Brasilískt þema á Old Trafford: Sjáðu mörkin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2023 21:55 Casemiro fagnar með Fred og Antony. Ash Donelon/Getty Images Manchester United vann Reading 3-1 í síðasta leik dagsins í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Staðan var markalaus í hálfleik en þrjú mörk í síðari hálfleik skutu heimamönnum áfram. Öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum. Staðan var nokkuð óvænt markalaus í hálfleik þrátt fyrir mikla yfirburði Manchester United. Marcus Rashford kom boltanum yfir línuna en markið var dæmt af þar sem Wout Weghorst var talinn rangstæður í aðdraganda marksins. Má segja að ákvörðunin hafi verið umdeild þar sem boltinn fór af varnarmanni áður en hann barst til Weghorst og mörk eftir svipuð atvik í aðdragandanum hafa fengið að standa. Eftir níu mínútna leik í síðari hálfleik kom fyrsta mark leiksins. Christian Eriksen, sem hafði dregið sig niður á völlinn vinstra megin, átti góða sendingu yfir til hægri þar sem Antony var. Vængmaðurinn kom inn á völlinn og renndi svo boltanum í hlaupaleið Casemiro sem lyfti boltanum snyrtilega yfir Joe Lumley í marki Reading. No-look pass dinked finishA goal of pure samba style for @ManUtd #EmiratesFACup pic.twitter.com/1KrHYfSbcp— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 28, 2023 Skömmu síðar fór Eriksen af velli eftir groddaralega tæklingu Andy Carroll – sem slapp þó við spjald. Fred kom inn af bekknum og lagði upp mark örskömmu síðar. Hann renndi boltanum þá Casemiro sem lagði hann snyrtilega í hornið fjær, með viðkomu í varnarmanni. Staðan orðin 2-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Hann var það endanlega þegar Andy Carroll nældi sér í tvö gul spjöld með fimm mínútna millibili í kjölfarið og var þar með sendur í sturtu. Case #EmiratesFACup pic.twitter.com/mQZh5trdUq— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 28, 2023 Aðeins tveimur mínútum eftir að Carroll fékk rautt var staðan orðin 3-0. Heimamenn fengu hornspyrnu sem var tekin stutt, Bruno Fernandes gaf fyrir á Fred sem skoraði með snyrtilegri afgreiðslu með hælnum. STOP. IT. That is outrageous from @Fred08oficial for @ManUtd #EmiratesFACup pic.twitter.com/v0uPYztMaw— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 28, 2023 Gestirnir, manni færri, létu þó ekki segjast og minnkuðu muninn á 72. mínútu. Amadou Salif Mbengue skallaði hornspyrnu Tom Ince í netið. Mbengue var einn á auðum sjó og verður að setja spurningamerki við varnarleik Man United. Rising highest for @ReadingFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/jImcClesD7— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 28, 2023 Þrátt fyrir að heimamenn hafi farið í leit að fjórða marki sínu þá fundu þeir það ekki og lokatölur 3-1 Manchester United vil. Var þetta 11. heimasigur Man Utd í röð og verður liðið í pottinum þegar dregið verður í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United vann Reading 3-1 í síðasta leik dagsins í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Staðan var markalaus í hálfleik en þrjú mörk í síðari hálfleik skutu heimamönnum áfram. Öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum. Staðan var nokkuð óvænt markalaus í hálfleik þrátt fyrir mikla yfirburði Manchester United. Marcus Rashford kom boltanum yfir línuna en markið var dæmt af þar sem Wout Weghorst var talinn rangstæður í aðdraganda marksins. Má segja að ákvörðunin hafi verið umdeild þar sem boltinn fór af varnarmanni áður en hann barst til Weghorst og mörk eftir svipuð atvik í aðdragandanum hafa fengið að standa. Eftir níu mínútna leik í síðari hálfleik kom fyrsta mark leiksins. Christian Eriksen, sem hafði dregið sig niður á völlinn vinstra megin, átti góða sendingu yfir til hægri þar sem Antony var. Vængmaðurinn kom inn á völlinn og renndi svo boltanum í hlaupaleið Casemiro sem lyfti boltanum snyrtilega yfir Joe Lumley í marki Reading. No-look pass dinked finishA goal of pure samba style for @ManUtd #EmiratesFACup pic.twitter.com/1KrHYfSbcp— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 28, 2023 Skömmu síðar fór Eriksen af velli eftir groddaralega tæklingu Andy Carroll – sem slapp þó við spjald. Fred kom inn af bekknum og lagði upp mark örskömmu síðar. Hann renndi boltanum þá Casemiro sem lagði hann snyrtilega í hornið fjær, með viðkomu í varnarmanni. Staðan orðin 2-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Hann var það endanlega þegar Andy Carroll nældi sér í tvö gul spjöld með fimm mínútna millibili í kjölfarið og var þar með sendur í sturtu. Case #EmiratesFACup pic.twitter.com/mQZh5trdUq— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 28, 2023 Aðeins tveimur mínútum eftir að Carroll fékk rautt var staðan orðin 3-0. Heimamenn fengu hornspyrnu sem var tekin stutt, Bruno Fernandes gaf fyrir á Fred sem skoraði með snyrtilegri afgreiðslu með hælnum. STOP. IT. That is outrageous from @Fred08oficial for @ManUtd #EmiratesFACup pic.twitter.com/v0uPYztMaw— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 28, 2023 Gestirnir, manni færri, létu þó ekki segjast og minnkuðu muninn á 72. mínútu. Amadou Salif Mbengue skallaði hornspyrnu Tom Ince í netið. Mbengue var einn á auðum sjó og verður að setja spurningamerki við varnarleik Man United. Rising highest for @ReadingFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/jImcClesD7— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 28, 2023 Þrátt fyrir að heimamenn hafi farið í leit að fjórða marki sínu þá fundu þeir það ekki og lokatölur 3-1 Manchester United vil. Var þetta 11. heimasigur Man Utd í röð og verður liðið í pottinum þegar dregið verður í 5. umferð ensku bikarkeppninnar.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti