Ráðleggur konum á miðjum aldri að lyfta þungum lóðum Feel Iceland 30. janúar 2023 13:32 „Við höfum gríðarleg áhrif á hvernig við eldumst," segir Guðbjörg Finnsdóttir, íþróttafræðingur. Eyþór „Að eldast með reisn er ekki það sama og reyna að halda í við yngri konur. Líkaminn breytist og það er eðlileg vegferð sem við njótum að fylgjast með og sjá fegurðina í. Hreyfing, mataræði, hvíld og andleg næring eru lykilatriði sem við verðum að hlúa að. Við höfum gríðarleg áhrif á hvernig við eldumst, það er himinn og haf milli þeirra sem hreyfa sig og hreyfa sig ekki,” segir Guðbjörg Finnsdóttir, íþróttafræðingur. Guðbjörg er eigandi G fit heilsuræktar í Garðabæ og hefur þjálfað í meira en 30 ár og veit hvað þarf til að halda líkamanum í góðu standi svo hann „endist“ eins og hún orðar það sjálf. Konur eru í miklum meirihluta. Hún segir hækkandi aldur ekki fyrirstöðu þess að vera í dúndurformi. Hlusta þurfi þó á líkamann, finna hvað hann þolir og stunda líkamsrækt reglulega. Stöðugleiki og rútína sé mikilvæg, líka þá daga þegar áhuginn er lítill. Mikilvægt er líka að velja sér góðan hóp sem þú myndar tengsl við og þá er alltaf gaman á æfingu. „Þú setur þér upp venjur sem þú fylgir. Þú hefur alltaf tíma, annað er afsökun,” segir Guðbjörg sposk. „Aðal atriði er að við viljum eldast og vera í góðu formi. Hafa orku, líða vel og njóta þess að takast á við hlutina sem lífið býður upp á.“ „Ef þú ætlar þér meira og fá allt það sem líkaminn þarf til að vera í toppformi þá þarftu átökin með.“ Við höfum alltaf áhrif á það hvernig við eldumst Guðbjörg ráðleggur konum á miðjum aldri að reyna vel á vöðvana. Það stuðli meðal annars að beinþéttni að lyfta þungu. Við fáum hana til að gefa okkur nokkur skotheld ráð í átt að góðu formi. Lyftu lóðum og þungum lóðum, finndu vöðvana verða þreytta Gerðu HIIT æfingar (ákefð mikil og hvíld á milli) Þolæfing sem reynir á hjartað í lengri tíma Liðleikaæfingar „Toppformi er hægt að ná með því að stunda þessa þjálfun 3-4 x í viku, klst í senn eða oftar með því að taka 30 mín í einu. Fjölbreytni sem nær til allra þjálfunarþátta er mikilvæg. Vöðvamassinn eykst með því að lyfta lóðum og hefur bestu áhrifin á beinþéttnina,” útskýrir Guðbjörg og heldur áfram. „HIIT æfingar fela í sér snerpu sem halda hreyfingum okkar hröðum og unglegum. Þolæfing þjálfar hjartavöðvann, og hann þolir miklu meira en fólk heldur.” Að þessu sögðu bendir Guðbjörg á að við erum öll ólík og með ólíkar þarfir. Hraði og átök þurfi ekki alltaf að fara saman og það sama hentar ekki öllum. Öruggar æfingar skila verkjalausum líkama „Þú getur alltaf aðlagað æfingarnar að líkamanum og mýkt þær til að fá ekki eins mikið högg ef stoðkerfið þitt leyfir það ekki og sumir velja það að vera í rólegri tímum. Í rólegri tímum hjá mér í G-Fit, færðu þjálfun fyrir djúpvöðva og góða líkamsstöðu. Þú færð einnig styrktarþjálfun með eigin mótstöðu sem er mjög góð og nærð að laga þessi stoðkerfisvandamál sem eru algeng í öxlum, mjóbaki og mjöðmum. Þetta eru öruggar æfingar sem skila sér í verkjalausum líkama,“ útskýrir Guðbjörg. „Aðrir eru fyrir meiri átök, vilja svitna vel og fá púlsinn upp. Mikilvægast er að finna hvað líkaminn okkar þolir. Ef þú ætlar þér meira og fá allt það sem líkaminn þarf til að vera í toppformi þá þarftu átökin með.“ Prótein mikilvæg viðbót Guðbjörg segir jafnvægi í mataræði skila bestum árangri og segist sjálf fylgja eins hreinu mataræði og kostur er. Hún tekur bætiefni eftir þörfum. „Ég reyni að ná meira próteini inn í mataræðið, kolvetni eru allt of auðveld. Horfa á fæðuflokkana og ná fjölbreytni. Holl fita er mikilvæg fyrir okkur og svo er auðvitað best að forðast sykur og sætindi. Við skulum samt njóta stundanna vel þegar við við viljum gera vel við okkur, það má alveg“ segir Guðbjörg. Önnur ástæða þess að ég tek inn Feel Iceland kollagenvörurnar er að ég tel þær fyrirbyggjandi, sem skili sér fyrir framtíðina.Eyþór Feel Iceland í kaffið „Bætiefni eru mikilvæg og ég rálegg mínum konum að taka bætiefni á borð við íslensku kollagenvörurnar frá Feel Iceland. Ég set sjálf alltaf Feel Iceland kollagenpróteinduftið í kaffibollann minn tvisvar á dag. Það skilar mér miklu auk þess sem kaffið verður enn betra. Joint Rewind hylkin er frábært fyrir liðina sem er enn mikilvægara eftir því sem við eldumst og ég nota líka Age Rewind hylkin frá Feel Iceland, fyrir húðina." „Ég hef upplifað mörg dæmi þar sem mínar konur hafa fundið gríðarlegan mun á sér með Feel Iceland bætiefnunum og það verður hluti af lífsstílnum. Önnur ástæða þess að ég tek inn Feel Iceland kollagenvörurnar er að ég tel þær fyrirbyggjandi, sem skili sér fyrir framtíðina. Ég passa einnig upp á að taka A- og D-vítamín, B-vítamín og góðgerla og svo auðvitað lýsi,“ segir Guðbjörg. Heilsa Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Sjá meira
Guðbjörg er eigandi G fit heilsuræktar í Garðabæ og hefur þjálfað í meira en 30 ár og veit hvað þarf til að halda líkamanum í góðu standi svo hann „endist“ eins og hún orðar það sjálf. Konur eru í miklum meirihluta. Hún segir hækkandi aldur ekki fyrirstöðu þess að vera í dúndurformi. Hlusta þurfi þó á líkamann, finna hvað hann þolir og stunda líkamsrækt reglulega. Stöðugleiki og rútína sé mikilvæg, líka þá daga þegar áhuginn er lítill. Mikilvægt er líka að velja sér góðan hóp sem þú myndar tengsl við og þá er alltaf gaman á æfingu. „Þú setur þér upp venjur sem þú fylgir. Þú hefur alltaf tíma, annað er afsökun,” segir Guðbjörg sposk. „Aðal atriði er að við viljum eldast og vera í góðu formi. Hafa orku, líða vel og njóta þess að takast á við hlutina sem lífið býður upp á.“ „Ef þú ætlar þér meira og fá allt það sem líkaminn þarf til að vera í toppformi þá þarftu átökin með.“ Við höfum alltaf áhrif á það hvernig við eldumst Guðbjörg ráðleggur konum á miðjum aldri að reyna vel á vöðvana. Það stuðli meðal annars að beinþéttni að lyfta þungu. Við fáum hana til að gefa okkur nokkur skotheld ráð í átt að góðu formi. Lyftu lóðum og þungum lóðum, finndu vöðvana verða þreytta Gerðu HIIT æfingar (ákefð mikil og hvíld á milli) Þolæfing sem reynir á hjartað í lengri tíma Liðleikaæfingar „Toppformi er hægt að ná með því að stunda þessa þjálfun 3-4 x í viku, klst í senn eða oftar með því að taka 30 mín í einu. Fjölbreytni sem nær til allra þjálfunarþátta er mikilvæg. Vöðvamassinn eykst með því að lyfta lóðum og hefur bestu áhrifin á beinþéttnina,” útskýrir Guðbjörg og heldur áfram. „HIIT æfingar fela í sér snerpu sem halda hreyfingum okkar hröðum og unglegum. Þolæfing þjálfar hjartavöðvann, og hann þolir miklu meira en fólk heldur.” Að þessu sögðu bendir Guðbjörg á að við erum öll ólík og með ólíkar þarfir. Hraði og átök þurfi ekki alltaf að fara saman og það sama hentar ekki öllum. Öruggar æfingar skila verkjalausum líkama „Þú getur alltaf aðlagað æfingarnar að líkamanum og mýkt þær til að fá ekki eins mikið högg ef stoðkerfið þitt leyfir það ekki og sumir velja það að vera í rólegri tímum. Í rólegri tímum hjá mér í G-Fit, færðu þjálfun fyrir djúpvöðva og góða líkamsstöðu. Þú færð einnig styrktarþjálfun með eigin mótstöðu sem er mjög góð og nærð að laga þessi stoðkerfisvandamál sem eru algeng í öxlum, mjóbaki og mjöðmum. Þetta eru öruggar æfingar sem skila sér í verkjalausum líkama,“ útskýrir Guðbjörg. „Aðrir eru fyrir meiri átök, vilja svitna vel og fá púlsinn upp. Mikilvægast er að finna hvað líkaminn okkar þolir. Ef þú ætlar þér meira og fá allt það sem líkaminn þarf til að vera í toppformi þá þarftu átökin með.“ Prótein mikilvæg viðbót Guðbjörg segir jafnvægi í mataræði skila bestum árangri og segist sjálf fylgja eins hreinu mataræði og kostur er. Hún tekur bætiefni eftir þörfum. „Ég reyni að ná meira próteini inn í mataræðið, kolvetni eru allt of auðveld. Horfa á fæðuflokkana og ná fjölbreytni. Holl fita er mikilvæg fyrir okkur og svo er auðvitað best að forðast sykur og sætindi. Við skulum samt njóta stundanna vel þegar við við viljum gera vel við okkur, það má alveg“ segir Guðbjörg. Önnur ástæða þess að ég tek inn Feel Iceland kollagenvörurnar er að ég tel þær fyrirbyggjandi, sem skili sér fyrir framtíðina.Eyþór Feel Iceland í kaffið „Bætiefni eru mikilvæg og ég rálegg mínum konum að taka bætiefni á borð við íslensku kollagenvörurnar frá Feel Iceland. Ég set sjálf alltaf Feel Iceland kollagenpróteinduftið í kaffibollann minn tvisvar á dag. Það skilar mér miklu auk þess sem kaffið verður enn betra. Joint Rewind hylkin er frábært fyrir liðina sem er enn mikilvægara eftir því sem við eldumst og ég nota líka Age Rewind hylkin frá Feel Iceland, fyrir húðina." „Ég hef upplifað mörg dæmi þar sem mínar konur hafa fundið gríðarlegan mun á sér með Feel Iceland bætiefnunum og það verður hluti af lífsstílnum. Önnur ástæða þess að ég tek inn Feel Iceland kollagenvörurnar er að ég tel þær fyrirbyggjandi, sem skili sér fyrir framtíðina. Ég passa einnig upp á að taka A- og D-vítamín, B-vítamín og góðgerla og svo auðvitað lýsi,“ segir Guðbjörg.
Heilsa Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Sjá meira