Osaka á von á barni: „Ég verð í Ástralíu árið 2024“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 22:32 Naomi Osaka dró sig úr keppni á opna ástralska mótinu á dögunum og nú er komið í ljós af hverju. Vísir/Getty Á dögunum var greint frá því að Naomi Osaka hefði dregið sig úr keppni á Opna ástralska mótinu í tennis en engar upplýsingar voru gefnar um ástæður þar að baki. Nú hefur Osaka hins vegar greint frá því að hún eigi von á barni. Naomi Osaka hefur verið ein stærsta stjarnan í tennisheiminum síðustu ár en hún hefur glímt við bæði þunglyndi og kvíða í fjölda ára og ekki keppt síðan í september. Osaka hefur unnið Opna ástralska mótið í tvígang en hún komst fyrst í efsta sæti heimslistans árið 2019 en situr nú í 47.sæti listans. Þá var hún launahæsta íþróttakona í heimi árið 2020. Þegar forsvarsmenn Opna ástralska mótsins greindu frá því að Osaka hefði dregið sig úr keppni á mótinu voru margir sem töldu að áðurnefnd andleg veikindi væru ástæðan fyrir fjarveru Osaka en nú hefur annað komið á daginn. Osaka greinir nefnilega frá því á Instagram að hún eigi von á barni. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka) „Mánuðirnir sem ég hef verið fjarverandi hafa fært mér ástina fyrir leiknum á ný, leiknum sem ég hef helgað líf mitt. Ég geri mér grein fyrir að lífið er stutt og ég tek engum augnablikum sem gefnum, hver dagur er blessun og ævintýri,“ segir Osaka í yfirlýsingu á Instagram en einhverjir höfðu velt því fyrir sér hvort hún myndi nokkurn tíman snúa aftur á tennisvöllinn. „Ég veit að ég hef margt að hlakka til í framtíðinni, meðal annars þess að barnið mitt sjái einn af leikjunum mínum og segi „Þetta er mamma mín“, segir Osaka í tilkynningunni. „Ég vona að ég sjái ykkur í byrjun næsta árs því ég verð í Ástralíu 2024.“ Tennis Barnalán Japan Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Sjá meira
Naomi Osaka hefur verið ein stærsta stjarnan í tennisheiminum síðustu ár en hún hefur glímt við bæði þunglyndi og kvíða í fjölda ára og ekki keppt síðan í september. Osaka hefur unnið Opna ástralska mótið í tvígang en hún komst fyrst í efsta sæti heimslistans árið 2019 en situr nú í 47.sæti listans. Þá var hún launahæsta íþróttakona í heimi árið 2020. Þegar forsvarsmenn Opna ástralska mótsins greindu frá því að Osaka hefði dregið sig úr keppni á mótinu voru margir sem töldu að áðurnefnd andleg veikindi væru ástæðan fyrir fjarveru Osaka en nú hefur annað komið á daginn. Osaka greinir nefnilega frá því á Instagram að hún eigi von á barni. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka) „Mánuðirnir sem ég hef verið fjarverandi hafa fært mér ástina fyrir leiknum á ný, leiknum sem ég hef helgað líf mitt. Ég geri mér grein fyrir að lífið er stutt og ég tek engum augnablikum sem gefnum, hver dagur er blessun og ævintýri,“ segir Osaka í yfirlýsingu á Instagram en einhverjir höfðu velt því fyrir sér hvort hún myndi nokkurn tíman snúa aftur á tennisvöllinn. „Ég veit að ég hef margt að hlakka til í framtíðinni, meðal annars þess að barnið mitt sjái einn af leikjunum mínum og segi „Þetta er mamma mín“, segir Osaka í tilkynningunni. „Ég vona að ég sjái ykkur í byrjun næsta árs því ég verð í Ástralíu 2024.“
Tennis Barnalán Japan Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Sjá meira