Engin merki um sprengingu á skrokki Estonia Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Alls voru um þúsund manns um borð +i Estonia þegar ferjan sökk. 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Getty Engin merki eru um að farþegaferjan Estonia hafi rekist á skip eða annan fljótandi hlut áður en það sökk í miklu óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Engin merki eru heldur um að sprenging hafi orðið og þannig grandað ferjunni. 852 fórust þegar ferjan sökk. Þetta eru meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í Eistlandi í morgun. Í frétt SVT segir að ráðist hafi verið í framkvæmd nýrrar rannsóknar eftir að myndir af áður óþekktum skemmdum á stjórnborðshlið skipsins voru sýndar í heimildarmynd Discovery, Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, árið 2020. Gatið er um fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast. Kafarar á vegum eistneskra, sænskra og finnskra yfirvalda rannsökuðu í kjölfarið skrokk skipsins og voru bráðabirðaniðurstöður rannsóknarinnar kynntar í morgun. Voru þar birtar bæði myndir og myndskeið frá hafsbotni. Aðstandendur heimildarmyndarinnar notuðust meðal annars við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá stærðarinnar gat á skrokki þess í fyrsta sinn. Skrokkurinn hefur hreyfst á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að stjórnborðssíða skipsins er orðin sýnilegri. Umrætt gat sneri niður að sjálfum hafsbotninum og er það niðurstaða rannsakenda að skemmdirnar á skrokki skipsins hafi orðið vegna bergs á botninum. Ekki sé nokkur ástæða til að draga í efa skýrslu nefndar sem skilaði rannsóknarskýrslu sinni árið 1997. Niðurstaða þeirrar nefndar var að illa farin stafnhurð ferjunnar hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Estonia-slysið Eistland Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Þetta eru meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í Eistlandi í morgun. Í frétt SVT segir að ráðist hafi verið í framkvæmd nýrrar rannsóknar eftir að myndir af áður óþekktum skemmdum á stjórnborðshlið skipsins voru sýndar í heimildarmynd Discovery, Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, árið 2020. Gatið er um fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast. Kafarar á vegum eistneskra, sænskra og finnskra yfirvalda rannsökuðu í kjölfarið skrokk skipsins og voru bráðabirðaniðurstöður rannsóknarinnar kynntar í morgun. Voru þar birtar bæði myndir og myndskeið frá hafsbotni. Aðstandendur heimildarmyndarinnar notuðust meðal annars við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá stærðarinnar gat á skrokki þess í fyrsta sinn. Skrokkurinn hefur hreyfst á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að stjórnborðssíða skipsins er orðin sýnilegri. Umrætt gat sneri niður að sjálfum hafsbotninum og er það niðurstaða rannsakenda að skemmdirnar á skrokki skipsins hafi orðið vegna bergs á botninum. Ekki sé nokkur ástæða til að draga í efa skýrslu nefndar sem skilaði rannsóknarskýrslu sinni árið 1997. Niðurstaða þeirrar nefndar var að illa farin stafnhurð ferjunnar hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.
Estonia-slysið Eistland Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41