„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Snorri Másson skrifar 13. janúar 2023 09:01 Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. Gummi segir í góðu lagi að fólk líti í eigin barm einmitt núna og sjái að það sé ekki í nógu góðu ástandi. Spurningin sé hvernig það bregst við. „Það er allt í lagi að hugsa núna: Ókei sjitt, ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Flott, frábært. En gerðu eitthvað í því núna, af því að þú getur það. Þú ert sterkari en þú heldur, keyrum þetta ár í gang,“ eru hvatningarorð Gumma. Viðtal við Guðmund Emil má sjá í innslaginu hér að ofan, sem hefst á fimmtándu mínútu. Guðmundur Emil Jóhansson einkaþjálfari hefur vakið gríðarlega athygli á TikTok.Vísir/Einar Margir kvíða því að mæta í fyrsta sinn í langan tíma og telja jafnvel að dómharðir óvinir sitji á fleti fyrir. Svo er ekki að sögn Guðmundar. „Ég var mjög hræddur við að mæta fyrst þegar ég var 16 ára, ég var með kvíða og vissi ekkert hvað ég væri að gera. En það er síðan öllum drullusama, það eru bara allir að verða betri í ræktinni. Hjálpumst bara öll að,“ segir Guðmundur. En hvað veldur því að öðru leyti að svona margir veigra sér við að drífa sig af stað í ræktina? Gummi svarar: „Overstimulation.“ Sem sagt of mikil yfirborðsleg örvun eins og frá samfélagsmiðlum. Hann heldur áfram: „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag. Sorrý. En þú bara vaknar og það er ekkert mál að fara í símann, fá dópamín og horfa bara á eitthvað annað fólk. Svo geturðu fengið þér í vörina. Það kostar bara 1.000 kall.“ Freistingarnar séu á hverju strái „en við þurfum bara að vera öguð og setja okkur reglur,“ segir Guðmundur. Það þarf að gera nikótínpúða dýrari, segir Gummi.TikTok Eins og fólk þekkir hefur það löngum verið raunin að margir kaupa sér árskort í líkamsrækt í janúar, vongóðir um að þetta verði ár líkamsræktarinnar. Svo fjarar undan hugsjónunum í amstri dagsins. En Gummi, sem ver mestum tíma sínum í líkamsræktarstöð, telur sig þrátt fyrir allt og allt merkja breytingu á þessu nú um mundir. „Ég hef aldrei séð svona marga í ræktinni frá því að ég byrjaði 2014. Ég held að það sé bara aukning á líkamsrækt og fólk er að hugsa meira um heilsuna en áður fyrr. Ég held að þetta sé að breytast, því þetta skiptir svo gífurlega miklu máli. Heilsa, hreyfing, hvað þú ert að setja ofan í þig og að þú sért ekki í kyrrsetu,“ segir Guðmundur. Gummi hefur verið í ræktinni í að verða níu ár.Vísir/Einar Líkamsræktarstöðvar Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Sjá meira
Gummi segir í góðu lagi að fólk líti í eigin barm einmitt núna og sjái að það sé ekki í nógu góðu ástandi. Spurningin sé hvernig það bregst við. „Það er allt í lagi að hugsa núna: Ókei sjitt, ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Flott, frábært. En gerðu eitthvað í því núna, af því að þú getur það. Þú ert sterkari en þú heldur, keyrum þetta ár í gang,“ eru hvatningarorð Gumma. Viðtal við Guðmund Emil má sjá í innslaginu hér að ofan, sem hefst á fimmtándu mínútu. Guðmundur Emil Jóhansson einkaþjálfari hefur vakið gríðarlega athygli á TikTok.Vísir/Einar Margir kvíða því að mæta í fyrsta sinn í langan tíma og telja jafnvel að dómharðir óvinir sitji á fleti fyrir. Svo er ekki að sögn Guðmundar. „Ég var mjög hræddur við að mæta fyrst þegar ég var 16 ára, ég var með kvíða og vissi ekkert hvað ég væri að gera. En það er síðan öllum drullusama, það eru bara allir að verða betri í ræktinni. Hjálpumst bara öll að,“ segir Guðmundur. En hvað veldur því að öðru leyti að svona margir veigra sér við að drífa sig af stað í ræktina? Gummi svarar: „Overstimulation.“ Sem sagt of mikil yfirborðsleg örvun eins og frá samfélagsmiðlum. Hann heldur áfram: „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag. Sorrý. En þú bara vaknar og það er ekkert mál að fara í símann, fá dópamín og horfa bara á eitthvað annað fólk. Svo geturðu fengið þér í vörina. Það kostar bara 1.000 kall.“ Freistingarnar séu á hverju strái „en við þurfum bara að vera öguð og setja okkur reglur,“ segir Guðmundur. Það þarf að gera nikótínpúða dýrari, segir Gummi.TikTok Eins og fólk þekkir hefur það löngum verið raunin að margir kaupa sér árskort í líkamsrækt í janúar, vongóðir um að þetta verði ár líkamsræktarinnar. Svo fjarar undan hugsjónunum í amstri dagsins. En Gummi, sem ver mestum tíma sínum í líkamsræktarstöð, telur sig þrátt fyrir allt og allt merkja breytingu á þessu nú um mundir. „Ég hef aldrei séð svona marga í ræktinni frá því að ég byrjaði 2014. Ég held að það sé bara aukning á líkamsrækt og fólk er að hugsa meira um heilsuna en áður fyrr. Ég held að þetta sé að breytast, því þetta skiptir svo gífurlega miklu máli. Heilsa, hreyfing, hvað þú ert að setja ofan í þig og að þú sért ekki í kyrrsetu,“ segir Guðmundur. Gummi hefur verið í ræktinni í að verða níu ár.Vísir/Einar
Líkamsræktarstöðvar Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Sjá meira
Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. 20. september 2022 13:31