„Örlítið verri en George skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2023 07:00 Rudy Gobert fékk ekki mikla ást í þættinum. Sean Gardner/Getty Images Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka undir eða eru á móti. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing: Það er stærra slys fyrir Atlanta Hawks en Toronto Raptors að missa af sæti í umspilinu í Austurdeildinni. „Töluvert stærra slys. Atlanta sækja Dejounte Murray og ætluðu sér að vera alvöru þetta tímabil,“ sagði Tómas Steindórsson án þess að hugsa sig um. Önnur fullyrðing: Sacramento Kings ætti að ýta öllum spilapeningunum á mitt borðið. „270 prósent já. Þeir ættu að kasta öllum spilapeningunum sínum á borðið,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það þarf ekkert endilega stórstjörnu til að gera þetta lið betra. Eru með stórstjörnur í De‘Aaron Fox og Domantas Sabonis,“ bætti Hörður við. Þriðja fullyrðing: Það er 20 prósent verðbólga í tölfræði. „Fimm leikmenn sem eru að skora meira en 30 stig í leik, það hefur ekki gerst ég veit ekki hvað lengi. 30 gaurar yfir 20 stigum,“ sagði Kjartan Atli áður en Sigurður Orri Kristjánsson fékk orðið. „Það er 20 prósent verðbólga á einstaklingstölfræði. Það er ekki verðbólga á liðstölfræði,“ sagði Sigurður Orri. „Það er ekkert verið að spila langar sóknir, mikið af þristum og háum „pick og roll-um.“ Það er 20 prósent plús verðbólga á einstaklingstölfræði,“ bætti hann við. Fjórða fullyrðing: Rudy Gobert eru verstu skiptin á þessari öld. „Eina sem mér dettur í hug fljótlega eru Paul George skiptin til LA Clippers. Shai Gilgeous-Alexander á móti, fjórir valréttir og eitthvað. Paul George er skömminni skárri leikmaður en Gobert sem getur á tímum ekki verið inn á. Bara spilaður út af vellinum í fjórða leikhluta og fleira. Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld,“ sagði Tómas. Klippa: Nei eða Já: Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld Körfubolti Lögmál leiksins Tengdar fréttir Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. 16. janúar 2023 15:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka undir eða eru á móti. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing: Það er stærra slys fyrir Atlanta Hawks en Toronto Raptors að missa af sæti í umspilinu í Austurdeildinni. „Töluvert stærra slys. Atlanta sækja Dejounte Murray og ætluðu sér að vera alvöru þetta tímabil,“ sagði Tómas Steindórsson án þess að hugsa sig um. Önnur fullyrðing: Sacramento Kings ætti að ýta öllum spilapeningunum á mitt borðið. „270 prósent já. Þeir ættu að kasta öllum spilapeningunum sínum á borðið,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það þarf ekkert endilega stórstjörnu til að gera þetta lið betra. Eru með stórstjörnur í De‘Aaron Fox og Domantas Sabonis,“ bætti Hörður við. Þriðja fullyrðing: Það er 20 prósent verðbólga í tölfræði. „Fimm leikmenn sem eru að skora meira en 30 stig í leik, það hefur ekki gerst ég veit ekki hvað lengi. 30 gaurar yfir 20 stigum,“ sagði Kjartan Atli áður en Sigurður Orri Kristjánsson fékk orðið. „Það er 20 prósent verðbólga á einstaklingstölfræði. Það er ekki verðbólga á liðstölfræði,“ sagði Sigurður Orri. „Það er ekkert verið að spila langar sóknir, mikið af þristum og háum „pick og roll-um.“ Það er 20 prósent plús verðbólga á einstaklingstölfræði,“ bætti hann við. Fjórða fullyrðing: Rudy Gobert eru verstu skiptin á þessari öld. „Eina sem mér dettur í hug fljótlega eru Paul George skiptin til LA Clippers. Shai Gilgeous-Alexander á móti, fjórir valréttir og eitthvað. Paul George er skömminni skárri leikmaður en Gobert sem getur á tímum ekki verið inn á. Bara spilaður út af vellinum í fjórða leikhluta og fleira. Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld,“ sagði Tómas. Klippa: Nei eða Já: Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld
Körfubolti Lögmál leiksins Tengdar fréttir Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. 16. janúar 2023 15:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. 16. janúar 2023 15:45