Búið spil hjá Brady sem gaf engar vísbendingar Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 09:30 Tom Brady var ekki með neinar yfirlýsingar eftir tapið í gærkvöld en óvíst er hvað tekur við hjá honum. AP/Chris O'Meara NFL-goðsögnin Tom Brady gæti hafa spilað sinn allra síðasta leik í gærkvöld en hafi svo verið rímaði frammistaðan engan veginn við einstakan feril þessa magnaða íþróttamanns. Hinn 45 ára gamli Brady, sem unnið hefur Ofurskálina oftast allra eða sjö sinnum, náði sér engan veginn á strik þegar Tampa Bay Buccaneers töpuðu 31-14 fyrir Dallas Cowboys og féllu þar með úr leik. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, skyggði á Brady og skiluðu köst hans meðal annars fjórum snertimörkum. Dallas mun nú mæta San Francisco 49ers í leik um sæti í NFC-úrslitaleiknum en sigurliðið úr þeim leik spilar svo um Ofurskálina. Hins vegar er óvíst hvað tekur við hjá Brady sem er nú samningslaus. Talið er að Buccaneers hafi áhuga á að Brady spili sitt 24. keppnistímabil í NFL-deildinni með liðinu en fleiri félög hafa áhuga, vilji Brady halda áfram að spila. Brady lagði hjálminn á hilluna í fyrra en sneri þeirri ákvörðun aðeins fjörutíu dögum síðar og spilaði sína þriðju leiktíð með Buccaneers. Hann samþykkti tíu ára samning við Fox Sport um að verða aðalsérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar um NFL um leið og ferli hans yrði lokið, en samningurinn er virði 375 milljóna Bandaríkjadala eða um 54 milljarða króna. Brady hefur verið orðaður við Miami Dolphins og Las Vegas Raiders en aðspurður um sín mál eftir tapið í gær hafði hann fátt að segja: „Ég ætla heim og ná góðum nætursvefni. Fókusinn hefur verið á þennan leik og nú tökum við einn dag í einu,“ sagði Brady. NFL Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Brady, sem unnið hefur Ofurskálina oftast allra eða sjö sinnum, náði sér engan veginn á strik þegar Tampa Bay Buccaneers töpuðu 31-14 fyrir Dallas Cowboys og féllu þar með úr leik. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, skyggði á Brady og skiluðu köst hans meðal annars fjórum snertimörkum. Dallas mun nú mæta San Francisco 49ers í leik um sæti í NFC-úrslitaleiknum en sigurliðið úr þeim leik spilar svo um Ofurskálina. Hins vegar er óvíst hvað tekur við hjá Brady sem er nú samningslaus. Talið er að Buccaneers hafi áhuga á að Brady spili sitt 24. keppnistímabil í NFL-deildinni með liðinu en fleiri félög hafa áhuga, vilji Brady halda áfram að spila. Brady lagði hjálminn á hilluna í fyrra en sneri þeirri ákvörðun aðeins fjörutíu dögum síðar og spilaði sína þriðju leiktíð með Buccaneers. Hann samþykkti tíu ára samning við Fox Sport um að verða aðalsérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar um NFL um leið og ferli hans yrði lokið, en samningurinn er virði 375 milljóna Bandaríkjadala eða um 54 milljarða króna. Brady hefur verið orðaður við Miami Dolphins og Las Vegas Raiders en aðspurður um sín mál eftir tapið í gær hafði hann fátt að segja: „Ég ætla heim og ná góðum nætursvefni. Fókusinn hefur verið á þennan leik og nú tökum við einn dag í einu,“ sagði Brady.
NFL Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Sjá meira