Frumvarp um lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum lagt fram í breska þinginu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 12:54 Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir standa yfir á Bretlandseyjum þessa dagana. AP/Kirsty Wigglesworth Breska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem er ætlað að tryggja lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Frumvarpið er afar umdeilt og meira að segja sagt skaðlegt í skýrslu stjórnvalda um möguleg áhrif þess. Grant Shapps, ráðherra viðskipta-, orku- og iðnaðar, sagði í samtali við Sky News í morgun að eins og sakir stæðu væri það hreint lotterí hvort íbúar fengju lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Sums staðar væri þjónustan tryggð en annars staðar ekki. Þannig hefðu hjúkrunarfræðingar til að mynda tryggt lágmarksþjónustu á landsvísu þegar þeir færu í verkfallsaðgerðir en það gerðu sjúkraflutningamenn ekki. Gert er ráð fyrir að deilt verði um frumvarpið á þinginu og að verkalýðshreyfingin muni láta kanna lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómstólum. Shapps sagðst í viðtalinu vonast til þess að stjórnvöld þyrftu ekki að grípa til þess að beita lögunum, heldur myndi umræðan verða til þess að allir sættust á að tryggja lágmarksþjónustu. Þá sagði hann óboðlegt að almenningur byggi við óáreiðanleika og mismunun eftir búsetu. Industrial action is disruptive for all - from those relying on vital services for work, to those caring for their family. Meanwhile businesses suffer.Government is doing all it can to avoid prolonged strikes & will introduce Minimum Safety Levelshttps://t.co/WNDQhTiVis— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) January 5, 2023 Stjórnvöld létu gera mat á mögulegum áhrifum lagasetningarinnar og þar kemur fram að hún muni mögulega leiða til tíðari verkfallsaðgerða og aukinna skaðlegra áhrifa til lengri tíma litið. Paul Nowak, framkvæmdastjóri Trades Union Congress, ítrekar þessar áhyggjur og sagði lögin hafa það í för með sér að þegar fólk hefði greitt um það atkvæði í lýðræðislegri kosningu að fara í verkfall, þá væri engu að síður hægt að neyða það til að vinna eða segja því upp ella. Nowak sagði frumvarpið eitur fyrir vinnumarkaðinn. Verkamannaflokkurinn hefur varað við því að frumvarpið opni fyrir þann möguleika að atvinnurekendur gætu farið í mál við verkalýðsfélög og sagt félagsmönnum þeirra upp. Flokkurinn muni tala gegn frumvarpinu og fella lögin úr gildi ef og þegar hann kemst til valda. Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir setja mark sitt á daglegt líf á Bretlandseyjum um þessar mundir, þar sem hjúkrunarfræðingar, kennarar og lestarstarfsmenn krefjast kjarabóta allir á sama tíma. Bretland Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Grant Shapps, ráðherra viðskipta-, orku- og iðnaðar, sagði í samtali við Sky News í morgun að eins og sakir stæðu væri það hreint lotterí hvort íbúar fengju lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Sums staðar væri þjónustan tryggð en annars staðar ekki. Þannig hefðu hjúkrunarfræðingar til að mynda tryggt lágmarksþjónustu á landsvísu þegar þeir færu í verkfallsaðgerðir en það gerðu sjúkraflutningamenn ekki. Gert er ráð fyrir að deilt verði um frumvarpið á þinginu og að verkalýðshreyfingin muni láta kanna lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómstólum. Shapps sagðst í viðtalinu vonast til þess að stjórnvöld þyrftu ekki að grípa til þess að beita lögunum, heldur myndi umræðan verða til þess að allir sættust á að tryggja lágmarksþjónustu. Þá sagði hann óboðlegt að almenningur byggi við óáreiðanleika og mismunun eftir búsetu. Industrial action is disruptive for all - from those relying on vital services for work, to those caring for their family. Meanwhile businesses suffer.Government is doing all it can to avoid prolonged strikes & will introduce Minimum Safety Levelshttps://t.co/WNDQhTiVis— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) January 5, 2023 Stjórnvöld létu gera mat á mögulegum áhrifum lagasetningarinnar og þar kemur fram að hún muni mögulega leiða til tíðari verkfallsaðgerða og aukinna skaðlegra áhrifa til lengri tíma litið. Paul Nowak, framkvæmdastjóri Trades Union Congress, ítrekar þessar áhyggjur og sagði lögin hafa það í för með sér að þegar fólk hefði greitt um það atkvæði í lýðræðislegri kosningu að fara í verkfall, þá væri engu að síður hægt að neyða það til að vinna eða segja því upp ella. Nowak sagði frumvarpið eitur fyrir vinnumarkaðinn. Verkamannaflokkurinn hefur varað við því að frumvarpið opni fyrir þann möguleika að atvinnurekendur gætu farið í mál við verkalýðsfélög og sagt félagsmönnum þeirra upp. Flokkurinn muni tala gegn frumvarpinu og fella lögin úr gildi ef og þegar hann kemst til valda. Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir setja mark sitt á daglegt líf á Bretlandseyjum um þessar mundir, þar sem hjúkrunarfræðingar, kennarar og lestarstarfsmenn krefjast kjarabóta allir á sama tíma.
Bretland Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira