„Hvaða blað er kötturinn að lesa?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 22:44 Kötturinn frægi úr myndbandi Bjarkar, sem fer hreinlega með stórleik. skjáskot „Ég fékk bara hugdettu, hvaða blað er kötturinn að lesa?“ segir Grétar Þór Sigurðsson spurður út í kveikjuna að stórskemmtilegu tísti þar sem hann svarar því sem margir hafa eflaust velt fyrir sér: hvað skyldi kötturinn í tónlistarmyndbandi Bjarkar fyrir lagið Triumph of a Heart vera að lesa? „Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum,“ skrifar Grétar Þór á Twitter. Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvaða blað kötturinn í Triumph of a Heart er að lesa? ('I should buy a boat' kötturinn)Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum. pic.twitter.com/dXAHEbn5XO— Grétar Þór (@gretarsigurds) January 24, 2023 Grétar hafði þá komist að því hvaða dagblað kötturinn í myndbandi Bjarkar er að lesa eftir smá rannsóknarvinnu. „Ég hafði ekkert að gera þarna og gat alveg eins komist að því hvaða dagblað þetta sé í raun og veru. Lagið kom út árið 2004 og myndbandið 2005. Það var tekið upp á Íslandi þannig þetta hlaut að vera Fréttablaðið eða Morgunblaðið. Á Wikipedia-grein fyrir myndbandið komst ég svo að því hverjir tökudagar voru og þá minnkaði tímaramminn töluvert.“ Kötturinn fer í raun með stórleik í myndbandinu og lifir góðu lífi á internetinu þar sem fólk skrifar skemmtilegan texta við skjáskot af kisa að lesa dagblaðið, „Ég ætti að kaupa mér bát,“ hefur hann eflaust verið að hugsa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0z-rhM-dcO8">watch on YouTube</a> „Þetta er stórkostlegt myndband,“ segir Grétar, sem sjálfur starfar sem blaðamaður, í samtali við Vísi. „Ég hvet fólk sem hefur áhuga á íslenskri samtímalistasögu að horfa á myndbandið því þarna bregður fyrir öllu helsta listafólki okkar tíma á skemmtistaðnum Sirkus.“ Þó blaðamannaferillinn sé tiltölulega nýhafinn hjá Grétari eru kollegar hans farnir að leggja til að hann verði tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir fyrrgreinda rannsóknarvinnu. Við tíst Grétars minnir Aðalsteinn Kjartansson, samstarfsfélagi Grétars á fréttamiðlinum Heimildinni, á að frestur til tilnefninga renni út 3. febrúar: https://t.co/86iUFfLDIg— Aðalsteinn (@adalsteinnk) January 24, 2023 Tónlist Kettir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum,“ skrifar Grétar Þór á Twitter. Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvaða blað kötturinn í Triumph of a Heart er að lesa? ('I should buy a boat' kötturinn)Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum. pic.twitter.com/dXAHEbn5XO— Grétar Þór (@gretarsigurds) January 24, 2023 Grétar hafði þá komist að því hvaða dagblað kötturinn í myndbandi Bjarkar er að lesa eftir smá rannsóknarvinnu. „Ég hafði ekkert að gera þarna og gat alveg eins komist að því hvaða dagblað þetta sé í raun og veru. Lagið kom út árið 2004 og myndbandið 2005. Það var tekið upp á Íslandi þannig þetta hlaut að vera Fréttablaðið eða Morgunblaðið. Á Wikipedia-grein fyrir myndbandið komst ég svo að því hverjir tökudagar voru og þá minnkaði tímaramminn töluvert.“ Kötturinn fer í raun með stórleik í myndbandinu og lifir góðu lífi á internetinu þar sem fólk skrifar skemmtilegan texta við skjáskot af kisa að lesa dagblaðið, „Ég ætti að kaupa mér bát,“ hefur hann eflaust verið að hugsa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0z-rhM-dcO8">watch on YouTube</a> „Þetta er stórkostlegt myndband,“ segir Grétar, sem sjálfur starfar sem blaðamaður, í samtali við Vísi. „Ég hvet fólk sem hefur áhuga á íslenskri samtímalistasögu að horfa á myndbandið því þarna bregður fyrir öllu helsta listafólki okkar tíma á skemmtistaðnum Sirkus.“ Þó blaðamannaferillinn sé tiltölulega nýhafinn hjá Grétari eru kollegar hans farnir að leggja til að hann verði tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir fyrrgreinda rannsóknarvinnu. Við tíst Grétars minnir Aðalsteinn Kjartansson, samstarfsfélagi Grétars á fréttamiðlinum Heimildinni, á að frestur til tilnefninga renni út 3. febrúar: https://t.co/86iUFfLDIg— Aðalsteinn (@adalsteinnk) January 24, 2023
Tónlist Kettir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira