Laus úr öndunarvél og af sjúkrahúsi eftir að hafa bjargað börnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 09:30 Peyton Hillis með leikkonunni Geena Davis en hann spilaði lengi í NFL-deildinni. Getty/Ernesto Di Stefano Fyrrum NFL-leikmaður sýndi mikla hetjudáð á dögunum og lagði líf sitt í mikla hættu en allt endaði vel sem betur fer. Peyton Hillis var ruðningstjarna í háskólafótboltanum með Arkansas og seinna leikmaður í NFL-deildinni. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi um helgina eftir að hafa legið þar í tvær vikur þar af lengi í öndunarvél og að berjast fyrir lífi sínu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Hinn 36 ára gamli Hillis er nú búinn að ná sér en hann hefur fengið margar kveðjur og mikinn stuðning síðan fréttist af slysinu. Kærasta hans Angela Cole birti mynd af Hillis með læknaliðinu á samfélagsmiðlum en hann eyddi hálfum mánuði á Baptist sjúkrahúsinu í Pensacola á Flórída. Þar þakkaði hún fyrir magnaðan stuðning og mikinn velvilja. Hillis hafði verið fluttur á sjúkrahúsið meðvitundarlaus í þyrlu eftir að hafa þurft að bjarga tveimur börnum sínum frá drukknun en slysið varð 4. janúar síðastliðinn. Tveir fullorðnir og tvö börn lentu í vandræðum í sjónum fyrir utan Pensacola þegar Hillis kom til bjargar. Börnin sluppu vel en fullorðna fólkið endaði á sjúkrahúsi. Hillis kom verst út úr þessu og var lengi í öndunarvél. Aldur hans og hreysti áttu örugglega þátt í því að allt fór vel á endanum. Hillis lék í NFL-deildinni frá 2008 til 2014 með Denver Broncos, Cleveland Browns, Kansas City Chiefs og New York Giants. NFL Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Sjá meira
Peyton Hillis var ruðningstjarna í háskólafótboltanum með Arkansas og seinna leikmaður í NFL-deildinni. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi um helgina eftir að hafa legið þar í tvær vikur þar af lengi í öndunarvél og að berjast fyrir lífi sínu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Hinn 36 ára gamli Hillis er nú búinn að ná sér en hann hefur fengið margar kveðjur og mikinn stuðning síðan fréttist af slysinu. Kærasta hans Angela Cole birti mynd af Hillis með læknaliðinu á samfélagsmiðlum en hann eyddi hálfum mánuði á Baptist sjúkrahúsinu í Pensacola á Flórída. Þar þakkaði hún fyrir magnaðan stuðning og mikinn velvilja. Hillis hafði verið fluttur á sjúkrahúsið meðvitundarlaus í þyrlu eftir að hafa þurft að bjarga tveimur börnum sínum frá drukknun en slysið varð 4. janúar síðastliðinn. Tveir fullorðnir og tvö börn lentu í vandræðum í sjónum fyrir utan Pensacola þegar Hillis kom til bjargar. Börnin sluppu vel en fullorðna fólkið endaði á sjúkrahúsi. Hillis kom verst út úr þessu og var lengi í öndunarvél. Aldur hans og hreysti áttu örugglega þátt í því að allt fór vel á endanum. Hillis lék í NFL-deildinni frá 2008 til 2014 með Denver Broncos, Cleveland Browns, Kansas City Chiefs og New York Giants.
NFL Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Sjá meira