Stöðvaður við akstur og reyndist með gróft barnaníðsefni í símanum Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2023 13:19 Ákæran er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins fundust þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann, sem handtekinn var vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019, fyrir að hafa haft mikið magn barnaníðsefnis í sinni vörslu í tveimur símum og spjaldtölvu. Maðurinn hafði sömuleiðis dreift efni til ótilgreindra einstaklinga. Ákæra í málinu er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins hafi fundist þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“ líkt og þar segir. Fyrirtaka í málinu var á öðrum degi ársins. Fram kemur í ákærunni að barnaníðsefni hafi fundist í síma mannsins sem hann hafi verið með á sér þegar hann var handtekinn vegna umferðarlagabrotsins á Akureyri í júní 2019. Dvalarstaður mannsins á þessum tíma hafi verið sumarhús á Akureyri. Á heimili hans, annars staðar á landinu, fundust svo annar sími og spjaldtölva þar sem einnig var að finna barnaníðsefni. Maðurinn hafði þá skoðað og hlaðið niður efninu nokkru áður en hann var handtekinn, auk þess að hafa dreift klámfengnum teikningum af börnum til ótilgreindra aðila. Þúsundir mynda og hreyfimynda Í símum og spjaldtölvu mannsins fannst mikið magn mynda, hreyfimynda og teiknaðra mynda sem sýndu meðal annars ung stúlkubörn – allt frá ungabörnum og að börnum á táningsaldri – í kynferðislegum athöfnum með karlmönnum. Hafi þau meðal annars verið láta veita mönnum munnmök, mennirnir sett fingur í leggöng þeirra eða þeir brotið á þeim á annan hátt. Sömuleiðis hafi fundist myndir af börnunum í klámfengnum stellingum eða með kynlífstæki. Maðurinn var handtekinn vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019 og í kjölfarið fannst mikið magn barnaníðsefnis í fórum mannsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Á Telegram-reikningi mannsins fundust 1.574 stuttar hreyfimyndir sem sýndu meðal annars ungum börnum nauðgað og 18.810 myndir af kynferðislegum toga og sýndi fjöldi þeirra mjög ung börn í kynferðislegum athöfnum með fullorðnum. Flutti til útlanda RÚV hefur eftir Eyþóri Þorbergssyni, aðstoðarsaksóknara hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að rannsókn hafi tekið nokkurn tíma sökum umfangs efnisins. Þá hafi maðurinn flutt til útlanda og unnið á sjó á meðan á rannsókninni stóð. Honum var birt ákæra í málinu í mars síðastliðinn. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt að símarnir tveir og spjaldtölvan verði gerð upptæk. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Ákæra í málinu er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins hafi fundist þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“ líkt og þar segir. Fyrirtaka í málinu var á öðrum degi ársins. Fram kemur í ákærunni að barnaníðsefni hafi fundist í síma mannsins sem hann hafi verið með á sér þegar hann var handtekinn vegna umferðarlagabrotsins á Akureyri í júní 2019. Dvalarstaður mannsins á þessum tíma hafi verið sumarhús á Akureyri. Á heimili hans, annars staðar á landinu, fundust svo annar sími og spjaldtölva þar sem einnig var að finna barnaníðsefni. Maðurinn hafði þá skoðað og hlaðið niður efninu nokkru áður en hann var handtekinn, auk þess að hafa dreift klámfengnum teikningum af börnum til ótilgreindra aðila. Þúsundir mynda og hreyfimynda Í símum og spjaldtölvu mannsins fannst mikið magn mynda, hreyfimynda og teiknaðra mynda sem sýndu meðal annars ung stúlkubörn – allt frá ungabörnum og að börnum á táningsaldri – í kynferðislegum athöfnum með karlmönnum. Hafi þau meðal annars verið láta veita mönnum munnmök, mennirnir sett fingur í leggöng þeirra eða þeir brotið á þeim á annan hátt. Sömuleiðis hafi fundist myndir af börnunum í klámfengnum stellingum eða með kynlífstæki. Maðurinn var handtekinn vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019 og í kjölfarið fannst mikið magn barnaníðsefnis í fórum mannsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Á Telegram-reikningi mannsins fundust 1.574 stuttar hreyfimyndir sem sýndu meðal annars ungum börnum nauðgað og 18.810 myndir af kynferðislegum toga og sýndi fjöldi þeirra mjög ung börn í kynferðislegum athöfnum með fullorðnum. Flutti til útlanda RÚV hefur eftir Eyþóri Þorbergssyni, aðstoðarsaksóknara hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að rannsókn hafi tekið nokkurn tíma sökum umfangs efnisins. Þá hafi maðurinn flutt til útlanda og unnið á sjó á meðan á rannsókninni stóð. Honum var birt ákæra í málinu í mars síðastliðinn. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt að símarnir tveir og spjaldtölvan verði gerð upptæk.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira