Segðu frá Jokka G Birnudóttir skrifar 23. janúar 2023 13:00 Virkar svo auðvelt, en getur verið svo erfitt. Er við hittum vini, ættingja, samstarfsfólk er oftar en ekki spurt? „Jæja, hvað segirðu þá?” og áður en viðkomandi getur svarað er bætt við „ertu ekki bara hress?” Eða „Er ekki alltaf nóg að gera hjá þér?”Við spyrjum og svörum fyrir viðkomandi og erum svo farin annað. Samfélagið okkar býður ekki upp á að við getum sagt; „Mér líður bara ekki vel í dag” Samfélagið í dag hvetur okkur til að leita okkur hjálpar ef eitthvað amar að, en við ætlum samt ekki að gefa okkur tíma til að hlusta. Sjálfvígstíðni karlmanna er há, og hefur ekki náðst að lækka þá tölu þrátt fyrir að Norðurlöndin í kringum okkur virðist ganga betur með það. Karlmenn eru sagðir með lítið tilfinningalæsi, og ég spyr afhverju er það? Erum við enn að kenna strákunum okkar að bíta á jaxlinn og harka af sér? Eru karlmenn enn með þá trú að þeir megi ekki gráta og eigi að vera einhverjar hetjur sem fara bara út að vinna og helst vinna sig í hel? Getur verið að við höfum ekki enn „gefið” þeim leyfi til að leita sér hjálpar eftir áföll? Áfall getur verið að af ýmsum toga. Alist upp við vanrækslu, einelti, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, misst foreldra, vini, maka, allt sem er högg á sálina getur valdið áfalli sem situr í taugakerfinu. Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, hjá drengjum getur það verið þunglyndi, kvíði, skert sjálfsmynd, einangrun, líkamleg vanlíðan, ofbeldishneygð, áhættuhegðun, drykkja, fíkniefnaneysla og afbrot. Með því að skoða rannsóknir á afleiðingum ofbeldis má sjá að sjúkraskýrslur kvenna sem lent hafa í ofbeldi eru þykkar, á meðan afbrotaskýrslur karla sem lent hafa í ofbeldi eru langar. Rannsókn sem gerð var á föngum sýndi að stór hópur þar á meðal hafði lent í áfalli á sínum yngri árum. En hvernig getum við hjálpað? Með því að spyrja og hlusta. Með því að gefa strákunum okkar rými og tíma, með því að leyfa þeim að segja frá og hjálpa þeim að vinna úr áföllum. Með því að viðurkenna að strákar verða fyrir ofbeldi. Segjum frá. Höfundur er ráðgjafi fyrir þolendur ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Virkar svo auðvelt, en getur verið svo erfitt. Er við hittum vini, ættingja, samstarfsfólk er oftar en ekki spurt? „Jæja, hvað segirðu þá?” og áður en viðkomandi getur svarað er bætt við „ertu ekki bara hress?” Eða „Er ekki alltaf nóg að gera hjá þér?”Við spyrjum og svörum fyrir viðkomandi og erum svo farin annað. Samfélagið okkar býður ekki upp á að við getum sagt; „Mér líður bara ekki vel í dag” Samfélagið í dag hvetur okkur til að leita okkur hjálpar ef eitthvað amar að, en við ætlum samt ekki að gefa okkur tíma til að hlusta. Sjálfvígstíðni karlmanna er há, og hefur ekki náðst að lækka þá tölu þrátt fyrir að Norðurlöndin í kringum okkur virðist ganga betur með það. Karlmenn eru sagðir með lítið tilfinningalæsi, og ég spyr afhverju er það? Erum við enn að kenna strákunum okkar að bíta á jaxlinn og harka af sér? Eru karlmenn enn með þá trú að þeir megi ekki gráta og eigi að vera einhverjar hetjur sem fara bara út að vinna og helst vinna sig í hel? Getur verið að við höfum ekki enn „gefið” þeim leyfi til að leita sér hjálpar eftir áföll? Áfall getur verið að af ýmsum toga. Alist upp við vanrækslu, einelti, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, misst foreldra, vini, maka, allt sem er högg á sálina getur valdið áfalli sem situr í taugakerfinu. Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, hjá drengjum getur það verið þunglyndi, kvíði, skert sjálfsmynd, einangrun, líkamleg vanlíðan, ofbeldishneygð, áhættuhegðun, drykkja, fíkniefnaneysla og afbrot. Með því að skoða rannsóknir á afleiðingum ofbeldis má sjá að sjúkraskýrslur kvenna sem lent hafa í ofbeldi eru þykkar, á meðan afbrotaskýrslur karla sem lent hafa í ofbeldi eru langar. Rannsókn sem gerð var á föngum sýndi að stór hópur þar á meðal hafði lent í áfalli á sínum yngri árum. En hvernig getum við hjálpað? Með því að spyrja og hlusta. Með því að gefa strákunum okkar rými og tíma, með því að leyfa þeim að segja frá og hjálpa þeim að vinna úr áföllum. Með því að viðurkenna að strákar verða fyrir ofbeldi. Segjum frá. Höfundur er ráðgjafi fyrir þolendur ofbeldis.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar