Búið spil hjá Brady sem gaf engar vísbendingar Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 09:30 Tom Brady var ekki með neinar yfirlýsingar eftir tapið í gærkvöld en óvíst er hvað tekur við hjá honum. AP/Chris O'Meara NFL-goðsögnin Tom Brady gæti hafa spilað sinn allra síðasta leik í gærkvöld en hafi svo verið rímaði frammistaðan engan veginn við einstakan feril þessa magnaða íþróttamanns. Hinn 45 ára gamli Brady, sem unnið hefur Ofurskálina oftast allra eða sjö sinnum, náði sér engan veginn á strik þegar Tampa Bay Buccaneers töpuðu 31-14 fyrir Dallas Cowboys og féllu þar með úr leik. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, skyggði á Brady og skiluðu köst hans meðal annars fjórum snertimörkum. Dallas mun nú mæta San Francisco 49ers í leik um sæti í NFC-úrslitaleiknum en sigurliðið úr þeim leik spilar svo um Ofurskálina. Hins vegar er óvíst hvað tekur við hjá Brady sem er nú samningslaus. Talið er að Buccaneers hafi áhuga á að Brady spili sitt 24. keppnistímabil í NFL-deildinni með liðinu en fleiri félög hafa áhuga, vilji Brady halda áfram að spila. Brady lagði hjálminn á hilluna í fyrra en sneri þeirri ákvörðun aðeins fjörutíu dögum síðar og spilaði sína þriðju leiktíð með Buccaneers. Hann samþykkti tíu ára samning við Fox Sport um að verða aðalsérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar um NFL um leið og ferli hans yrði lokið, en samningurinn er virði 375 milljóna Bandaríkjadala eða um 54 milljarða króna. Brady hefur verið orðaður við Miami Dolphins og Las Vegas Raiders en aðspurður um sín mál eftir tapið í gær hafði hann fátt að segja: „Ég ætla heim og ná góðum nætursvefni. Fókusinn hefur verið á þennan leik og nú tökum við einn dag í einu,“ sagði Brady. NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Brady, sem unnið hefur Ofurskálina oftast allra eða sjö sinnum, náði sér engan veginn á strik þegar Tampa Bay Buccaneers töpuðu 31-14 fyrir Dallas Cowboys og féllu þar með úr leik. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, skyggði á Brady og skiluðu köst hans meðal annars fjórum snertimörkum. Dallas mun nú mæta San Francisco 49ers í leik um sæti í NFC-úrslitaleiknum en sigurliðið úr þeim leik spilar svo um Ofurskálina. Hins vegar er óvíst hvað tekur við hjá Brady sem er nú samningslaus. Talið er að Buccaneers hafi áhuga á að Brady spili sitt 24. keppnistímabil í NFL-deildinni með liðinu en fleiri félög hafa áhuga, vilji Brady halda áfram að spila. Brady lagði hjálminn á hilluna í fyrra en sneri þeirri ákvörðun aðeins fjörutíu dögum síðar og spilaði sína þriðju leiktíð með Buccaneers. Hann samþykkti tíu ára samning við Fox Sport um að verða aðalsérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar um NFL um leið og ferli hans yrði lokið, en samningurinn er virði 375 milljóna Bandaríkjadala eða um 54 milljarða króna. Brady hefur verið orðaður við Miami Dolphins og Las Vegas Raiders en aðspurður um sín mál eftir tapið í gær hafði hann fátt að segja: „Ég ætla heim og ná góðum nætursvefni. Fókusinn hefur verið á þennan leik og nú tökum við einn dag í einu,“ sagði Brady.
NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira