnendur) í HM-hópnum. Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, Ómar Ingi Magnússon, og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa verið mjög atkvæðamiklir með Magdeburg í vetur. Meistararnir eru í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Füchse Berlin. Ómar er sjötti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 102 mörk. Gísli hefur skorað 66 mörk og gefið 62 stoðsendingar. Aðeins fimm leikmenn hafa gefið fleiri slíkar í þýsku deildinni á tímabilinu. Ómar hefur gefið 59 stoðsendingar. Þeir félagar hafa einnig látið mikið að sér kveða í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg er í 3. sæti A-riðils. Gísli er þriðji markahæstur í keppninni með 62 mörk og Ómar sá fjórði markahæstur með 61 mark. Þá áttu Ómar og Gísli risastóran þátt í því að Magdeburg vann HM félagsliða. Í úrslitaleiknum gegn Barcelona skoraði Ómar tólf mörk og Gísli sex og gaf átta stoðsendingar. Viggó Kristjánsson er aðalmaðurinn hjá Leipzig sem situr í 12. sæti þýsku deildarinnar eftir gott gengi undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Viggó er níundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 95 mörk og hefur auk þess gefið 51 stoðsendingu. Þriðja örvhenta skyttan í íslenska hópnum er Kristján Örn Kristjánsson sem leikur með PAUC í Frakklandi. Liðið endaði í 3. sæti á síðasta tímabili en er núna í 6. sætinu. Kristján hefur skorað 36 mörk í tólf leikjum en hann missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Kristján Örn Kristjánsson er í stóru hlutverki hjá PAUC.getty/Marvin Ibo Guengoer Í Evrópudeildinni er PAUC í 3. sæti B-riðils með sex stig, einu stigi meira en Valur sem er í 4. sætinu. Kristján hefur skorað ellefu mörk í fjórum leikjum í Evrópudeildinni. Janus Daði Smárason leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Selfyssingurinn hefur skorað 34 mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur. Sveitungi Janusar, Elvar Örn Jónsson, leikur með Melsungen sem vermir 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Elvar hefur skorað 36 mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, er á sínu öðru, og jafnframt síðasta, tímabili með Álaborg. Liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir átján leiki. Aron hefur skorað 37 mörk og gefið 33 stoðsendingar í tólf deildarleikjum. Aron Pálmarsson klárar tímabilið með Álaborg og kemur svo heim í FH.epa/Henning Bagger Í Meistaradeildinni, þar sem Álaborg er í 6. sæti B-riðils, hefur Aron skorað 31 mark í tíu leikjum. Jafnaldri Arons úr FH, Ólafur Guðmundsson, leikur núna með Amicitia Zürich í Sviss. Hann hefur skorað 75 mörk í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Zürich er í 5. sæti af tíu liðum. Elvar Ásgeirsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Liðið er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og í átján leikjum í henni hefur Elvar skorað 45 mörk og gefið 45 stoðsendingar. Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, Ómar Ingi Magnússon, og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa verið mjög atkvæðamiklir með Magdeburg í vetur. Meistararnir eru í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Füchse Berlin. Ómar er sjötti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 102 mörk. Gísli hefur skorað 66 mörk og gefið 62 stoðsendingar. Aðeins fimm leikmenn hafa gefið fleiri slíkar í þýsku deildinni á tímabilinu. Ómar hefur gefið 59 stoðsendingar. Þeir félagar hafa einnig látið mikið að sér kveða í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg er í 3. sæti A-riðils. Gísli er þriðji markahæstur í keppninni með 62 mörk og Ómar sá fjórði markahæstur með 61 mark. Þá áttu Ómar og Gísli risastóran þátt í því að Magdeburg vann HM félagsliða. Í úrslitaleiknum gegn Barcelona skoraði Ómar tólf mörk og Gísli sex og gaf átta stoðsendingar. Viggó Kristjánsson er aðalmaðurinn hjá Leipzig sem situr í 12. sæti þýsku deildarinnar eftir gott gengi undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Viggó er níundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 95 mörk og hefur auk þess gefið 51 stoðsendingu. Þriðja örvhenta skyttan í íslenska hópnum er Kristján Örn Kristjánsson sem leikur með PAUC í Frakklandi. Liðið endaði í 3. sæti á síðasta tímabili en er núna í 6. sætinu. Kristján hefur skorað 36 mörk í tólf leikjum en hann missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Kristján Örn Kristjánsson er í stóru hlutverki hjá PAUC.getty/Marvin Ibo Guengoer Í Evrópudeildinni er PAUC í 3. sæti B-riðils með sex stig, einu stigi meira en Valur sem er í 4. sætinu. Kristján hefur skorað ellefu mörk í fjórum leikjum í Evrópudeildinni. Janus Daði Smárason leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Selfyssingurinn hefur skorað 34 mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur. Sveitungi Janusar, Elvar Örn Jónsson, leikur með Melsungen sem vermir 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Elvar hefur skorað 36 mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, er á sínu öðru, og jafnframt síðasta, tímabili með Álaborg. Liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir átján leiki. Aron hefur skorað 37 mörk og gefið 33 stoðsendingar í tólf deildarleikjum. Aron Pálmarsson klárar tímabilið með Álaborg og kemur svo heim í FH.epa/Henning Bagger Í Meistaradeildinni, þar sem Álaborg er í 6. sæti B-riðils, hefur Aron skorað 31 mark í tíu leikjum. Jafnaldri Arons úr FH, Ólafur Guðmundsson, leikur núna með Amicitia Zürich í Sviss. Hann hefur skorað 75 mörk í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Zürich er í 5. sæti af tíu liðum. Elvar Ásgeirsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Liðið er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og í átján leikjum í henni hefur Elvar skorað 45 mörk og gefið 45 stoðsendingar.
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira