Lífið

Ís­lands­vinurinn Molly Sandén á von á sínu fyrsta barni

Atli Ísleifsson skrifar
Molly Sandén á Húsavík þegar hún söng lagið Húsavík (My Hometown) í beinni útsendingu á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Molly Sandén á Húsavík þegar hún söng lagið Húsavík (My Hometown) í beinni útsendingu á Óskarsverðlaunahátíðinni. Getty

Sænska söngkonan og Íslandsvinurinn Molly Sandén á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, gítarleikaranum David Larsson.

Sandén greindi frá þessu á Instagram í fyrradag. Molly Sandén er ein vinsælasta söngkona Svíþjóðar og er þekktust hérlendis fyrir að hafa sungið lagið Húsavík (My Hometown) og fleiri lög í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem var að stórum hluta tekin upp hérlendis.

Sandén söng rödd persónu kanadísku leikkonunnar Rachel McAdams í myndinni, en á móti henni söng leikarinn Will Ferrell. Í myndinni leika þau Ferrell og McAdams Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision.

Lagið Húsavík var á sínum tíma tilnefnt til Óskarsverðlauna sem besta frumsamda lag í kvikmynd. Sandén flutti lagið í beinni útsendingu á hátíðinni frá Húsavík – við Skjálfanda – ásamt stúlknakór.

Hin þrítuga ára Sandén hefur þrátt fyrir ungan aldur lengi verið áberandi í sænsku tónlistarlífi. Var hún fulltrúi Svía í Junior Eurovision Song Contest árið 2006 og tók þátt í Melodifestivalen, undankeppni Svía í Eurovision, árin 2009, 2012 og 2016.


Tengdar fréttir

Með tárin í augunum á Húsavík

Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum

Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.

Stúlkna­kór á Húsa­vík syngur í at­riði á Óskars­verð­launa­há­tíðinni

Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.