Lífið

Talið líklegt að mjög ósiðlegt rapplag hafi valdið upplausn á dvalarheimilum

Snorri Másson skrifar

Í Íslandi í dag var lofi ausið yfir skrif Grétars Þórs Sigurðssonar blaðamanns á Twitter að undanförnu, einkum fyrir myndbrot sem hann tók upp af Rás eitt og birti á samfélagsmiðlinum.

Þar má heyra í Svanhildi Jakobsdóttur tónlistar- og útvarpskonu kynna til spilunar lagið R.I.P. með rapparanum Playboy Carti, sem undir eðlilegum kringumstæðum yrði að öllum líkindum ekki nokkru sinni spilað á Rás 1. Texti lagsins er einfaldlega með þeim hætti.

Augnablikið má sjá í innslaginu hér að ofan á sautjándu mínutu en færsluna á Twitter er að finna hér.

Kári Barry, hrekkjóttur stúdent, Grétar Þór Sigurðsson athugull blaðamaður og Svanhildur Jakobsdóttir grandalaus útvarpskona.Vísir

Sá sem bað um lagið var Kári Barry, nítján ára stúdent frá Akureyri, sem fékk ósk sína uppfyllta í hinum rótgróna útvarpsþætti Óskastundinni. Með beiðninni kastaði hann kveðju á félaga sinn Nonna.

Ásamt þessari merku heimild sem Grétar Þór varðveitti með því að birta af henni upptöku, sló önnur færsla frá honum í gegn á samfélagsmiðlinum í vikunni. Það var niðurstaða rannsóknar hans á frægri mynd af íslenskum ketti sem les dagblað og hugsar um lífið. Hann spurði sig hvaða tölublað væri þar um að ræða og fann út að þetta var Fréttablaðið, 23. ágúst 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.