Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 13:21 Skíðasvæði í Madonna di Campiglio, Ítalíu, sem var áfangastaður ferðanna. Getty Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. Málin þrjú tengjast öll skíðaferðum til Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem voru á dagskrá í lok febrúar árið 2020 þegar heimsfaraldur Covid-19 var að hefjast. Ferðirnar afpantaðar með sjö klukkustunda fyrirvara Áætluð brottför var 29. febrúar en í öllum málunum voru ferðirnar afpantaðar þann 28. febrúar, með sjö klukkutíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför. Sama dag greindist fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilvikum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Héraðsdómur Reykjaness mat það svo í málunum að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Ættu viðskiptavinirnir því rétt á endurgreiðslu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í málunum. Ferðaskrifstofa Íslands óskaði eftir leyfi Hæstaréttar til að skjóta málunum til dómstólsins. Var það gert á þeim grundvelli að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Þá telji ferðaskrifstofan að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng, ferðamaður sem treysti sér ekki í pakkaferð sem framkvæmd hafi verið með þeim hætti sem kveðið var á um við sölu geti hann ekki losnað undan skuldbindingu sinni, heldur eigi hann aðeins þann rétt að afpanta ferð fyrir upphaf hennar og greiða þóknun í samræmi við reglur um afpantanir fyrir upphaf ferðar. Hæstiréttur telur, sem fyrr segir, að dómur í málunum, geti haft fordæmisgildi rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar. Mun dómstóllinn því taka málin þrjú fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Dómsmál Neytendur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Málin þrjú tengjast öll skíðaferðum til Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem voru á dagskrá í lok febrúar árið 2020 þegar heimsfaraldur Covid-19 var að hefjast. Ferðirnar afpantaðar með sjö klukkustunda fyrirvara Áætluð brottför var 29. febrúar en í öllum málunum voru ferðirnar afpantaðar þann 28. febrúar, með sjö klukkutíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför. Sama dag greindist fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilvikum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Héraðsdómur Reykjaness mat það svo í málunum að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Ættu viðskiptavinirnir því rétt á endurgreiðslu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í málunum. Ferðaskrifstofa Íslands óskaði eftir leyfi Hæstaréttar til að skjóta málunum til dómstólsins. Var það gert á þeim grundvelli að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Þá telji ferðaskrifstofan að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng, ferðamaður sem treysti sér ekki í pakkaferð sem framkvæmd hafi verið með þeim hætti sem kveðið var á um við sölu geti hann ekki losnað undan skuldbindingu sinni, heldur eigi hann aðeins þann rétt að afpanta ferð fyrir upphaf hennar og greiða þóknun í samræmi við reglur um afpantanir fyrir upphaf ferðar. Hæstiréttur telur, sem fyrr segir, að dómur í málunum, geti haft fordæmisgildi rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar. Mun dómstóllinn því taka málin þrjú fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Dómsmál Neytendur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira