Nafnið er í höfuðið á föður Ástu, Sigurjóni Ágústi Fjeldsted fyrrverandi skólastjóra sem lést árið 2020. Drengurinn er þriðja barn Ástu og Bolla. Ásta var ráðinn forstjóri Festi í september á síðasta ári.
Sigurjón var skírður á heimili fjölskyldunnar á Háteigsvegi.
„Yndisleg stund með okkar allra nánasta fólki. „Litli Búddi“ virðist alsæll með nafnið - það hefði pabbi a.m.k. verið,“ skrifar Ásta um nafnavalið.