Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2023 18:47 Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hið 32 fermetra skilti sem er í eigu Orkunnar. Það sé alltof stórt og af því stafi ljósmengun sem valdið hafi nágrönnum miklum ama. Þá hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu og raunar hafi heldur ekki verið sótt um leyfi fyrir gamla skiltinu sem var á veggnum á undan. Skrifstofur Héraðsdóms Reykjavíkur eru alveg upp við skiltið. Skrifstofustjóri þar kannast ekki við að neinn úr starfsliðinu hafi kippt sér upp við bjarmann. En í Hressingarskálanum á móti tjáir þjónn fréttastofu að ljósið hafi þótt heldur skært inn í veitingasalnum, fyrst þegar það var sett upp í haust að minnsta kosti. Búið að slökkva á skjánum Og útlitið er ekki bjart hvað varðar framtíð skiltisins. Í svari frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að skiltið sé óleyfisframkvæmd og muni ekki fá byggingaleyfi. Orkan, eigandi skiltisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að virk umsókn um skiltið hafi verið inni hjá skipulagsfulltrúa. Henni hafi nú verið neitað, slökkt hafi verið á skjánum og skjárinn verði tekinn niður. „Við biðjumst velvirðingar á því ef skjárinn hefur valdið nágrönnum truflunum,“ segir í svari Orkunnar. Þurfi skýrari reglur Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt.Vísir/Einar Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt, segir margt óskýrt um hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að lýsingu í borginni. „Það eru ekki beint kröfur og staðlar, meira svona leiðbeiningar. Það sem vantar er að hafa betri reglur fyrir þetta og meira skipulag,“ segir Dario. En eru miðborgir vettvangur fyrir stór ljósaskilti? Á stað eins og Times Square í New York, algjörlega, bendir Dario á. „En ef þú ert með eitthvert svæði úti og setur mjög bjart skilti er það bara vandræðalegt. Við þurfum kannski að vera næmari fyrir því sem er í kring. Hvaða umhverfi ertu að hanna og setja inn í? Og hvort skilti eigi heima þar eða ekki.“ Skipulag Reykjavík Verslun Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hið 32 fermetra skilti sem er í eigu Orkunnar. Það sé alltof stórt og af því stafi ljósmengun sem valdið hafi nágrönnum miklum ama. Þá hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu og raunar hafi heldur ekki verið sótt um leyfi fyrir gamla skiltinu sem var á veggnum á undan. Skrifstofur Héraðsdóms Reykjavíkur eru alveg upp við skiltið. Skrifstofustjóri þar kannast ekki við að neinn úr starfsliðinu hafi kippt sér upp við bjarmann. En í Hressingarskálanum á móti tjáir þjónn fréttastofu að ljósið hafi þótt heldur skært inn í veitingasalnum, fyrst þegar það var sett upp í haust að minnsta kosti. Búið að slökkva á skjánum Og útlitið er ekki bjart hvað varðar framtíð skiltisins. Í svari frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að skiltið sé óleyfisframkvæmd og muni ekki fá byggingaleyfi. Orkan, eigandi skiltisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að virk umsókn um skiltið hafi verið inni hjá skipulagsfulltrúa. Henni hafi nú verið neitað, slökkt hafi verið á skjánum og skjárinn verði tekinn niður. „Við biðjumst velvirðingar á því ef skjárinn hefur valdið nágrönnum truflunum,“ segir í svari Orkunnar. Þurfi skýrari reglur Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt.Vísir/Einar Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt, segir margt óskýrt um hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að lýsingu í borginni. „Það eru ekki beint kröfur og staðlar, meira svona leiðbeiningar. Það sem vantar er að hafa betri reglur fyrir þetta og meira skipulag,“ segir Dario. En eru miðborgir vettvangur fyrir stór ljósaskilti? Á stað eins og Times Square í New York, algjörlega, bendir Dario á. „En ef þú ert með eitthvert svæði úti og setur mjög bjart skilti er það bara vandræðalegt. Við þurfum kannski að vera næmari fyrir því sem er í kring. Hvaða umhverfi ertu að hanna og setja inn í? Og hvort skilti eigi heima þar eða ekki.“
Skipulag Reykjavík Verslun Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02
Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39