Miley gerði sér lítið fyrir og sló met á Spotify fyrir flestar hlustanir á einni viku, en laginu Flowers var streymt tæplega 100 milljón sinnum fyrstu vikuna sína á streymisveitunni. Myndbandið er með um 120 milljón áhorf á Youtube en Lífið á Vísi fjallaði nýlega ítarlega um söguna á bak við þetta sögulega myndband.
Emmsjé Gauti situr sem fastast á toppi listans með ástarlagið Klisja og Rihanna fylgir fast á eftir með lagið sitt Lift Me Up úr kvikmyndinni Black Panter: Wakanda Forever. Aðdáendur söngkonunnar bíða spenntir eftir því að sjá hana flytja lagið ásamt fleiri smellum í hálfleik á Super Bowl mótinu 12. febrúar næstkomandi.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: