Tilkynnt var um þau átta atriði sem munu keppast um að verða framlag Danmerkur í Eurovision í morgun. Undankeppnin fer fram í Danmörku laugardagskvöldið 11. febrúar.
Á vef DR kemur fram að systurnar séu miklir heimshornaflakkarar, hafi búið í sex mismunandi löndum og tali fimm tungumál. Þær hafi alist upp á Íslandi en búi nú í Danmörku.
Hlusta má á framlag systranna í spilaranum að neðan.
Fram kemur að þær hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið.
„Að standa hérna saman sem systur er virkilega stórt fyrir okkur. Alla tíð höfum við upplifað saman súrt og sætt; við höfum upplifað missi og verið óhamingjusamar; en einnig upplifað góða hluti saman. Það sem önnur gengur í gegnum tekur hin eftir, og þess vegna er þetta lag fullkomið fyrir okkur,“ segja systurnar í samtali við DR.
Höfundar lagsins I Was Gonna Marry Him eru þau Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön, sem hafnaði í þriðja sæti í dönsku undankeppninni árið 2021.
Brynja Mary tók þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins árið 2020 með laginu Augun þín.