Skýrsla Henrys: Eurovision-stemningin heldur áfram af fullum krafti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2023 23:00 Peppaður Bjarki Már lætur hinn unga Costa heyra það eftir að hafa skorað mikilvægt mark. vísir/vilhelm Ég er á mínu sextánda stórmóti í handbolta en gæsahúðin sem ég fékk fyrir leik í Kristianstad í kvöld er ekki mjög algeng. Þvílík umgjörð og stemning sem Íslendingarnir í stúkunni buðu upp á. Við vorum svo sannarlega á heimavelli. Það eru ofboðslegar væntingar til íslenska liðsins fyrir mótið og strákarnir gera klárlega miklar væntingar til sín sömuleiðis. Það sást í fyrri hálfleik. Það var helvítis frumsýningarskrekkur í strákunum okkar. Þeir voru svolítið stífir og leikur liðsins á köflum þvingaður. Þrátt fyrir stressið voru þeir yfir. Í stöðunni 6-2 fór allt í skrúfuna og Portúgal jafnaði 7-7. Slæmi kaflinn kom óvenju snemma í þessum leik. Það var algjörlega óþolandi að staðan væri 15-15 í hálfleik. Það sáu allir sem vildu að íslenska liðið var sterkara. Strákarnir voru aftur á móti sjálfum sér verstir og skutu sig í fótinn hvað eftir annað. Þeir hefðu átt að leiða með 5-6 mörkum en þetta var hálfleikur hinna glötuðu tækifæri. Ég efast ekki um að þetta var erfitt sjónvarpsáhorf fyrir hjartveika. Er upp var staðið héldu taugarnar og sanngjarn sigur kom í hús. Björgvin Páll sýndi enn og aftur að hann er maður stóra leikjanna og varði risabolta á lokakaflanum. Það kom á óvart að hann skildi byrja leikinn en hann sýndi vel í þessum leik af hverju hann fær enn traustið. Bjarki Már Elísson var valinn maður leiksins. Algjörlega hörmulegur í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim síðari og sýndi hversu sterkur hann er andlega. Dásamlegt á að horfa. Ómar Ingi er með þjóðina á bakinu. Hún ætlast til þess að hann beri liðið í draumalandið. Það er þungur kross að bera. Hinn æðrulausi Ómar lætur þó ekkert taka sig ur jafnvægi. Markið sem hann skoraði til að klára leikinn verður sýnt í stiklum næstu áratugina. Þvílík unun að horfa á manninn spila handbolta. Það höfðu margir áhyggjur af vörninni eftir leikina við Þýskaland. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Þessir meistarar mæta í alvöru leiki með „íslensku geðveikina“ (© Björgvin Páll) og þá er erfitt að eiga við þá. Elvar Örn og Elliði báðir magnaðir og Ýmir skilaði sínu sömuleiðis. Erfiðum leik lauk með sterkum sigri. Þetta eru tvö stig í milliriðil. Frábært að byrja á réttan hátt þó svo liðið hafi ekki átt sinn besta dag. Það hefði verið gaman að sjá Guðmund rúlla meira á liðinu en það koma tækifæri til þess síðar. Íslendingar dreyma um verðlaun og þeir munu gera það áfram. Það á að láta sig dreyma. Hugsa stórt. Það er líka innistæða fyrir því þar sem liðið okkar er frábært. Það verður afar áhugavert að sjá hvað strákarnir bjóða okkur upp á næst. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Það eru ofboðslegar væntingar til íslenska liðsins fyrir mótið og strákarnir gera klárlega miklar væntingar til sín sömuleiðis. Það sást í fyrri hálfleik. Það var helvítis frumsýningarskrekkur í strákunum okkar. Þeir voru svolítið stífir og leikur liðsins á köflum þvingaður. Þrátt fyrir stressið voru þeir yfir. Í stöðunni 6-2 fór allt í skrúfuna og Portúgal jafnaði 7-7. Slæmi kaflinn kom óvenju snemma í þessum leik. Það var algjörlega óþolandi að staðan væri 15-15 í hálfleik. Það sáu allir sem vildu að íslenska liðið var sterkara. Strákarnir voru aftur á móti sjálfum sér verstir og skutu sig í fótinn hvað eftir annað. Þeir hefðu átt að leiða með 5-6 mörkum en þetta var hálfleikur hinna glötuðu tækifæri. Ég efast ekki um að þetta var erfitt sjónvarpsáhorf fyrir hjartveika. Er upp var staðið héldu taugarnar og sanngjarn sigur kom í hús. Björgvin Páll sýndi enn og aftur að hann er maður stóra leikjanna og varði risabolta á lokakaflanum. Það kom á óvart að hann skildi byrja leikinn en hann sýndi vel í þessum leik af hverju hann fær enn traustið. Bjarki Már Elísson var valinn maður leiksins. Algjörlega hörmulegur í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim síðari og sýndi hversu sterkur hann er andlega. Dásamlegt á að horfa. Ómar Ingi er með þjóðina á bakinu. Hún ætlast til þess að hann beri liðið í draumalandið. Það er þungur kross að bera. Hinn æðrulausi Ómar lætur þó ekkert taka sig ur jafnvægi. Markið sem hann skoraði til að klára leikinn verður sýnt í stiklum næstu áratugina. Þvílík unun að horfa á manninn spila handbolta. Það höfðu margir áhyggjur af vörninni eftir leikina við Þýskaland. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Þessir meistarar mæta í alvöru leiki með „íslensku geðveikina“ (© Björgvin Páll) og þá er erfitt að eiga við þá. Elvar Örn og Elliði báðir magnaðir og Ýmir skilaði sínu sömuleiðis. Erfiðum leik lauk með sterkum sigri. Þetta eru tvö stig í milliriðil. Frábært að byrja á réttan hátt þó svo liðið hafi ekki átt sinn besta dag. Það hefði verið gaman að sjá Guðmund rúlla meira á liðinu en það koma tækifæri til þess síðar. Íslendingar dreyma um verðlaun og þeir munu gera það áfram. Það á að láta sig dreyma. Hugsa stórt. Það er líka innistæða fyrir því þar sem liðið okkar er frábært. Það verður afar áhugavert að sjá hvað strákarnir bjóða okkur upp á næst.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira