Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. janúar 2023 15:50 Tónlistarkonan Nanna Bryndís gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag. Angela Ricciardi Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. „Godzilla varð til þegar ég var að dunda mér með gítarinn seint að vetrarkvöldi,“ segir Nanna. Hún segir innblásturinn að textanum hafa komið úr gömlu Godzilla myndunum. „Ég fann einhverja tengingu þar og fann til með þessu risa skrímsli á skjánum. Þrátt fyrir að Godzilla rústi öllu í kringum sig fannst mér eins og það ætli sér ekki að vera vont og vilji einfaldlega fá að tilheyra þessum heimi.“ Hún segir lagið því fjalla um það að upplifa sjálfan sig eins og skrímsli og þá tilfinningu að eiga einhvern að þegar maður hefur sett allt á hvolf. View this post on Instagram A post shared by NaNNa (@nannabh) Lagið var tekið upp í húsi Nönnu í sveitinni. Þar ríkir mikil kyrrð sem veitir Nönnu mikinn innblástur. „Ég, Bjarni Þór Jensson og Ragnar Þórhallsson settum upp pop-up stúdíó og eyddum þarna tíma saman í sveitinni. Markmiðið var að fanga hlýjuna og værðina og gleyma sér ekki um of í leit að fullkomnun,” segir Nanna. Þóra Hilmarsdóttir leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið sem var tekið upp í lok sumars. Myndbandið endurspeglar texta lagsins og fangar á næman hátt þá ljúfsáru tilfinningu að aftengjast hversdagsleikanum á fjölförnum stöðum. Nanna Bryndís verður fyrsti viðmælandi í nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hefja göngu sína á sunnudaginn. Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira
„Godzilla varð til þegar ég var að dunda mér með gítarinn seint að vetrarkvöldi,“ segir Nanna. Hún segir innblásturinn að textanum hafa komið úr gömlu Godzilla myndunum. „Ég fann einhverja tengingu þar og fann til með þessu risa skrímsli á skjánum. Þrátt fyrir að Godzilla rústi öllu í kringum sig fannst mér eins og það ætli sér ekki að vera vont og vilji einfaldlega fá að tilheyra þessum heimi.“ Hún segir lagið því fjalla um það að upplifa sjálfan sig eins og skrímsli og þá tilfinningu að eiga einhvern að þegar maður hefur sett allt á hvolf. View this post on Instagram A post shared by NaNNa (@nannabh) Lagið var tekið upp í húsi Nönnu í sveitinni. Þar ríkir mikil kyrrð sem veitir Nönnu mikinn innblástur. „Ég, Bjarni Þór Jensson og Ragnar Þórhallsson settum upp pop-up stúdíó og eyddum þarna tíma saman í sveitinni. Markmiðið var að fanga hlýjuna og værðina og gleyma sér ekki um of í leit að fullkomnun,” segir Nanna. Þóra Hilmarsdóttir leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið sem var tekið upp í lok sumars. Myndbandið endurspeglar texta lagsins og fangar á næman hátt þá ljúfsáru tilfinningu að aftengjast hversdagsleikanum á fjölförnum stöðum. Nanna Bryndís verður fyrsti viðmælandi í nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hefja göngu sína á sunnudaginn.
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira