„Þá kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 13:01 Allir eru heilir hvað kórónuveiruna varðar en næsta próf eftir riðlakeppnina hangir yfir liðinu sem er illa brennt eftir fjölmörg smit á EM fyrir ári síðan. Getty Images Leikmönnum og starfsliði í kringum íslenska karlalandsliðið í handbolta er létt samkvæmt Kjartani Vídó Ólafssyni, upplýsingafulltrúa og markaðsstjóra Handknattleikssambands Íslands eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirusmiti í dag. Það bar hins vegar á stressi vegna prófanna. Öllum leikmönnum og starfsmönnum í kringum lið á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta er skylt að fara í PCR-próf fyrir mót í samræmi við reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins. „Auðvitað er það léttir fyrir allan hópinn að allir séu neikvæðir. Vonandi náum við að viðhalda þeim góðu fréttum áfram, út allt mótið,“ segir Kjartan en næsta próf er eftir riðlakeppnina, þar sem öllum er skylt að fara í hraðpróf áður en keppni í milliriðli hefst. Aðspurður hvort það að hafa prófin hangandi yfir sér hafi tekið á menn segir Kjartan það vissulega vera svo. Mönnum sé minnugt um það þegar hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum varð veirunni að bráð á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Auðvitað eru menn að hugsa um þetta, ég get allavega sagt fyrir mig persónulega að þó maður finni ekki neitt og sé hraustur og allt það,“ segir Kjartan og bætir við: „Við það að fara í þessi próf að það kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum í janúar síðastliðnum að hafa áhyggjur af því hvort það séu smit og hverjir munu þá falla ef það er þannig,“ „En við stóðumst þetta próf og allir neikvæðir sem er bara jákvætt,“ segir Kjartan. Íslenska liðið æfði í Þýskalandi í morgun og flýgur þaðan til Kaupmannahafnar í kvöld. Þaðan verður lest tekin til Kristianstad í Svíþjóð hvar liðið nær einni æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir fyrsta leik gegn Portúgal á fimmtudagskvöld. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Öllum leikmönnum og starfsmönnum í kringum lið á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta er skylt að fara í PCR-próf fyrir mót í samræmi við reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins. „Auðvitað er það léttir fyrir allan hópinn að allir séu neikvæðir. Vonandi náum við að viðhalda þeim góðu fréttum áfram, út allt mótið,“ segir Kjartan en næsta próf er eftir riðlakeppnina, þar sem öllum er skylt að fara í hraðpróf áður en keppni í milliriðli hefst. Aðspurður hvort það að hafa prófin hangandi yfir sér hafi tekið á menn segir Kjartan það vissulega vera svo. Mönnum sé minnugt um það þegar hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum varð veirunni að bráð á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Auðvitað eru menn að hugsa um þetta, ég get allavega sagt fyrir mig persónulega að þó maður finni ekki neitt og sé hraustur og allt það,“ segir Kjartan og bætir við: „Við það að fara í þessi próf að það kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum í janúar síðastliðnum að hafa áhyggjur af því hvort það séu smit og hverjir munu þá falla ef það er þannig,“ „En við stóðumst þetta próf og allir neikvæðir sem er bara jákvætt,“ segir Kjartan. Íslenska liðið æfði í Þýskalandi í morgun og flýgur þaðan til Kaupmannahafnar í kvöld. Þaðan verður lest tekin til Kristianstad í Svíþjóð hvar liðið nær einni æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir fyrsta leik gegn Portúgal á fimmtudagskvöld.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira