Fólk forðist smálán eins og heitan eldinn: „Ekki er allt gull sem glóir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. janúar 2023 12:31 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir umrætt fyrirtæki áður hafa auglýst verðlaun fyrir notendur með þessum hætti. Vísir/Samsett Ákvörðun smálánafyrirtækis um að bjóða verðlaun fyrir þá sem taka lán hefur vakið furðu meðal netverja. Formaður Neytendasamtakanna segir athæfið ekki ólöglegt en bendir á að kostnaður geti verið mun hærri en mögulegur ávinningur. Ekki sé allt gull sem glóir og fólk hvatt til að forðast smálán eins og heitan eldinn. Í pósti sem smálánafyrirtækið Núnú sendi notendum á dögunum kom fram að allir þeir sem tækju lán frá miðnætti 27. janúar til miðnættis 29. janúar færu í pott og hefðu möguleika á að vinna áskrift að Síminn Premium með enska boltanum en fimm yrðu dregnir út. Þetta er svo ógeðslega siðlaust. Bara what the fuck. Taktu endilega lán sem ættu að vera ólögleg til fá vinning??? pic.twitter.com/Lm7f5Mbozl— Elísabet Ýr (@elisabetyr203) January 26, 2023 Pósturinn vakti athygli á samfélagsmiðlum þar sem einhverjir lýstu yfir undrun og gagnrýndu fyrirtækið harðlega. Svipuð dæmi hafa sést áður að sögn Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna. „Þetta fyrirtæki hefur gert þetta áður, reynt að lokka til sín viðskiptavini á þennan hátt og veita einhver smá verðlaun. En kostnaðurinn við svona lán er mun hærri en sem nemur mögulegum vinningi,“ segir Breki. „Við getum ekki séð að það sé neitt ólöglegt við þetta en að okkar mati er aldrei góð hugmynd að taka smálán,“ segir hann enn fremur. Lánin geti verið mjög dýr, sérstaklega ef þau fara í innheimtu en svo virðist sem að fyrirtækin hafi breytt um viðskiptamódel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Núnú er hægt að sækja um tólf til 24 þúsund króna lán með 11,27 prósent breytilegum vöxtum. Skjáskot „Þessi fyrirtæki og fyrirrennarar þess eru að veita lán sem eru innan ramma laganna hvað varðar lántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar. En viðskiptamódelið byggist, að því er okkur virðist, á því að leggja á innheimtukostnað. Lánum sé til að mynda skipt upp í hluta til að hámarka kostnaðinn. Til dæmis ef um væri að ræða 60 þúsund króna lán þá yrði því skipt í fimm tólf þúsund króna lán, með tilheyrandi innheimtukostnaði. „Því miður höfum við ekki fylgt nágrannalöndunum okkar sem hafa sett hámark á innheimtukostnað slíkra lána og við höfum séð svona lán tugfaldast í kostnaði á einungis örfáum vikum,“ segir Breki. Fólk er hvatt til að forðast gylliboð og eru skilaboð Neytendasamtakanna skýr. „Ekki er allt gull sem glóir og við hvetjum öll til þess að forðast smálán eins og heitan eldinn,“ segir Breki. Smálán Neytendur Tengdar fréttir „Mikill fjöldi er að taka smálán“ Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér. 14. desember 2022 18:40 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Í pósti sem smálánafyrirtækið Núnú sendi notendum á dögunum kom fram að allir þeir sem tækju lán frá miðnætti 27. janúar til miðnættis 29. janúar færu í pott og hefðu möguleika á að vinna áskrift að Síminn Premium með enska boltanum en fimm yrðu dregnir út. Þetta er svo ógeðslega siðlaust. Bara what the fuck. Taktu endilega lán sem ættu að vera ólögleg til fá vinning??? pic.twitter.com/Lm7f5Mbozl— Elísabet Ýr (@elisabetyr203) January 26, 2023 Pósturinn vakti athygli á samfélagsmiðlum þar sem einhverjir lýstu yfir undrun og gagnrýndu fyrirtækið harðlega. Svipuð dæmi hafa sést áður að sögn Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna. „Þetta fyrirtæki hefur gert þetta áður, reynt að lokka til sín viðskiptavini á þennan hátt og veita einhver smá verðlaun. En kostnaðurinn við svona lán er mun hærri en sem nemur mögulegum vinningi,“ segir Breki. „Við getum ekki séð að það sé neitt ólöglegt við þetta en að okkar mati er aldrei góð hugmynd að taka smálán,“ segir hann enn fremur. Lánin geti verið mjög dýr, sérstaklega ef þau fara í innheimtu en svo virðist sem að fyrirtækin hafi breytt um viðskiptamódel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Núnú er hægt að sækja um tólf til 24 þúsund króna lán með 11,27 prósent breytilegum vöxtum. Skjáskot „Þessi fyrirtæki og fyrirrennarar þess eru að veita lán sem eru innan ramma laganna hvað varðar lántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar. En viðskiptamódelið byggist, að því er okkur virðist, á því að leggja á innheimtukostnað. Lánum sé til að mynda skipt upp í hluta til að hámarka kostnaðinn. Til dæmis ef um væri að ræða 60 þúsund króna lán þá yrði því skipt í fimm tólf þúsund króna lán, með tilheyrandi innheimtukostnaði. „Því miður höfum við ekki fylgt nágrannalöndunum okkar sem hafa sett hámark á innheimtukostnað slíkra lána og við höfum séð svona lán tugfaldast í kostnaði á einungis örfáum vikum,“ segir Breki. Fólk er hvatt til að forðast gylliboð og eru skilaboð Neytendasamtakanna skýr. „Ekki er allt gull sem glóir og við hvetjum öll til þess að forðast smálán eins og heitan eldinn,“ segir Breki.
Smálán Neytendur Tengdar fréttir „Mikill fjöldi er að taka smálán“ Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér. 14. desember 2022 18:40 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Mikill fjöldi er að taka smálán“ Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér. 14. desember 2022 18:40