Átök um næstu skref í Íslandsbankamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. janúar 2023 13:00 Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis lýsir vonbrigðum með að Íslandsbankamálið sé komið í hefðbundnar skotgrafir. Vísir Minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði í vikunni eftir því að fengið yrði lögfræðiálit á sölunni á Íslandsbanka. Meirihlutinn felldi tillöguna. Formaðurinn lýsir vonbrigðum með að málið hafi farið ofan í hefðbundnar skotgrafir. Niðurstaða minnihlutans í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis eftir fjórtán fundi í nefndinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á hlut í Íslandsbanka, var að kalla eftir lögfræðiáliti. Lögfræðiáliti sem fæli í sér mat á stjórnsýslulegum þætti sölunnar 22. mars í fyrra með tilliti til meðferðar valds og ákvörðunartöku við söluna. Meirihlutinn í nefndinni felldi tillöguna á fundi í vikunni. Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður nefndarinnar sem situr í henni fyrir Samfylkinguna, lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu. „Það er nú oft þannig að meirihlutinn fellir það sem minnihlutinn leggur til á Alþingi Íslendinga. Auðvitað vonar maður að í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis ráði önnur sjónarmið ráði för og þau gera það oft,“ segir Þórunn. Hún telur mikilvægt að fá slíkt álit. „Mér finnst þetta vera hluti af eðlilegri skoðun. Við í minnihlutanum erum þeirra skoðunar. Þá óskaði þingmaður Pírata á fundinum eftir að málinu yrði skotið til úrskurðar forseta Alþingis, þ.e. ákvörðun meirihlutans um að fella tillöguna og það hefur verið gert,“ segir Þórunn. Þórunn segir málið á lokametrunum hjá nefndinni en hún hefur nú verið með skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á Íslandsbanka til umfjöllunar á samtals fimmtán fundum. Nú sé beðið eftir úrskurði frá forseta Alþingis. „Þá skilar nefndin sínum álitum sem væntanlega verða tvö og þau eru tekin til umfjöllunar í þinginu,“ segir Þórunn. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkilið kallað út vegna ammóníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Niðurstaða minnihlutans í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis eftir fjórtán fundi í nefndinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á hlut í Íslandsbanka, var að kalla eftir lögfræðiáliti. Lögfræðiáliti sem fæli í sér mat á stjórnsýslulegum þætti sölunnar 22. mars í fyrra með tilliti til meðferðar valds og ákvörðunartöku við söluna. Meirihlutinn í nefndinni felldi tillöguna á fundi í vikunni. Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður nefndarinnar sem situr í henni fyrir Samfylkinguna, lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu. „Það er nú oft þannig að meirihlutinn fellir það sem minnihlutinn leggur til á Alþingi Íslendinga. Auðvitað vonar maður að í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis ráði önnur sjónarmið ráði för og þau gera það oft,“ segir Þórunn. Hún telur mikilvægt að fá slíkt álit. „Mér finnst þetta vera hluti af eðlilegri skoðun. Við í minnihlutanum erum þeirra skoðunar. Þá óskaði þingmaður Pírata á fundinum eftir að málinu yrði skotið til úrskurðar forseta Alþingis, þ.e. ákvörðun meirihlutans um að fella tillöguna og það hefur verið gert,“ segir Þórunn. Þórunn segir málið á lokametrunum hjá nefndinni en hún hefur nú verið með skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á Íslandsbanka til umfjöllunar á samtals fimmtán fundum. Nú sé beðið eftir úrskurði frá forseta Alþingis. „Þá skilar nefndin sínum álitum sem væntanlega verða tvö og þau eru tekin til umfjöllunar í þinginu,“ segir Þórunn.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkilið kallað út vegna ammóníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28