Sænski þjálfarinn refsar sínum mönnum fyrir að vera valdir menn leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 10:30 Andreas Palicka ver hér úr dauðafæri frá Elliða Snæ Viðarssyni í leik Íslands og Svíþjóðar í milliriðli á HM í handbolta. Getty/Adam Ihse Sænski markvörðurinn Andreas Palicka var stórkostlegur á móti Íslandi á dögunum en hann var hins vegar hvergi sjáanlegur í næsta leik Svía sem var á móti Portúgal í lokaumferð milliriðilsins. Glenn Solberg, þjálfari sænska landsliðsins, er nefnilega með sérstaka hefð. Hann refsar sínum leikmönnum fyrir að vera valdir menn leiksins á þessu heimsmeistaramóti. Svíar eru komnir í átta liða úrslit keppninnar með fullt hús stiga en Evrópumeistararnir hafa verið mjög sannfærandi á mótinu til þessa. Breiddin í þessu öfluga liði er svakalega og það nýtir Solberg sér með sérstökum hætti. Aftonbladet fjallar hér um refsginu þjálfarans.Aftonbladet Í viðtölum eftir Íslandsleikinn þar sem Andreas Palicka varði hvað eftir annað frá íslensku strákunum í dauðafæri þá talað markvörðurinn um þann möguleika að hann væri að missa af næsta leik. „Það er refsingin sem við fáum,“ sagði Andreas Palicka léttur. Jú það fer ekkert á milli mála að sænsku leikmennirnir sem hafa verið valdir menn leiksins á þessu HM í handbolta hafa ekki fengið að spila í næsta leik. Það er ein pínulítil undantekning. Hampus Wanne spilaði í tvær mínútur á móti Íslandi en það var aðeins vegna þess að hinn vinstri hornamaðurinn, Lucas Pellas, var rekinn af velli í tvær mínútur. Andreas Palicka missti af leik eftir að hafa verið valinn bestur á móti Brasilíu og sömu sögu er að segja af Mikael Appelgren eftir stórleik hans á móti Grænhöfðaeyjum. Markvörðurinn Tobias Thulin var bestur á móti Úrúgvæ en spilaði ekki næsta leik. Hampus Wanne var settur á bekkinn eftir að hafa verið bestur á móti Ungverjum og svo aftur Palicka eftir stórleikinn á móti Íslandi. Hægri hornamaðurinn Daniel Pettersson var valinn bestur í sigrinum á Portúgal og hann þarf væntanlega að dúsa á bekknum í átta liða úrslitunum á móti Egyptum. HM 2023 í handbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira
Glenn Solberg, þjálfari sænska landsliðsins, er nefnilega með sérstaka hefð. Hann refsar sínum leikmönnum fyrir að vera valdir menn leiksins á þessu heimsmeistaramóti. Svíar eru komnir í átta liða úrslit keppninnar með fullt hús stiga en Evrópumeistararnir hafa verið mjög sannfærandi á mótinu til þessa. Breiddin í þessu öfluga liði er svakalega og það nýtir Solberg sér með sérstökum hætti. Aftonbladet fjallar hér um refsginu þjálfarans.Aftonbladet Í viðtölum eftir Íslandsleikinn þar sem Andreas Palicka varði hvað eftir annað frá íslensku strákunum í dauðafæri þá talað markvörðurinn um þann möguleika að hann væri að missa af næsta leik. „Það er refsingin sem við fáum,“ sagði Andreas Palicka léttur. Jú það fer ekkert á milli mála að sænsku leikmennirnir sem hafa verið valdir menn leiksins á þessu HM í handbolta hafa ekki fengið að spila í næsta leik. Það er ein pínulítil undantekning. Hampus Wanne spilaði í tvær mínútur á móti Íslandi en það var aðeins vegna þess að hinn vinstri hornamaðurinn, Lucas Pellas, var rekinn af velli í tvær mínútur. Andreas Palicka missti af leik eftir að hafa verið valinn bestur á móti Brasilíu og sömu sögu er að segja af Mikael Appelgren eftir stórleik hans á móti Grænhöfðaeyjum. Markvörðurinn Tobias Thulin var bestur á móti Úrúgvæ en spilaði ekki næsta leik. Hampus Wanne var settur á bekkinn eftir að hafa verið bestur á móti Ungverjum og svo aftur Palicka eftir stórleikinn á móti Íslandi. Hægri hornamaðurinn Daniel Pettersson var valinn bestur í sigrinum á Portúgal og hann þarf væntanlega að dúsa á bekknum í átta liða úrslitunum á móti Egyptum.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira